Leita í fréttum mbl.is

Hvaða flokk á að kjósa? Ekki búin(n) að ákveða þig?

  Eins og venjuleg eru enn margir sem eiga eftir að gera upp við sig hvaða flokk þeir eigi að kjósa. Mörg atrið koma sjálfsagt til með að móta afstöðu fólks (vonandi). Ég helda að fólk sé ekki lengur að horfa bara á eitt atriði og velja eftir því.

Hér á eftir koma nokkur atriði sem fólk gæti þurft að nota til að gera upp hug sinn:

  • Lífsskoðun viðkomandi kjósanda.
    • Hörðustu hægrisinnar vilja að fólk sé ábyrgt fyrir sínu lífi og borgi fyrir alla þá þjónustu sem þeir þurfa. Eins og heilsugæslu, skóla og svo framvegis. Og skattar séu hverfandi.
    • Þeir sem eru lengst til vinstri vilja að ríkið sé sem mest eigandi og reki sem mest alla þá þjónustu sem við þurfum og það sé allt greitt af sköttum okkar. Og því séu lágir skattar ekki takmark í sjálfu sér.
    • Síðan eru það flokkar á miðjunni sem fara þar á milli. En þeir flokkar sem þar raðast eru mjög mismunandi. Þannig er ljóst að Samfylkingin er í flestu vinstramegin við Framsókn sem er svona sveifluflokkur í flestu eftir því hvað hann heldur að sé vinsælt og hvað samstarfsflokkurinn segir honum.
  • Reynsla af flokkunum. Sérstaklega þeirra sem eru við stjórn.
    Þá held ég að fólk eigi eftir að horfa í eftirfarandi:
    • Einkavinavæðingu bankanna. Þar sem að þeim var skipt á milli hópa hliðholla hvorum flokki.
    • Eftirlaunafrumvarpið sem Davíð og Halldór komu í gegnum þingið, þó að aðrir þingmenn kæmu vissulega að því.
    • "Verðbólguskotið" Þegar okkur var sagt þrátt fyrir aðvaranir að stóriðjuframkvæmdir og  um leið hækkun á lánshlutfalli íbúðarlánasjóðs mundi aðeins valda tímabundnu verðbólguskoti sem nú hefur varað í hva 3 ár.
    • Að nú erum við að borga um 20% vexti af örðum lánum en húsnæðislánum.
    • Að velsældin sem við höfum upplifað er fyrst og fremst afleiðingar af EES samningnum sem auðveldaði okkur að komast inn á markaði í Evrópu.
    • Að stjórnin er algjörlega mótfallin því að kannað verði hvort að við gætum átt möguleika á að öðlast gjaldmiðil sem sveiflast ekki um 30 40% á einu ári.
    • Að stjórnin er hunsar algjörlega að skoða að aflétta verðtryggingu.
    • Að þessi stjórn hefur unnið þannig síðustu ár að nota svona "plásturrs -aðferð". Þ.e. þegar við kvörtum nógu mikið þá henda þeir smá aur í þetta verkefni og smá aur í hitt verkefnið en ekkert er horft í heildarmynd og áætlanir
    • Stjórn sem hefur ekki en haft dug í að koma með heildstæða náttúruverndaráætlun og lagt mat á hvaða svæði landsins eigi að vera friðuð og hvernig staðið skuli að nýtingu landsins.
    • Stjórn sem gerir vinum og flokksmönnum hærra en öðrum undir höfði við ráðningar í stöður á vegum ríkisins. T.d. Seðlabanka, Hæstarétt og svo framvegis.
  • Síðan hlýtur fólk að horfa í stefnuskrár flokkana og sjá fyrir hvað þeir standa. Og hvernig það rýmar við lífskoðun fólksins.
  • Einnig hlýtur fólk að horfa til þess hvaða fólk er í framboði. Er t.d. flokkurinn samansettur af "Stuttbuxnaliði" og síðan fulltrúum atvinnuveitenda og fyrirtækja. Eða er flokkurinn með úrval fólks sem dekkar sem mest af samfélaginu.
  • Líkur á því að flokkurinn standi vörð um þá sýn sem rýmar við það Ísland sem þeir vilja lifa í.

 

Ég er allaveg viss um hvað ég kýs nú. Það er Samfylkingin. Því ég er ekki sáttur við að stóreignamenn og fyrirtæki sé það sem er í forgangi. Ég vill að eins og allt annað þá sé það fólkið í landinu sem er í forgangi. En geri mér grein fyrir því að til þess verður að skapa fyrirtækjum og eigendum þeirra hæfilegt svigrúm en ekkert umfram það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok. Þú ert búin að ákveða þig. Það sem fólk gæti kannski haft á móti xF er að flokkurinn er ný klofinn og virtist ekki vera erfitt. Þá eru líka ýmsir sem eru ekki vissir um að varaformaður gæti tekist á við ábyrgðarstöðu eins og ráðherraembætti vegna fyrri skapofsakasta m..a á netinu þegar hann hótaði fólki þar. En Guðjón er allt í lagi og Sigurjón duglegur þó ekki sé hann alltaf kannski orðheppinn. Finnst samt að Guðjón hafi ekki höndlað inntöku Nýs afls og átökin vel. Og þar fóru margir góðir fulltrúar flokksins í burtu. Eins og Sigurlín.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband