Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli og aðhald að skila árangri?

Ef þetta er rétt hjá Sigmundi Davíð:

Þannig munu heil­brigðis- og mennta­stofn­an­ir fá auk­in fram­lög en einnig aðrar grunnstoðir eins og Land­helg­is­gæsl­an og mik­il­væg verk­efni á borð við lýðheilsu­átak og byggðamál,“ sagði Sig­mund­ur.

þá er eitthvað mikið breytt frá því í september þegar þeir lögðu fram frumvarpið til fjárlaga fyrir 2015.

Ef að þessar aðgerðir eru raunveruleg aukning til mennta- og heilbrigðismála og fleira þá undrast ég hvaðan fjármunir streyma til ríkisins. Því skv. því sem ég hef kynnt mér hefur ekki fjölgað á vinnumarkaði og í raun fækkað úr um 177 þúsund manns 2013 niður í 175 þúsund. Það var samið um 2,8% launahækkun sem skilar því ekki hárri aukningu á tekjuskatti. Á þessu ári er tekið einskiptis arður með að breyta skuldabréfum við Seðlabanka og svo arður á bönkunum sem nú stendur til að selja að hluta til. Engin ný stóriðja er komin í gang. Hvaðan eru þessir peningar allir að koma?

En það getur verið að það hafi fundist peningar á móti lækkun á veiðigjöldum, auðlegðarskatti og fleira. Eins getur verið að menn sjái núna peninga í vændum við útgreiðslur úr þrotabúum. Hvernig sem það er þá haf ég á tilfinningunni að eitthvað sé í pípunum sem þessi boðskapur á að sætta fólk við. Dettur í hug að það sé fiskveiðifrumvarpið og eitthvað meira. Það rímar líka við að Sigmundur Davíð boðaði að fólk ætti að vera jákvætt við stjórnvöld og ekki vera að horfa í hluti eins og lekamálið. Og því verður fólk að vera vakandi fyrir að það verði ekki gert hér aftur að einkavinavæða banka og jafnvel heilbrigðiskerfið af því að hér verði tímabundin vöxtur.


mbl.is Mestu fjárframlög til LSH frá 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband