Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli og skrif eru að bera árangur!

Nokkuð ljóst að ýmislegt hefur breyst frá því að þessi ríkisstjórn kom fram fyrst eftir að hún var mynduð með yfirlýsingar um takmarkalausan niðurskurð í ölllum ríkisrekstri og það yrði engum hlíft!

Svona ber enn á þessu en bæði nú við fjálagagerð og í eins í fyrra þá kemur í ljós mikil andstaða við t.d. niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og í bæði skiptin þá koma stjórnaliðar og byrja á að engu verið breytt og bla bla. En síðan líða einhverjar vikur og fólk sér að áætlanir fjármálaráðuneytis standast ekki skoðun og milljörðum er bætt við!

Eins er þetta með vaskinn! Allir stjórnarliðar búnir að halda ræður um að þetta sé allt til hagsbóta fyrir neytendur. En nú sitja þeir við að finna nýjar mótvægisaðgerðir hér og þar og enginn talar um að einföldun á kerfinu sem var jú ástæða fyrir matarskattshækkuninni er að kalla á fullt af mótvægisaðgerðum sem ég held nú að flæki málinn enn frekar en að hafa ástandið óbreytt.

En ljóst er að þar sem að meirihlutinn þráir að vera elskaður eins og öll skrif þeirra nú og ræður um að allir eigi að vera glaðir með lánalækkanirnar sýna, gefa okkur sem erum hrædd við að í burðarliðnum sé sama ástand og var fyrir hrun kost á að hafa áhrif með því að hafa hátt um þau atriði sem við erum ósátt með.

Við sjáum að þeim sárnar ef að þeim er andmælt og ef gert er nóg af því þá lippast þeir niður og breyta málum.

En þar sem ekki er hægt að treysta þeim fyrir horn þá verður fólk að halda vöku sinni.

Það eru hugsanlega að skapast hér möguleikar á að ríkið fari að innheimta útgönguskatt og ef það gengur gætu komið inn í hagkerfið milljóna tugir eða hundruð. Og það þarf að passa að þetta verði þá nýtt í góða hluti eins og að greiða niður skuldir ríkisins og í spýtala. Ekki til að lækka skatta frekar á auðmenn og fyrirtæki.Við viljum jafnan vöxt hér ekki einhver stökk sem við ráðum ekki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband