Leita í fréttum mbl.is

Nú er tími til að skipa nefndir

Þetta er nú makalaust. Það er ekki eins og málefni aldraðra hafi verið að versna nú í dag. Það er stöðugt búið að vera að benda á þetta allt þetta kjörtímabil. En viti menn nú á að skipa nefnd:

Síðan var líka stofnuð önnur nefnd sem á að skoða erfiðleikana á Vestfjörðum. Þó að Marel sé að loka þarna verksmiðju hefur jú ástandið verið slæmt í áratugi. En nú á að reyna að kaupa sér atkvæði með því að setja málið í nefnd. Og síðan rétt fyrir kosningar verður tilkynnt um aðgerðir sem eiga að hefjast 2008 eða 9 þegar þessi stjórn er löngu farin frá.

Frétt af mbl.is

  Nefnd skipuð til að annast endurskoðun á lögum um málefni aldraðra
Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 12:12
Jón Kristjánsson er formaður nefndar um endurskoðun laga um... Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra eigi síðar en 1. desember 2007.

 

Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 11:31

Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum

Auk fulltrúa forsætisráðuneytis eiga sæti í nefndinni fulltrúi frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, bæjarstjórinn á Ísafirði og framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 11. apríl nk., samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu.


mbl.is Nefnd skipuð til að annast endurskoðun á lögum um málefni aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband