Leita í fréttum mbl.is

Það væri gaman að kynna sér hver var að ljúga að okkur þegar Síminn var seldur.

Ég man það þegar sala á símanum stóð yfir. Þá var fullyrt á alþingi af Samgönguráðherra og fleirum að grunnnetið væri ekki hægt að skilgreina og halda frá við sölunna. Maður gæti farið í þingræður og séð hvað ráðherra sagði og þá er náttúrulega staðfest að hann var að ljúga að okkur.

Egill Helgason segir um þetta mál:

Vísir, 21. mar. 2007 12:16

 

Míla heitir fyrirtæki sem hefur verið stofnað um rekstur grunnets Símans. Hefði kannski verið nær að láta það heita Kílómeter - mílur eru okkur Íslendingum framandi. Þetta er hið sama grunnet og ómögulegt var að skilja frá Símanum þegar hann var seldur. Maður skyldi varast að trúa öllu sem sagt er í pólitíkinni.

Aðskilnaðurinn er náttúrlega klassísk viðskiptabrella til að láta afkomutölur Símans - dýrasta símafyrirtækis í heimi - líta betur út. Kaupendur fyrirtækisins töldu sig hafa vilyrði fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur keypti grunnnetið - en sú von gufaði upp þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Orkuveitunni. Því sitja þeir uppi með þessa starfsemi sem fylgja kvaðir um að halda uppi fjarskiptaþjónustu um allt land. En einokunin er sú sama og áður - við höfum fundið fyrir því hér á Stöð 2 að taxtarnir eru núorðið svo háir svo háir að við getum varla látið okkur dreyma um að hafa mann í mynd frá Akureyri.

Frétt af mbl.is

  Fyrirtækið Míla stofnað um fjarskiptanet Símans
Viðskipti | mbl.is | 20.3.2007 | 15:51
Starfsfólk Mílu sýndi nýtt merki félagsins Míla er nafn nýs fyrirtækis sem stofnað hefur verið um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Míla hefur formlega rekstur hinn 1. apríl næstkomandi en stofnun fyrirtækisins var samþykkt á aðalfundi Símans sem haldinn var í lok síðustu viku.


mbl.is Fyrirtækið Míla stofnað um fjarskiptanet Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband