Leita í fréttum mbl.is

Aðeins um minnkandi atvinnuleysi - er það vitleysa?

Var að kíkja á hagsstofa.is og skoða tölur yfir starfandi fólk í september síðast liðinn. Þáð kom mér virkilega á óvart að sjá að starfandi þá voru um 3500 færri en á sama tíma í fyrra! Þannig að starfandi á Íslandi nú hefur fækkað um 3500 þó að atvinnuleysi hafi minnkað eitthvað. Þannig að annað hvort hefur fólk flutt eða hætt að leyta út á vinnumarkaðinn. Þannig að störfum hefur fækkað í tíð Sigmundar og co.

Hér má sjá þetta eftir árum

 

2003163200
2004156300
2005161900
2006171900
2007180700
2008184100
2009176800
2010179900
2011174600
2012180300
2013186700
2014183200

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hmm.  merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2014 kl. 17:28

2 identicon

 

 

 

 

 

 

Alls

 

 

 

Atvinnulausir

 

September

2006

5000

 

 

2007

3000

 

 

2008

4800

 

 

2009

12300

 

 

2010

13800

 

 

2011

10400

 

 

2012

8900

 

 

2013

9700

 

 

2014

7500

 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 20:40

3 identicon

Hitler lagfærði atvinnuleysið með því að setja í lög að ekki var hægt að skrá atvinnulausa gyðinga, konur og aðra hópa sem ekki voru innfæddir karlkyns aríar. Og notaði svo gullforða Þýskalands til að ráða hina í vegavinnu. Efnahagsundur sem kom af stað stríði þegar stefndi í gjaldþrot.

Við settum í lög að aðeins var hægt að skrá sig atvinnulausan í 3 ár, og ég held að sá tími hafi verið styttur fyrir nokkrum vikum. Eðlileg fjölgun á vinnumarkaði er um 2500 manns á ári. Hér minnkar atvinnuleysi á sama tíma og störfum fækkar og höndum fjölgar. Efnahagsundur sem væri ekki mögulegt án Icelandair og Eimskip.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 23:39

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þessar tölur hafa verið að þróast svona allt þetta ár. Ríkisstjórnin hrósaði sér af minnkun atvinnuleysis í vor, en þá höfðu störfum einmitt fækkað einnig.

Athugið að þessar tölur hjá Hagstofunni eru byggðar á n.k. skoðanakönnunum, og nota t.d. ekki tölur um þá sem þiggja atvinnuleysisbætur. Atvinnulausir hjá Hagstofunni eru þeir sem eru á vinnnualdri og eru að leita sér að vinnu.

Tölur fyrir september 2012, 2013 og 2014 sýna þróunina:

       Mannfj.   Vinnuafl  Utan vm  Atv.l   Starfandi
2012   223.700   180.300   43.300   8.900   171.500
2013   228.200   186.700   41.500   9.700   177.000
2014   231.400   183.200   48.300   7.500   175.000

Skv. fyrsta dálki fjölgar einstaklingum á starfsaldri um 7.700 á tveimur árum, en vinnuafl (þ.e. vinnandi og atvinnulausum) fjölgar aðeins um 2.900. Þeim sem standa utan vinnumarkaðar fjölgar um 4.900.

Þróunin milli 2012 og 2013 er "eðlileg", þar fjölgar störfum um 5.500 (vel umfram mannfjöldaþróun það ár) og fleiri eru að leita sér að vinnu (sem stækkar hóp atvinnulausra).

Milli 2013 0g 2014 fækkar hins vegar störfum um 2000 og einnig verður fækkun meðal þeirra sem eru að leita sér að vinnu.

Það athyglisverðasta er auðvitað hin verulega mikla fjölgun þeirra sem standa utan vinnumarkaðar, um 6700 frá 2013 til 2014. 

Atvinnuþátttaka var 81.8% í september 2013, en 79.2% 2014.

Minnkandi atvinnuþátttaka er merki um vonda efnahagsstöðu. Gaman væri nú ef einhver fjölmiðillinn tæki að sér að rýna betur í þessar tölur!

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.11.2014 kl. 07:05

5 identicon

Göngum í ESB það bjargar öllu... er það ekki Ómar Bjarki

Wilfred (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband