Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur næsti forsætisráðherra?

Ef þetta yrði niðurstaða kosninga þá gæti sjórnarandstaðan myndað meirihluta. Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði Vg í  aðstöðu til að leiða þá stjórn. Gaman að vita hverning fólki lýst á það þegar flokkur kemst í leiðandi stöðu við stjórn ríkisins sem hefur m.a. það að markmiði að Ísland eigi ekki að vera í Nató,

Úr stefnuskrá Vg
  

Alþjóðamál

Ísland á að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sem fullvalda ríki. Meginstoðir þeirrar stefnu eiga að vera sjálfstæði og hlutleysi Íslands, alþjóðleg umhverfisvernd, stuðningur við viðleitni til afvopnunar og friðsamlegrar sambúðar þjóða, samstaða með öllum kúguðum þjóðum og þjóðarbrotum, barátta fyrir mannréttindum og alþjóðleg samvinna á grundvelli jafnréttis og virðingar fyrir ólíkum viðhorfum og menningu.

Vopnin kvödd

Ísland á ekki að hafa her, hvorki innlendan né erlendan. Þjóðin á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna aukinni vígvæðingu. Sjálfsagt er hins vegar að taka þátt í alþjóðasamtökum sem starfa opið og lýðræðislega og fara með friði. Stríð og hernaður leysa engin vandamál, ekki frekar þó að hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mannréttindum. Mikilvægt er að aðgerðir  á alþjóðavettvangi, þar á meðal viðskiptaþvinganir, valdi ekki dauða og þjáningum saklausra borgara.

Binda á enda á hersetu í landinu og hverfa úr NATO. Útgjöldum íslenska ríkisins vegna Varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins og þátttöku í NATO er betur varið til annarra þarfa samfélagsins. Um leið á Ísland að taka virkari þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna og Norðurlandaráði. Þar ber Íslendingum að leggja áherslu á baráttu fyrir félagslegu réttlæti, mannréttindum og lýðræði. Ekki á að leyfa heræfingar í landinu eða innan lögsögu þess

Ekki viss um að fólk hafi skoðað stefnu Vg fyrir utan umhverfismálin. Hef litla trú á að fjórðungur þjóðarinnar styðji stefnu Vg óbreytta.

frettabladid


mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rándýrin leita alltaf uppi auðveldustu bráðina.   Ef Vg næði sinni stefnu fram væri auðvelt að endurtaka Tyrkjaránið (sjóræningjabransinn er upp á ca 1100 milljarða í dag).   Einn flugvélafarmur af léttvopnuðum málaliðum myndi líklega duga til að valdaráns.  

Öryggismál þjóðarinnar eru alvörumál - trúverðugar viðbragðsáætlanir til að bregðast við öllum hugsanlegum uppákomum verða vera til staðar.    Það að vera friðelskandi herlaus þjóð veitir okkur enga vernd.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 01:30

2 identicon

Sigurður J. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband