Leita í fréttum mbl.is

"Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann"

Var að lesa þetta á www.mannlif.is . Ég verð bara að segja að tilstandið í kring um Ensku knattspyrnunna síðustu ár ætlar að halda áfram. Nú á að stofna sér stöð um hana.

Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann

20 mar. 2007

 

Samkvæmt heimildum Mannlífs munu 365 stofna innan tíðar sérstaka sjónvarpsstöð utan um enska boltann. Sömu heimildir herma að undanfarin misseri hafi söludeild 365, “Mamma”  selt þúsundir áskrifta að Sýn með þeim formerkjum að enski boltinn verði á stöðinni. Mælt var sérstaklega með því aðáskrifendur færu í svokallað M-12 sem er langtíma bindisamningur. Mannlíf hefur fengið staðfestingu frá nokkrum aðilum að þeim hafi verið boðin slík áskrift að nýju stöðinni í úthringingum undafarin misseri.

  Sjónvarpsauglýsingar Sýnar hafa ekki farið framhjá neinum íþróttaáhugamanni þar sem enski boltinn er rúsínan í pylsuendanum á glæsilegri dagskrá ársins 2007. Þessu til stuðnings hefur starfsfólk Símans hringt út til áskrifenda Skjás sports og tilkynnt þeim að enski boltinn væri að hætta og myndi flytjast yfir til Sýnar. Hringt var í þjónustver 365 og þar fékkst staðfest að enski boltinn yrði að öllum líkindum ekki á Sýn. Gera má ráð fyrir að fjölmargir nýjir áskrifendur Sýnar muni telja sig illilega svikna með þessum gjörningi. Þegar ljóst var að Enski boltinn færi yfir til 365 komu strax fram miklar efasemdir og áhyggjur frá ánægðum áskrifendum Skjás Sports um að fjölmiðlarisinn í Skaptahlíðinni myndi leita allra leiða til að mata krókinn á þessu vinsæla sjónvarpsefni. Sá ótti virðist á rökum reistur í það minnsta hvað varðar áskriftasölu á “besta sætinu” á Sýn ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

And it begins............

Er ekki betra að bíða aðeins eftir útlistun á því hvernig þessu verður háttað áður en þú byrjar með blammeringar um eitthvað sem þú veist ekkert hvernig verður?

Grátur í líkingu við þennan sér maður í hvert skipti sem eitthvað er hreyft við þessu afar viðkvæma sjónvarpsefni... fyrst þegar það fór af Rúv, síðan þegar það fór til Skjásins, aftur þegar Sýn fékk það til baka og svo fáum við væntanlega annað eins núna..

Eftir situr að það hefur verið regla frekar en hitt að við hver svona skipti hafa áhorfendur staðið uppi með mun betri þjónustu en áður

Mæli með að þú farir aftur uppí rúm og skellir þér svo frammúr aftur, réttu megin

Jón Oddur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var ekki að segja neitt sjálfur heldur vitna í texta sem ég fann á www.mannlif.is . En samt finnst mér þetta bölvað vesen að ef fólk ætlar að fylgjast með fótboltanum þá þurfi stöðugt að vera skipta um áskriftir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.3.2007 kl. 15:38

3 identicon

já þetta er fáránlegt að fara svona á bak við fólk....eru búnir að auglýsa þetta vilt og galið að enski boltinn verði á sýn og svo ættla þeir að svíkja þetta...

Árni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband