Leita í fréttum mbl.is

Hörður Bergmann. Merkilegar athuganir hjá honum

Fannst alveg stórmerkilegt viðtalið hans Egils Helgasonar við Hörð Bergmann í Silfri Egils í dag. Það sem ég hjó helst eftir var.

  • Sú tilhneiging hjá ráðherrum að lofa framkvæmdum og setja áætlanir sem eiga að koma til framkvæmda löngu eftir að kjörtímabilinu líkur. Og þetta hæpað upp í fjölmiðlum án þess að ráðherra þurfi að svara fyrir það hvernig þeir ætli að tryggja framkvæmdina löngu eftir að þeir er kannski farnir úr embætti. Þetta sé sviðsetning þar sem valin eru verkefni sem njóta vinsælda og höfða til öryggiskendar þjóðarinnar. Hann nefndi dæmi fram Siv Friðleifsdóttur sem lofaði fullt af hjúkrunarrýmum og þeim flestum í sínu kjördæmi en ekkert er byrjað á þessu fyrr en hún er jafnvel fallin af þingi. Og eins að fjölmiðlar nota jafnvel orðalagið sem ráðamenn nota.
  • Auðlindamálið skv. Herði er snjalt fjölmiðlabragð Framsóknar því það sé yfirlýst að það hafi engin áhrif.
  • Þá talaði hann um þann boðskap sem allir gleypa nú að fyrirtæki skili nú miklu meiri skatti til ríksins eftir að skattar voru lækkaðir. En menn gleymi að það er alltaf miðað við 1991 til 1995 og síðan þá hafa skattarnir aukist en síðan hafa orðið til mörg stór fyrirtæki,  þá voru bankar en í ríkiseign og eftir skattabreytingar þá hafa um 20.000 einstaklingar sem áður voru launþegar breyt sér yfir í einkahlutafélög. Og þetta leiði til þess að heildarskattar vegna fyrirtækja hefur bara aukist vegna fjölgunar fyrirtækja.
  • Eins þá talaði hann um að honum fyndist það skrýtið að menn væru að leggja áherslu á að borga alþingismönnum há laun til að fá hæfustu mennina inn á þing. En hann spyr eru það ekki hugsjónafólk sem við viljum fá inn á þing. þ.e. á að þurfa að kaupa menni til að fara á þing.
  • Eins þá benti hann á að ný framboð sem ætli sér að ná einhverjum árangri verið að bjóða upp á fólk sem kjösendur upplifi ekki sem atvinnustjórnmálamenn því fólk sé orðið þreytt á þessum sviðsetningum eldri stjórnmálamanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband