Leita í fréttum mbl.is

Ætlar enginn að benda á hversu skrítið þetta er?

Nú korter fyrir kosningar kemur Björn Ingi í umboði Faxaflóahafna og býðst til að byggja og fjármagna Sundabraut. En svo á ríkið að borga Faxaflóahöfnum þetta síðar. En ef við hugsum um þetta aðeins betur þá veldur þetta furðu:

  • Vissulega er full þörf á þessum framkvæmdum en það er spurning afhverju að Ríkð fer ekki bara sjálft í þessar framvæmdir. Það á að borga þetta og fær væntanlega hagstæðari lán.
  • Ef að Faxaflóahafnir ætla út svona fjárfestingu upp á tugi milljarða þá þurfa þeir væntanlega tekjur til að standa straum af þessum lánum. Hvaðan koma þær? Á að fara að rukka þarna inn vegatoll? Verða þá bílstjórar að borga fyrst toll þarna og svo aftur í Hvalfjarðargöng?
  • Er verið að nota Faxaflóahafnir í kosningabaráttu fyrir þingkosningar nú í vor?
  • Hvaða forsendur hafa Faxaflóahafnir fram yfir Vegagerðina til að láta þetta verka ganga.
  • Er þetta ekki bara trix til að koma í veg fyrir að aðrir flokkar hér á Höfuðborgarsvæðinu geti ekki bent á að þetta er ekki inn á áætlun fyrir alvöru næstu ár?

En það er kannski alveg sam hvaðan gott kemur og maður á ekki að láta svona en þetta er samt skrítið.

Frétt af mbl.is

  Borgarráð fagnar frumkvæði Faxaflóahafna um Sundabraut
Innlent | mbl.is | 22.3.2007 | 12:54
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun, þar sem fagnað er því frumkvæði stjórnar Faxaflóahafna sf. að lýsa yfir eindregnum áhuga og vilja fyrirtækisins til að koma að framkvæmdum við Sundabraut, fjármagna og leiða þær til lykta.


mbl.is Borgarráð fagnar frumkvæði Faxaflóahafna um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband