Leita í fréttum mbl.is

Krónikan að syngja sitt síðasta?

Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Krónikuna en hef heyrt vel af henni látið. Þykir hafa verið með góðar fréttaskýringar. En eins og við var að búast þá er markaðurinn ekki nógu stór hér virðist vera þannig að nú les maður um það að blaðið sé að lognast útaf. Markaðurinn ekki nægjanlega stór.

Í framhaldi af þessu hefur maður verið að velta fyrir sér hvort að það væri markaður fyrir svona fréttaskýringarvef. Þar sem að væru ítarlegri fréttaskýringar og pislar. Þetta væri áskriftarvefur þar sem menn þyrftu að kaupa sér aðgang að. Svona smá hugmynd fyrir framkvæmdaglaða.

EN aftur að Krónikunni. Las þetta á www.mannlif.is

Krónikan á endastöð

17 mar. 2007

Eigendur vikublaðsins Krónikunnar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson, voru í gærkvöld búin að semja við útgáfufélag DV um að félagið yfirtæki rekstur vikuritsins og því yrði í framhaldinu lokað. Þessi staða kom upp í framhaldi þess að þau áttu í byrjun seinustu viku frumkvæði að því að bjóða DV félag sitt. Áformað var að Valdimar yrði markaðsstjóri DV en Sigríður Dögg umsjónarmaður helgarútgáfu blaðsins. Þá átti Arna Schram, aðstoðarritstjóri Krónikunnar, að verða aðstoðarritstjóri Sigurjóns Magnúsar Egilssonar á DV. Skrifa átti undir samninga klukkan 17 í dag. Korteri fyrir áformaðan fund hættu eigendur Krónikunnnar við þar sem samningar við Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar, um 20 milljóna króna lán er háð því að Krónikan komi út að minnsta kosti út mars. Björgólfur mun hafa verið ófáanlegur til að víkja frá því ákvæði. Sala á Krónikunni hefur gengið illa og er hermt að tap á hverju eintaki þess nemi rúmum tveimur milljónum króna eða tæpum 10 milljónum á mánuði. Óvíst er hvernig framtíð vikuritsins verður háttað og hvort Morgunblaðið tekur það yfir ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband