Leita í fréttum mbl.is

Gaman að vita hvar á að finna allt þetta fólk til að flytja til Reykjavíkur

Þetta er merkilegar áætlanir hjá Reykvíkingum. Nú síðast í gær kom í ljós að um 1900 íbúðir og hús eru í byggingu í Reykjanesbæ. Í Kópavogi eru hundruð bygginga í smíðum. Í Hafnarfirði standa víst tilbúnar íbúðir sem seljast hægt. Því finnst mér þetta hæpnar áætlanir. Eins þá er ekkert talað um það að fyrstu árin á meðan land er brotið undir byggingar þá eykst kostnaður bæjarfélagsins. Eins þá finnst mér það ekki vitrænt hjá Reykjavík að ætla að fjölga hratt íbúum á þeim svæðum eins og Úlfarsfelli og Geldinganesi áður en Sundabraut er tilbúin.

Þá held ég að fjölgun verði nú ekki hröð ef þetta eru aðallega sérbýli sem á að byggja.

Frétt af mbl.is

  Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Innlent | mbl.is | 20.3.2007 | 15:18
Auka á tekjur Reykjavíkurborgar meðal annars með því að fjölga íbúum en slík fjölgun er borginni nauðsynleg að mati borgarstjórnar. Laða á landsmenn og fyrirtæki að Reykjavík með lóðaframboði, auknum lífsgæðum og virkri fjölskyldustefnu. Má þar nefna uppbyggingu á deildum fyrir yngri börn í leikskólum borgarinnar og svokölluð frístundakort, en með þeim greiðir borgin hluta af æfinga- og þátttökugjaldi barna og unglinga í íþróttum og tómstundum.


mbl.is Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það eru 7500 Vestfirðingar í startholunum tilbúnir að flytja í borg Ingólfs. Það þarf bara að greiða fyrir okkur fargjaldið aðra leiðina...

Níels A. Ársælsson., 20.3.2007 kl. 23:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gæti samt verið erfitt fyrir þá sem eiga íbúðir að ætla að selja þarna og kaupa í Reykjavík 3x dýrari íbúðir

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.3.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband