Leita í fréttum mbl.is

Ósköp var þetta nú ódýrt

Það vissu jú allir hvar áherslur þessa framboðs yrði í umhverfismálum. Þeim hefur Ómar komið vel til skila og margir sammála honum. En þegar að þau fóru út í önnur mál þá voru þau ósköp klisjukend:

auka yrði frelsi til samkeppni í landbúnaði, afnema miðstýrða mjólkurframleiðslu og veita smábátum aðgang að miðum til krókaveiða. Þá verði áhersla lögð á nýsköpun og að efla skapandi atvinnulíf í stefnuskrá flokksins. Margrét sagði að þó flokkurinn legði aðaláherslu á umhverfismál á fundinum í dag myndi hann leggja fram innan skamms fullmótaða stefnuskrá þar sem skýr stefna væri í öllum málaflokkum.

Þá sögðu þau í viðtali að þau væru fylgjandi einkarekstri í heilbrigðismálum. Og þegar að fréttamaður spurði þau hvort að þau óttuðust ekki að þá yrði til kerfi þar sem að þeir ríku keyptu sér forgang þá datt óheppileg setning út úr Ómari þegar hann var skýra að þetta væri engin hætta. Hann sagði eitthvað á þá leið að við gætum horft til tannlækna til að sjá dæmi um hvernig þetta gæti virkað. Óskapleg var þetta óheppilegt hjá honum nokkrum dögum eftir að Tannlæknafélagið var að ræða um rannsókn á tannheilsu barna þar sem sýnt var mjög skýrt að tannskemdir og og fjárhagur foreldra tengdust mjög. Því að frá heimilum með lágar tekjur fara börn ekki til tannlækna nema í neyð. 

Og um fiskveiðar sagði Margrét eitthvða á þá leið að opna fyrir sóknardaga fyrir smábáta krókabáta undir 10 tonnum . En síðan dró hún í landa og þetta varð mjög óljóst. Og mér er til efs að sjómenn sem hafa keypt kvóta á sambærilega báta sætti sig við að kvótinn þeirra verði verðlaus á meðan aðrir fá að veiða á sóknardagakerfi.

Þau hugsa lítið út í að með framboði sínu þá eru komin 6 framboð hér til Alþingis.

Ef við segjum að þeim gangi sæmilega og þau fái kannski 4 þingmenn þá taka þau væntanlega 1 frá Frjálslyndum og 1 frá Sjálfstæðismönnum, einn frá framsókn og kannski 1 frá Vg. Þá væru frjálslyndir með 3 þingmenn framsókn kannski 6. Vg og Samfylking kannski 14 hvor og Sjálfstæðismenn með 22 þingmenn. Þá er nokkuð ljóst að það verður ekki ekki möguleiki á að mynda 2 flokka stjórn nema með Sjálfstæðisflokki. Ekki hægt að mynda 3 flokkastjórn án Sjálfstæðismanna nema Samfylking, Vg og framsókn. Og ég held að engin stefni að 4 flokka stjórn. Þannig að þá er þessi flokkur þeirra dæmdur til að vera í stjórnarandstöðu. Og við vitum að hún hefur ekki mikil áhrif til breytinga. Hún getur tafið mál en lítið annað.

Þannig að þessi hugmynd þeirra að koma stóriðjuflokkunum frá er en ólíklegri eftir að þetta framboð þeirra koma fram.

Síðann finnst mér eftir allann þennann tíma hefðu þau nú átt að geta flaggað stefnuskrá eða skýrari drögum að henni. Því að hún hlýtur að endurspegla tilgangin með þessu framboði.


mbl.is Ómar vill opna eldfjallagarða líkt og á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband