Leita í fréttum mbl.is

"Bókað að bæjarstjóri sé krútt"

Spurning hvort að það sé eitthvað komið í vatnið á bæjarráðsfundum í Kópavogi. Var að lesa eftirfarandi í Fréttablaðinu. Og þetta finnst mér með eindæmum. Get reyndar með engu móti fallist á þessa bókun sem Guðríður gerði en það er auðsjáanlega stuð þarna hjá þeim:

Fréttablaðið, 10. mar. 2007 07:45

Bókað að bæjarstjóri sé krútt

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er krútt samkvæmt bókun fundargerðar bæjarráðs Kópavogsbæjar frá því í fyrradag.
Hart var deilt um breytingar á deiliskipulagi bæjarins á fundinum. Bæjarráð var samþykkt því að bætt yrði við hæð á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Gunnar bæjarstjóri svaraði mótmælum minnihlutans yfir stækkuninni með því að láta bóka að þarna sýndu minnihlutaflokkar hug sinni til Sunnuhlíðarsamtakanna. Á eftir ummælum Gunnars kom bókun sem hljóðaði einfaldlega á þessa leið: „Bæjarstjóri er krútt" og var það Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu sem óskaði eftir að það yrði fært til bókar.

„Ég ákvað að láta jafn ómálefnalega bókun frá mér eins og Gunnar hafði gert á undan," segir Guðríður, sem segir bæjarstjóra hafa gert minnihlutanum upp skoðanir.

„Guðríður er nú sjálf óttalega krúttleg. Þó ætti hún að venja sig af því að vera á móti framförum. Auk þess er hún lánsöm að eiginmaður hennar hefur lengi verið starfsmaður hjá mér og er því vel uppalinn," segir Gunnar sem segist síður en svo vera á móti því að vera kallaður krútt.

Held að það sé nú ekki rétt að maðurinn hennar Guðríðar sé í vinnu hjá Gunnari nú eða síðustu áratugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband