Leita í fréttum mbl.is

Smá hugleiðing varðandi útgönguskatt á slitabúin

Svona ef ég man rétt þá eru um 2500 milljarðar í búum gömlu bankana og þar af um 94% í eigu erlendra kröfuhafa! Og um 2000 milljarðar af þessu í erlendum eignum og kröfum!

Þetta sýnist mér að sé um það bil sama og lifeyrissjóðirnir eiga!

Segjum svo að kröfuhafar kjósi í stað þess að greiða 35% útgönguskatt að fá þetta greitt út í krónum. Og ákveði síðan að fjárfest þeim þeim hér enda ágætir vextir hér á landi og hagvöxtur.  Þá sýnist mér að þeir gætu svona um það bil einir eða í samstarfi við Íslenska fjárfesta keypt upp nokkurnveginn allt hér á landi og sett hagkerfið á hliðina með svona risa innspýtingu í hagkerfið. Um leið þá færi verðbólgan hér á flug og öll innlend lán myndu hækka. Síðan gætu þeir beðið rólegir eða selt eignarhald í þessu á markaði erlendis og við hefðum lítið um það að segja!  Og um leið þá halda þeir okkur í höftum um ókomna tíð!

Bara svona vangavelta!


mbl.is Fullkomlega óraunhæf skattlagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og afhverju ætti ríkið að leyfa þrotabúum að kaupa krónur að vild?

Kalli (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 00:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er svo vitlaus umræða sem framsjallar standa fyrir að 1/20 væri miklu meira en nóg.

Umræðan sem framsjallar standa fyrir er bullumræða.

Tilgangurinn er að reyna að fela staðreyndir máls.

Hverjar eru staðreyndirnar?  Jú, nefnilega að erlendis eru sjallar og framsóknarmenn álitnir lygalaupar, þjófar og bófaflokkur.

Svo eru menn hissa á því að engin erlend fjárfesting er hér og allt niðurneglt í framsjalla-höftum og helsi.

Þssir menn eru svo gott sem búnir að eyðleggja þetta land.  Allt sundurholað eftir sjalla og rótnagað af framsóknarmönnum.

Tilgangur framsjalla með þessari bullumræðu er að fá betra rými til að seilast í vasa hinna verst stöddu hér í samfélagi og moka undir eigin rass og til hinna al-best stöddu.

Þessir menn eru alltaf sí-ljúgandi og stelandi.

Það er nú bara þannig orðið ástandið að ef sjalli segir eitthvað, þá er fyrsta spurningin:  Er hann að ljúga núna?  Svarið virðist yfirleitt vera já.

Nú, sí-ljúgandi marghöfða framsóknarþursinn er nú alræmdur og þarf að lýsa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2014 kl. 01:04

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Nú, sí-ljúgandi marghöfða framsóknarþursinn er nú alræmdur og þarf ekki að lýsa."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2014 kl. 01:06

4 identicon

Verðmiðinn á útgöngu skatti er í raun raunverð gjaldeyris . Hagnaður verður enginn nema í huga tess heimska og tess ofurheimska sem trúir 

rétt athugað hjá ter við höfum kannski kylfuna en teir kjarnorkusprengjuna 

Sigthor (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 06:37

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Þetta er auðvitað ágætis pæling Magnús en vandamálið við hana er kannski helst það að hún gerir ráð fyrir að íslenska ríkið og SÍ sitji hjá aðgerðalaus og segi bara „úps“. Það verður að teljast ólíklegt. En við skulum halda áfram að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

Segjum sem svo að SÍ væri kominn með allann þennan gjaldeyri í hendur og kröfuhafar vildu fá krónur fyrir hann.  Þá mætti hugsa sér að SÍ yrði við því, við tækjum verðtrygginguna úr sambandi og hleyptum verðbólguskotinu í gegn. Samhliða myndi SÍ gera upp 300 milljarða skuld sína við ríkið með erlendum gjaldeyri sem myndi nota það fé til þess að gera upp erlendar skuldir OR og Landsvirkjunnar.  Restina af gjaldeyrinum myndi svo SÍ lána ríkinu á 0% vöxtum sem myndi svo endurlána það sveitarfélögum þannig að þau gætu gert upp allar sínar erlendu skuldir (en borga ríkinu tilbaka í krónum) og ríkið myndi svo kaupa fyrir restina erlend ríkisskuldabréf. Þannig myndum við setja gjaldeyrisvarasjóðinn niður í núll. Eða að lífeyrissjóðir okkar veldu að fara út með alla lífeyrissjóðina á 35% útgönguskatti til þess að verja sig fyrir verðbólguskotinu eða þeirri hótun að ríkið myndi setja ÍBLS í þrot.  Það myndi fría fjárfestingarými innan hagkerfisins fyrir kröfuhafana án þess að íslenskir aðilar hefðu tapað neinu fé (það hefði bara færst frá lífeyrissjóðum yfir til ríkisins vegna útgönguskattsins).

Þá hefðu kröfuhafar farið úr þeirri stöðu að hafa 2000 milljarða af erlendum eignum og 1000 milljarða af íslenskum eignum í augsýn yfir í þá stöðu að eiga 3000 milljarða af íslenskum eignum sem væru hugsanlega á leiðinni í gegnum 50% verðbólguskot og engjan gjaldeyri að sjá nokkur staðar. Sjáðu til Magnús, vandamálið við að nota kjarnorkuvopn er að maður getur skapað sjálfum sér kjarnorkuvetur.

En ef við komum okkur núna aftur yfir í raunheim, þá er það alveg ljóst að báðir aðilar þ.e.a.s. íslenska ríkið/SÍ annars vegar og kröfuhafar hins vegar munu bregðast við aðgerðum mótaðilans og hugsanlega með dramatískum hætti. Vandmálið er nefninlega stórt og getur kallað á óvenjulegar lausnir.  En eitt er ljóst. Á meðan SÍ heldur úti 500 milljarða skuldsettum gjaldeyrisvaraforða þá munu kröfuhafar ganga um götur Reykjavíkur með vatn í munnvikunum í von um að íslenska ríkið sé nógu vitlaust til þess að skuldsetja sig í erlendri mynt til þess að koma þeim úr landi.

Benedikt Helgason, 19.11.2014 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband