Leita í fréttum mbl.is

Glitnir á annarri línu en Kaupþing?

Nú í vikunni sagði Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings að þessi viðskiptabankastarfsemi skilaði Kaupþingi sáralitlum hagnaði og manni skildist að þetta svaraði varla kostnaði að vera í þessu. En Glitnir er auðsjáanlega að færa þessa starfsemi í átt að Sparisjóðunum. Þetta segir mér að það sé nú ýmislegt upp úr þessari starfsemi að hafa.

Frétt af mbl.is

  Glitnir kynnir breytt útibú
Viðskipti | mbl.is | 18.3.2007 | 11:05
Höfuðstöðvar Glitnis Glitnir hefur endurskilgreint hlutverk útibúa bankans á Íslandi og verða breytingar gerðar á öllum útibúum, svo bankinn geti enn betur sinnt hlutverki sínu sem þjónustufyrirtæki. Útibúið á Kirkjusandi er það fyrsta sem gengur í gegnum þessar breytingar.
Lesa meira

mbl.is Glitnir kynnir breytt útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar finnst mér Glitnir ekki hafa mikinn áhuga á einstaklingnum.  Ég hef verið viðskiptavinur í þessum banka í 20 ár, með öll mín bankaviðskipti, aldrei skuldað þeim neitt fyrir utan eitt bílalán fyrir mörgum árum síðan.  Um daginn þurfti ég á láni að halda og vildi erlent lán.  Það er varla til boða hjá Glitni og á mun hærri vöxtum en t.d. hjá Frjálsa Fjárfestingarbankanum.  Þeir krefjast engra annarra viðskipta.  Spurning hvort maður snúi sér ekki að Sparisjóðunum ????

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er í viðskiptum við Sparisjóð og hef verið þar í áratugi. Mjög ánægður með þjónustunna þar. En þar gildir líka að fólki er ekkert auðveldað að fá erlend lán. Veit að flestir bankar eru tregir til þess. Svo mjög að nú er að verða til stétt sjálfstæðra ráðgjafa sem sjá um að útvega þessi lán fyrir viðskiptavini. Þessir ráðgjafar vita við hverja á að tala og þrýsta á að fá þessi lán. Bankar lítið hrifnir af því að lána fólki þessi lán af því að þeir hagnast lítið á því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2007 kl. 18:12

3 identicon

Athyglisvert Magnús ! Ef bankarnir hafa ekki áhuga á að lána fólki þessi lán á samkeppnishæfum vöxtum á meðan aðrir eru tilbúnir til þess þá skipta milljónatuga auglýsingar frá Glitni engu máli.  Hvað þá flottari útibú eða hvað það á þá að vera.  Ég skil vel að þeir séu ekki tilbúnir til að lána Pétri og Páli þessi lán, en við hljótum að ætlast til meira, áratuga viðskipti og allt staðið eins og stafur á bók af okkar hálfu.  Síðan er hægt að ganga inn í fyrirtæki sem maður hefur aldrei átt viðskipti við og fengið þar mun betri kjör !  ÓSKILJANLEGT !  Ég hélt að Sparisjóðirnir væru betri, en ég ætlaði mér að snúa mínum viðskiptum þangað.  Nógu vel var tekið á móti mér þegar ég ræddi við þá fyrir stuttu.  Ég vill þó geta treyst því að mín bankastofnun verði mín bankastofnun og ég fái ætíð bestu kjör hjá þeim.

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 22:14

4 identicon

Pældu í því Magnús !  Ég rak augun í það rétt áðan að það eru hvorki fleiri né færri en 4 auglýsingar frá bönkunum á forsíðu MBL.is

Kaupþing með auglýsingu til námsmanna, Landsbankinn með sparnað og 2 netbankar með ódýrari yfirdráttarvexti.  Það hlýtur að vera eftir einhverju að sækjast fyrir bankana að ná í okkar viðskipti ?  Að minnsta kosti minni kostnaður - það er enginn Galakvöldverður í boði handa okkur

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 22:37

5 identicon

Erlendu lánin eru í grunninn nákvæmlega eins hjá öllum fjármálafyrirtækjum.  Vextirnir eru 3ja mánaða LIBOR.  Það sem bætist hins vegar við er álag og er þið misjafnt á milli fyrirtækja en einnig ræður upphæð láns og lánahlutfall álaginu, t.d. hvort lánið sé 40% eða 80% af virði fasteignar.

Þegar þú talar um "miklu hærri vexti" er það myntkarfan sem ræður því, álagið hefur engin áhrif á það.  Vextir af láni sem er 50% JPY og 50% CHF eru t.d. mun lægri en af láni sem er 50% USD og 50% EUR.

Ég held að álagið sé nú á bilinu 2-2,4% en ég veit að það er hægt að prútta um það!  Álagið er a.m.k. svipað á milli aðila en það getur verið misjafnt hvernig myntkörfur menn vilja lána.  Og til að fá erlent lán held ég að þú þurfir aðallega að sýna fram á að þú skiljir hvernig erlenda lánið virki, að þú gerir þér grein fyrir áhættunni og að þú þolir sveiflu í afborgunum.  Ef krónan veikist t.d. um 10% hækkar afborgunin þín strax um 10% en í hefðbundnun lánum (ISK) dreifast verðbólguhækkanir yfir tímabilið sem eftir er af láninu.

Allavega, þá er kjarninn sá að það er ekki beinlínis vaxtamunur á milli lánsaðila heldur kemur munurinn fram á mismunandi myntkörfum.

gummi (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:24

6 identicon

Þetta er ekki rétt Gummi !  Myntkarfa sem samanstendur af 50% JPY og 50% CHF er með mismunandi álagi milli lánastofnana.  Þarna var mér boðið mun hagstæðara vaxtaálag hjá FF en hjá Glitni.  Lánsveð hið sama hjá bankastofnunum.

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:36

7 identicon

Ég held því auðvitað ekki fram að álagið sé eins en hver var munurinn?

gummi (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:45

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En skv. því sem mér er sagt þýðir mikið og snöggt fall á krónunni líka um leið aukna verðbólgu sem hækkar afborganir af verðtryggðu íslensku láni. Þó það dreifist þá hækkar höfuðstóllinn og fólk eignast í raun ekkert.  Vinnufélagar minir sem eru með erlend lán geyma ákveðna upphæð af láninu í erlendri mynnt til að mæta þessum gengissveiflum. Þ.e. þeir tóku aðeins hærra lán en þeir notuðu og ætla að nota það til að mæta sveiflum. Annar greiðir tvöfallt inn á höfðurstólinn og greiðir lánið hratt niður þó hann sé að greiða minna en af sambærilegu íslensku láni. Einn vinnufélagi minn þurfti að skipta yfir i SPRON vegna þess að Kaupþing eða Glitnir (man ekki hvort) vildi ekki lána honum í erlendum gjaldeyri. Þeir eru allir að borga um 3% vexti. Einn af þeim réð sér mann í að umbreyta Íslensku láni yfir í erlent. Maðurinn samdi við banka eftir mikla leit og samninga. Og þó hann tæki 200.000 fyrir þá var það aðeins hluti af afslætti á lántökugjöldum sem hann náði að semja um.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2007 kl. 23:49

9 identicon

Kannski hefði verið hægt að prútta en vaxtamunurinn var 0,75% - 1% milli FF og Glitnis.    Það er niðurlægjandi ef maður á að þurfa að "betla" til þess að fá betri kjör !

Ég er búinn að vera í viðskiptum þarna í 20 ár, ekki með yfirdrátt, engin lán og farsæla sögu.

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:50

10 identicon

Góður punktur Magnús !  Bankarnir eru búnir að halda íslensku þjóðinni í vaxtaböndum í áratugi og hafa engan áhuga á að koma þessum lánum til landans.  Ef þú átt hinsvegar farsælt fyrirtæki þá er barist um að veita þeim lán í hvaða formi sem er, auk annarrar fjármáláþjónustu og að sjálfsögðu Gala-dinner

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:56

11 identicon

Sæll Magnús, ég myndi þá giska á 50% JPY og CHF hjá þeim en þeir vita greinilega hvað þeir eru að gera og bara hið besta mál. Ég mæli allavega hiklaust með erlendu láni!

Bendi bara á að fyrsta svar bankanna er NEI, svo maldarðu í móinn og færð lán en ekki að velja þína eigin körfu. Þá tuðarðu aðeins meira og færð að velja myntir. Að endingu prúttarðu um álagið og færð það lækkað.  Ég veit um marga sem hafa gert þetta og tekist. Það er nefnilega samkeppni á milli bankanna - ekki samráð!

gummi (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:57

12 identicon

Sæll Gummi, ég giska á að þú sért starfsmaður bankastofnunar.  Rétt ?  Ef svo er, finnst þér þetta réttlætanleg aðferð að neita viðskiptavinum um þessi lán ?  á hvaða forsendum ?  Útfrá viðskiptalegu sjónarmiði finnst mér þessi viðskiptaaðferð bankanna ekki hljóma sannfærandi.

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:04

13 identicon

Sæll Leifur, þetta er meiri munur en ég hélt en ég er alveg sammála þér að það er óþolandi að menn þurfi að prútta um þetta. Sérstaklega þeir sem eru í viðskiptum við bankann.

Til að verja bankana þá held ég að hluti af þessu sé vegna þeirra hörðu gagnrýni sem var á bankana í síðasta ári og t.d. því að Davíð Oddsson kallaði alla forstjórana á fund til sín og bað þá að draga úr útlánum.

 Ég læt þetta gott heita, takk fyrir skemmtilega umræðu

gummi (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:04

14 identicon

Nei, almennt á að veita þessi lán

gummi (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:06

15 identicon

Til að ljúka þessu endanlega þá ætti neitun á erlendum lánum að vera vegna áhættustigsins. Erlenda lánið mitt kemur inn í útreikninga sem skuldir þjóðarbúsins erlendis og auknir skuldir geta leitt til lægra lánshæfismats eins og dæmin sanna! Þetta er bara eitt dæmi en svo eru önnur um stríð, kjarnorkuslys o.s.fr. sem sýna fram á áhættuna á erlenda lántöku almennt (þá er ekki bara að tala um Ísland heldur getur verið á milli hvaða mynta sem er).

Út frá áhættusjónarmiðum ættum við því að fara farlega í þetta og fræðilega er "best" (áhættuminnst) að skulda í sömu mynt og tekjur þínar eru í.

En ég er sammála því að bankarnir eru alltof stífir og þverir í þessum málum.

Og nú er ég hættur - ég lofa ;-)

gummi (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:25

16 identicon

Takk fyrir fróðlega punkta og skemmtilega umræðu Magnús og Gummi.  Góða nótt !

Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:28

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk félagar fróðlegir punktar

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband