Leita í fréttum mbl.is

Stóra lánalækkunin- Hvar er hún og hver verður hún

Átti hún ekki löngu að vera ljós? Hvað tefur orminn langa? Hér á eftir er tilvitnun í Björn Val sem sýnir fram á að þeir sem græða á henni eru þeir sem best standa og hafa hæstu tekjunar sem bankarnir því þeir fá greitt upp í fyrri aðgerðir sem þeir hafa fært lánþegum!

Stóra millifærslan er sambærilegt mál. Um er að ræða 80 milljarða sem greiða á úr ríkissjóði. Ólíkt láni Seðlabankans þá vitum við hvað verður um þá peninga. Það kemur fram í 8. og 11. grein laganna sem Alþingi samþykkti um málið. Þessar greinar eru í raun og veru kröfulisti í millifærsluna, nokkurs konar veðbókarvottorð sem verður að hreinsa upp við útgreiðslu á millifærslunni.
Samkvæmt þessum greinum er kröfuröðin þessi:
1. Greiða upp kröfur sem standa út af þegar fólk hefur misst húsin sín á nauðungarsölu.
2. Tímabundin greiðsluaðlögun endurgreidd.
3. Sértæk skuldaaðlögun greidd til baka.
4. 110% leiðin greidd til baka.
5. Nauðasamningar við lánastofnanir í gegnum umboðsmann skuldara.
6. Niðurfelling lána einstaklinga sem voru með tvær fasteignir greiddar til baka.
7. Sérstakar vaxtagreiðslur endurgreiddar.
8. Sérstakar vaxtabætur á lánsveð endurgreiddar.
9. Greiðslujöfnunarreikningur endurgreiddur að fullu.
10. Allar aðrar aðgerðir sem fólk hefur hugsanlega fengið en ekki eru taldar upp í lögunum samkvæmt lagafrumvarpi sem er til umræðu í þinginu núna.

Sem sagt: Fyrstu tíu veðkröfurnar eru frá fjármálafyrirtækjum, bönkum og lánastofnunum, þeim sem lánuðu fólki peninga til fasteignakaupa. Þessir aðilar fá allt sitt greitt upp í topp úr millifærslunni.
Á ellefta veðrétti er svo loksins komið að því sem kallað hefur verið „heimilin í landinu.“ Sem er langt því frá það sem talað var um fyrir kosningar.
Millifærslan er stærsta svikamylla sem sést hefur í samanlagðri þingsögu Íslands. Sjá hér

Held að það sé ljóst að þeir tekjulágu og hafa fengið eitthvað af ofantöldu eða lent í að selja eða misst íbúðir á nauðungarsölur fá nánast ekki neitt og þetta kostar okkur skattgreiðendur sennilega sama og einn Landspítali sem við færum þá þeim sem best standa! Nú eða sættum okkur við að borga áfram vexti á lánum ríkisssjóðs.Ætli að það hefði ekki verið hugsanlegt að lækka þær greiðslur um 5 milljarða á ári fyrir 80 milljarða niðurgreiðslu af þeim lánum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóra Lánaleiðréttingig, kemur 24.nóv. þá kemur svarið við síðustu spurningunni frá EFTA dóminum, síðan fer þetta fyrir Héraðsdóm, aðalmeðferð 8.des.Þnnig að það stittist í stóru lánaleiðréttinguna.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband