Leita í fréttum mbl.is

Þetta er til skammar fyrir okkur og önnur lönd í SÞ

Það er með ólíkindum að við skulum láta þetta ástand viðgangast ár eftir ár og gerum ekkert. Þetta Darfur%20shirtsýnir að okkur að ef að ekki eru beinir hagsmunir fyrir Vesturlöndin að beita sér Þá er ekkert gert.

Þarna eru að gerast mun alvarlegri hlutir en í Írak en samt vilja þjóðir heims ekki beita sér þarna.

 

Vísir, 12. mar. 2007 08:57

Viðbrögð alþjóðasamfélagsins aumkunarverð

Rannsóknarmenn Sameinuðu þjóðanna gagnrýna Súdan harðlega fyrir alvarleg mannréttindabrot í Darfur, þar á meðal morð, mannrán og hópnauðganir. Þá segir forsvarsmaður rannsóknarhópsins að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við ástandinu í héraðinu með aumkunarverðum hætti.

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var kynnt á þingi Mannréttindaráðs S.þ. sem hófst í Genf í Sviss í morgun og mun standa næstu þrjár vikurnar. Samkvæmt skýrslunni hafa minnst 200 þúsund látist í Darfur á meðan á fjögurra ára borgarastyrjöld hefur staðið, milljónir til viðbótar eru á vergangi.

Stjórnvöld í Kartúm, höfuðborg Súdan, bönnuðu rannsóknarmönnum að heimsækja héraðið stríðshrjáða en þeir byggja niðurstöður sínar á viðtölum við flóttamenn og hjálparstarfsmenn. Fimm menn skipuðu rannsóknarnefndina og ferðuðust þeir ekki bara um Súdan heldur líka um nágrannaríkið Tsjad, þar sem margir flóttamenn frá Darfur halda nú til en stríðið sjálft hefur einnig teygt anga sína yfir landamæri ríkjanna. Þar fengu þeir vel studdar fregnir af hræðilegum hópnauðgunum, mannránum og morðum í héraðinu.

Búist er við að málið verði efst á baugi á mannréttindaþinginu í Genf.



 


mbl.is Yfirvöld í Súdan fordæmd vegna ástandsins í Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband