Leita í fréttum mbl.is

Afleikir Margrétar Sverrisdóttur

Var að lesa bloggið hans Össurar Skarphéðinssonar en þar er hann að fjalla um væntanlegt framboð Margrétar Sverris með Ómari og fleirum.

Össur telur það hafa verið mikinn afleik hjá Margréti þegar hún gekk úr flokknum eftir kosningar á landsþingi Frjálslyndra. Hann telur að hún hafi þar með kastað frá sér miklum möguleikum. Össur segir m.a.

Margrét Sverrisdóttir urðu á mikil pólitísk mistök þegar hún kaus að túlka sjálfa sig sem "lúser" eftir að hafa fengið mjög virðingarverða kosningu í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Þó Margrét hafi tapað naumlega, stóð hún með hinn móralska pálma í höndunum. Hún átti víst sæti á Alþingi eftir kosningar í vor.

Úr þeirri stöðu eru miklar líkur á að Margrét hefði orðið ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Á Alþingi hefðu hún síðan átt tveggja ágætra kosta völ. Innan Frjálslynda flokksins hefði hún líklega getað ráðið ríkisstjórnum, og stigið annaðhvort upp í vagn frjálslyndrar velferðarstjórnar með Samfylkingunni og VG eða bjargað fallinni ríkisstjórn Framsóknar og íhalds með því að koma með atkvæðin sem vantaði. Varðandi seinni kostinn má ekki gleyma, að Margrét hefur alltaf skilgreint sig sem stjórnmálamann til hægri, og stefna hennar í innflytjendamálum sem birtist í framboðsyfirlýsingu hennar staðfesti það með sorglegum hætti.

Síðar talar Össur um að Guðjón Arnar hafi gefið það í skyn að hann ætli ekki að sitja sem formaður allt næsta kjörtímabil og þá hefði verið lag fyrir Margréti að verða formaður þar sem hún hefði unnið Magnús Þór í það embætti næsta auðveldlega.

Össur heldur áfram og segir í greininni

Þessu kastaði Margrét frá sér andstætt ráðgjöf reynslubolta einsog Sverris Hermannssonar. Sú fljótfærni setur alvarlegt spurningamerki við dómgreind Margrétar - einsog afstaða hennar í innflytjendamálum hafði áður gert. Andspænis glampandi leiftri sjónvarpsvélanna taldi Margrét sér trú um að hún hefði að baki sér fjöldahreyfingu. Þegar sjónvarpsvélarnar voru farnar, og fjölmiðlabylnum slotaði kom í ljós að fjöldahreyfingin var lítið annað en það sem Jón Baldvin kallaði á Útvarpi Sögu pólitískan saumaklúbb.

Í dag er Margrét Sverrisdóttir því kona í pólitískri hafsnauð. Hún er í brýnni þörf fyrir pólitískan björgunarbát og virðist hafa valið Íslandsflokk Ómars Ragnarssonar til að bjarga sér af skerinu sem fley hennar marar nú á.

Loks er hér brot úr lok bloggsins hjá Össuri

Í dag er Margréta skipreika í pólitísku tilliti. Eina von hennar er að reka Ómar Ragnarsson nauðugan viljugan til að búa til úr hreyfingunni kringum sig einskonar pólitískan björgunarbát saumaklúbbsins sem Jón Baldvin kallaði svo. Til hvers ætti Ómar að gera það? Hann nýtur sterkrar stöðu sem spámaður umhverfisvendarhreyfingar, og getur nýtt hana til að hafa áhrif á alla flokka. Hann er að ná geysilegum árangri gegnum Framtíðarlandi, sem hefur á örfáum dögum fengið næstum alla stjórnmálamenn frá miðjunni og til vinstri til að gera bindandi samninga um framtíð náttúruverndar - taki þeir við stjórnartaumum.

Til hvers ætti Ómar Ragnarsson að gengisfella sjálfan sig með því að stíga niður á svið hrárra stjórnmála, þar sem hann þarf að hafa skoðanir á öllu, og mun lítinn tíma fá til að nýta áhrif sín á aðra flokka - og þau munu að sjálfsögðu hverfa einsog dögg fyrir sólu þegar hann er orðinn keppinautur þeirra. Það væri einfaldlega óráð hjá Ómari að fórna sér til að verða björgunarbátur fyrir skipreika klofning úr Frjálslynda flokknum, og missa þannig áhrif sín á umhverfisvængi allra hinna flokkanna.

Er það réttlætanlegt til að bjarga Margréti Sverrisdóttur úr ógöngum sem hún kom sér sjálf í?

Er reyndar búin að taka stærri brot úr blogginu hans Össurar en ég ætlaði en hér má sjá bloggið hans


mbl.is Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að Margrét eigi eftir að skýra það fyrir þjóðinni hvernig það gengur upp að fordæma fyrrum flokksfélaga sína fyrir ofsóknir á hendur innflytjendum.og kalla þá rasista. Margrét er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur birt opinberlega niðurlægjandi ummæli um mann sem kvæntur er pólskri konu. Það gerði hún á bloggsíðu sinni í aðdraganda jólahátíðarinnar (henni þotti það svona bara smekklegast). Maðurinn var flokksformaður hennar, Guðjón Arnar, og þetta var klúðurslega samið ljóð sem hún bauð lesendum að raula um jólin. Þarna benti hún lesendum á hvenig Guðjón hefði niðurlægt sig með því að kvænast konu af pólsku þjóðerni og þurfa að eyða jólunum með henni. 

Komast pólitíkusar lengra í pólitískum vesaldómi? Svari hver fyrir sig.  

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Magnús Helgi

Takk fyrir þessar tilvitnanir úr skrifum Össurar.  Ég vissi ekki af þeim.  Ég var í miðstjórn xF s.l. 2 ár og gekk út úr flokknum á sama tíma og Margrét.  Skrif Össurar eru hans einhliða mat á stöðunni og ákvörðunum Margrétar.  Hann hefur greinilega ekki þekkingu á því sem gekk á í xF eða kýs að horfa á málin einungis frá einni hlið.  Ákvörðun Margrétar um að hætta í xF var fullkomlega eðlileg miðað við það sem gekk á og hinn mikli fjöldi þeirra sem voru virkir í starfi xF og hættu á sama tíma rennir stoðum undir ákvörðun Margrétar.    Það sem Margrét er að gera í dag lýsir miklu hugrekki og baráttu.  Margrét er sigurvegari.

Svanur Sigurbjörnsson, 22.3.2007 kl. 11:03

3 identicon

Svanur
Haltu áfram að dreyma dagdrauma.

Arnar (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband