Leita í fréttum mbl.is

Geir gleymdi einu smáatriði eða tveimur.

Vantaði alveg inn í kaflan um þetta frábæra 12 ára skeið nokkur atriði.

  • Gjafir ríkisstjórnarinar á eignum eins og bönkum til vina sinna. Svona til helminga: Einn banki fyrir Framsókn, annar fyrir Sjálfstæðismenn.
  • Hann gleymdi alveg að ræða um að þeir hafa breytt sköttum þannig að það eru þeir sem minnst hafa sem greiða hæsta hlutfall tekna í skatt. Öðrum er auðveldað að greiða sem minnst með því auðvelda fólk að færa tekjur yfir í fjármagnstekjur.
  • Þá er það yfirlýst stefna að lækka en frekar álögur á fyrirtæki og fjármálastofnanir.
  • Nær engin hjúkrunarrými hafa verið byggð nú síðustu ár.
  • Ekki fyrir en eftir áratugabaráttu voru gerða einhverja leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja. Og þó er sífellt verið að reyna að komast hjá því að leiðréttingarnar komist að fullu til framkvæmda.
  • En talið að um 3 til 4 þúsund börn lifi undir fátæktarmörkum
  • Vestfirðir búa við neyðarástand og fólkfækkun gífurleg.  Fleiri landshlutar við svipaðar aðstæður.
  • Gleymdi líka að búið er að gera okkur að þátttakendum í stríði  (Írak) og unnið að því að við verður en virkari í þessu með framboði til öryggisráðs SÞ. Sem kostar okkur milljarð hið minnsta.
  • Ekki öllum sem finnst stóriðjuframkvæmdir og virkjanir hafa leitt eintómar framfarir fyrir okkur. Að minnst kosti ekki þeim sem elska náttúrunna eða þeim sem borga vexti og verðtryggingu af lánum sínum

Nenni ekki að telja upp meira að  sinni. En þetta sýnir að hann gleymdi smá þegar hann miklast yfir stöðunni hér á landi í gær

Frétt af mbl.is

  Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Innlent | mbl.is | 14.3.2007 | 20:18
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld, að efnahagur landsins stæði afar vel um þessar mundir og hægt væri að framlengja það framfaraskeið sem hér hefði ríkt undanfarin 12 ár um langt árabil ef rétt væri staðið að verki. En það væri einnig hægt að binda enda á það þannig að við taki stöðnun og verri lífskjör. Sagði Geir, að kjósendur verði að átta sig á því að raunveruleg hætta væri á myndun vinstristjórnar.


mbl.is Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú þykist tala fyrir hönd þjóðarinnar býst ég við?   

Steingrímur Páll (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu tala fyrir hönd þjóðarinnar? Það hef ég aldrei sagt. Furðuleg athugasemd. Ég tala fyrir mína hönd og engra annarra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2007 kl. 23:03

3 identicon

Þvílíkt vanþakklæti, ættir hreinlega að skammast þín. Þrátt fyrir alla galla sjálfstæðisflokksins á hann hvorki meira né minna en heiðurinn af því að Ísland hefur rokið úr að vera hálfgert þriðja heims bananalýðveldi í að vera einn eftirsóttasti staður á allri jarðarkringlunni. Má vel vera að hér séu ýmsar brotalamir, enda vonlaust að gera öllum til geðs á sama tíma, en staðreyndin er að þessi 3 - 4000 börn undir fátæktarmörkunum hafa það þó betur hér en nokkurn staðað annarstaðar í heiminum, skuldir íslendinga við útlönd aldrei nokkurn tíman lægri. Þú talar um lækkun skatta á fyrirtæki eins og eitthvað neikvætt?? Hvernig er það neikvætt. Ertu enn í þeirri villutrú að skatttekjur lækka með lækkun hlutfallsins, eða viltu ekki að fyrirtækjarekstur blómstri hérna. Væri gaman að sjá svipinn á þér þegar þú kemst að því í vinstristjórninni að þrátt fyrir allan veljviljann í vinstrimönnum þá munu þeir ekki eiga peninga til að sinna velferðamálum, verða búnir að spreða því öllu, hrekja allan rekstur frá landinu ásamt stóreignafólki með drifkraft til að skapa samneyslufé og þjóðarkakan orðin að einni smáköku. Hvar er réttlætið þá? Þá verða engar tekjur að hafa fyrir velferðinni og eina ráð vinstrimanna í villu sinni er að svína enn meiri skatttekjur úr almúganum, enda verða öll fyrirtæki farin, allur sköpunarmáttur og drifkraftur úr fólki. Sorgleg afstaða.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Skuldir sjávarútvegsinns eru komnar yfir 300 miljarða og mest megnis í erlendum gjaldeiri. leiðinlekt að sjá bloggara sem ekki þora að skrifa undir nafni.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2007 kl. 23:24

5 identicon

Ég heiti Sigurður Karl Lúðvíksson, ekki spurning um að þora, nenni bara ekki að laga þetta

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skuldi Íslendinga við útlönd hafa aldrei verið hærri Sigurður Karl Lúðvíksson því að fyrirtæki og einstaklingar skulda á annað þúsund milljarða í útlöndum. Það væri nú skárra í þessari velsæld og auknum tekjum ríkisins ef ekki hefði verið hægt að greiða niður skuldir.  Það er nú líka eðlilegt að skattgreiðslur frá fyrirtækjum hafi aukist því að nú eru allir sem það geta búnir að stofna ehf. rekstur um störf sín. það eru um 27.000 ehf. félög. Ríkið gafa jú frá sér bankanna og önnur stór fyrirtæki sem eigendur hafa síðan margfaldað og þar eru því faranar að koma inn skattar sem áður komu engar nema aðrgreiðslur frá bönkum til ríkis.

En þetta góðæri má rekja að stórum hluta til EES og almennri velmegun í heiminum sem við njótum eins og margar aðrar þjóðir. Það hefur jú verið uppsveifla í hinum vestræna heimi.

En þetta afsakar ekkert framkvæmdarleysi stjórnarinnar í velferðarmálum. Þessi sama stjórn barði í gegn eftirlaunafrumvarp sem kostar ríkið milljarða til framtíðar og tryggir Davíð og Halldóri og fleirum góð eftirlaun. Og hefur nóga peninga í að vinna að því að komast í Öryggisráði SÞ.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2007 kl. 23:39

7 identicon

Maður fer nú bara að búast við því að Geir og félagar fari nú að fala Ísland sem 51. fylki Bandaríkjanna.

Davíð Hill (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:39

8 identicon

Sko. Bankarnir voru ekki gefnir einum eða neinum. Þeir voru seldir á sanngjörnu verði og einn reyndar á yfirverði, samkvæmt erlendum bönkum. Það var ekki fyrr en EFTIR að þeir voru seldir sem þeir fóru að græða. Það er bara mitt og þitt klúður að hafa ekki keypt bréf í Kaupþingi á genginu 170

Skattahækkanir, já. Þegar þú hækkar í launum, þá borgarðu hærri skatta. Svo virðist vera sem fleiri hafi einfaldlega unnið sig upp fyrir skattleysismörkin og greiði því margfalt hærri skatt en þeir gerðu með lægri laun.

Við Geir erum sammála um að það skuli lækka álögur á sem flest, ekki bara fyrirtæki. Hins vegar þurfum við að keppa við lönd eins og Írland með 12,5% fyrirtækjaskatta. Kaupþing á auðvelt með að flytja sig þangað. Ekki viljum við fá hátt hlutfall af engu.

Öryrkja og ellismellapunkturinn hjá þér á reyndar við rök að styðjast. Hins vegar má ekki gleyma að R-listinn á þátt í þeim vanda, a.m.k. þar sem honum tókst að hreyðra um sig

Fátæku börnin eru ekki svona mörg. Hérna er skýrslan, lestu hana. Þar sérðu m.a. að mikið af þessum foreldrum býr enn hjá mömmu og pabba, en tekjur afa og ömmu barns teljast ekki með.

Írak er umdeilt, það er rétt hjá þér. Hins vegar er staðreyndin sú að ef BNA ákvæðu bara að fara 4. apríl, þá færi allt á enn verri veg, trúðu mér.

Aðeins um verðtryggingu: Þú þarft ekki að taka verðtryggt lán. Þú getur tekið óverðtryggt lán á, segjum, 15-17% vöxtum. Viltu það? 

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:47

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Búnaðarbankinn var seldur með óinnleystum arði upp á um 4 eða 5 milljarða sem var um helmingur þess sem greitt var fyrir bankann. Allir bankarnir voru farnir að hagnast verulega þegar þeir voru seldir þannig að inn í þeim var arður fyrir a.m.k helming kaupverðs. Sem nýjir eigendur gátu leyst út skömmu eftir að þeir keyptu þa.

Ég get nú farið í banka og tekið erlent lán á 3 til 4% vöxtum. Lán til lengri tíma bera ekki svona há vexti. Og nei ég vill að markaðurinn hér sé kældur með aðhaldi þannig að vextir og verðbólga lækki. Sýnist að Geir ráði illa við það.

Með skattanna þá bendi ég þér t.d. á að öryrki sem hefur allar sýnar tekjur frá Ríkinu í gegnum Tryggingarstofnun þarf að greiða skatta til baka vegna þess hluta lífeyris sem er yfrir 90.000. Á meðan þurfa þeir sem eiga fyrirtækin og taka mest af sínum tekjum í gegn um fjármagnstekjur að greiða mun minna af sínum tekjum. Ég tel að okkur liggi ekki á að lækka skatta á fyrirtæki. Bendi á að nú í dag þarf um 20.000 innflytjendur til að við ráðum við að manna þær stöður sem fyrirtækin þurfa. Eins þá finnst mér að við höfum nú gert nóg að mylja undir fyrirtækin. Nú er kominn tími til að snúa sér að manneskjum sem lifa hér á landi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2007 kl. 01:03

10 identicon

Er sem sagt ekki bæði hægt að "snúa sér að menneskjum sem lifa á landinu" og jafnframt halda í spútnik-fyrirtækin? Með því að "mylja undir fyrirtækin" hefur okkur tekist að halda í ótrúlegar skatttekjur.

Bankarnir þrír, Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing reiknuðu út að skatttekjur ríkisins af þeim og starfsmönnum þeirra jafngildir rekstrarkostnaði Háskóla Íslands. Ef þú ert sáttur við að selja HÍ og hætta alfarið að greiða með háskólanemum, þá máttu alveg tala fyrir því að henda þeim úr landi eða hætta að "mylja" undir þá, eins og þú orðar það.

Og fyrst þú getur tekið erlent lán á þessum kjörum, hvers vegna ertu þá að skammast yfir verðtryggingunni? Verður eitt yfir alla að ganga? Verða allir að vera eins?

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:37

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vegna þess að það á bara við um húsnæðislán. Heldur þú að bankarnir væru ekki löngu farnir ef að umhverfisð væri hagstæðarar annarsstaðar. Þeir hefðu löngu farið. Mér er sagt að þó að sumir bankar séu farnir að skila meiri tekjum erlendis frá þá séu en um 70% af hagnaði eða meir héðan og fóðraður af vaxtamun og verðtryggingu. Þ.e. að bankarnir taka óverðtryggð lán á einhverjum lágum vöxtum en lána þá síðan hér og hagnast um verðtrygginguna + vextina. Ég er ekki að að tala um að hækka vextir á bankana. En þoli ekki þegar bankar og fyrirtæki hóta okkur með að þau flytji þá bara í burt. Það er blöff.

Mér finnst líka ódýrt að telja skatta starfsmanna með í þessu dæmi.

Ég tel að áður en skattar verði frekar lækkaðir á bönkum frekar þá verði ýmsar lámarks aðstæður hjá einstaklingum að batna áður. Og eins að hagkerfið hér þarf kælingu og því ekki víst að við mundum ráða við frekari fjárfestinga og lánafyllerí sem bankarnir mundu væntanlega nýt skattalækkanir í. Sbr. fyrir 3 árum. Það er jú umtalsvert fjármagn sem þeir eiga erfitt með að koma í vinnu nú þegar. Og það er líklegt til að skapa svona gylliboð eins og 100% lán til námsmanna sem eru að útskrifast.

Hef svon ekki þessa hugmynd um bankanna eins og þú að þeir séu að græða til að það nýtist okkur á einhvern hátt. Held að þeir séu bara að þessu fyrir sig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband