Leita í fréttum mbl.is

Lofgjörð til frjálshyggjunar- Mér var flökurt við lesturinn.

Var að lesa Fréttablaðið og rakst þar á grein eftir Ragnar Halldórsson Kvikmyndagerðarmann. Ég verð bara að segja að mér varð bumbult við lesturinn.

Greinin heitir: Ávextir frelsinsins gætu hætt að vaxa

Þar segir Ragnar m.a.

Vinstri veruleiki er yndislegur fyrir þá sem elska að vinna fyrir ríkið og hafa aðra undir hæl sínum – paradís embættismanna ríkisins sem stjórna lífi fólksins í landinu eins og þeim sýnist. Mergð slíkra einstaklinga fyllir alla pósta í vinstrisinnuðum löndum. Í mjög vinstrisinnuðum löndum verður til grimm elíta örfárra sem hannar líf milljóna einstaklinga sem allir hafa ólíka hæfileika og þrár og bannar þeim ekki aðeins að yfirgefa eigið land heldur næstumþví að anda.

Ég spyr er maðurinn ekki í lagi. Við hvað er maðurinn að miða. Og gerir hann sér grein fyrir því að mjög hægrisinnuðum löndum eru fasiskar stjórnir þar sem að stjórnvöld og fyrirtæki kúga fólk til að vinna á fyrir skít og ekkert og greiða alla þjónustu í botn.

Síðar í greininni lýsir Ragnar yfrir ást sinni á Sjálfstæðisflokknum og segir m.a.

Frelsiselskandi fólk hefur endurnýjað Sjálfstæðisflokkinn í anda frelsis og lýðræðis. Bætt hann. Í anda þess að ekkert kerfi gert af manneskjunni verður fullkomnara en hún sjálf. Frelsishyggjan er mannúðarhyggja því hún byggir á þeirri hugmynd að manneskjan sjálf sé upphaf og endir alls. Að stærsta undur heimsins sé hún. Hún hafnar því að hægt sé að afgreiða manneskjuna í eitt skipti fyrir öll eins og vinstri pólitíkusar boða - því hæfileikar hennar og snilli geti sífellt komið með nýjar og óvæntar víddir í tilveruna.

Hann gleymir því að frjálshyggjan gerir líka ráðfyrir að þú fáir þá þjónustu sem þú ert borgunarmaður fyrir. Það er t.d. ekki anda frjálshyggju að ríkið sjálft sé að styrkja kvikmyndagerð. Og ef þú ert veikur þá sé eins gott að þú getir borgað fyrir lyf og sjúkrahús. Hann gleymir að skoða Ísland þar sem að eignamenn eru að verða þeir sem ráða hér öllu.

Hann endar greinina svona:

Sjálfstæðisflokkur dagsins í dag er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem berst fyrir frelsi, skilur hve brothætt það er og fattar skyldleika frelsis og hófsemdar – frelsis og sjálfsaga – frelsis og virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum. Sjálfstæðisflokkur dagsins í dag er eini íslenzki flokkurinn sem ver frelsi, réttindi og reisn okkar einstaklinganna með oddi og egg.

Varúð: Vinstra ofsóknarþjóðfélag gæti orðið að veruleika á Íslandi. Þá er aðeins eitt sem gerist: Ófrelsi kemst í tízku í stað frelsis. Skattar hækka. Ofsóknir og innrásir í fyrirtæki og jafnvel heimili til að þvinga fram þröngsýnan pólitízkan rétttrúnað verða daglegt brauð, einokun ríkisins á öllu undir stjórn herja embættismanna, ófrjáls opnunartími verzlana og bjórbann. Ávextir frelsisins munu hætta að vaxa.

Ég verða að segja að mér varð flökurt. Það er eins og maðurinn hafi lokast inn í herbergi fyrir 50 árum og sé að halda því fram að heimurinn sé eins og hann var þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Það má rifja það upp að helstu postular frjálshyggjunnar hérlendis Hannes Hólmsteinn og Ragnar Árnason hafa verið á opinberu framfæri allt sitt líf.

Sigurður Ásbjörnsson, 19.3.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband