Leita í fréttum mbl.is

Það er ýmislegt að í löggjöf hérna á þessu landi!

Í framhaldi af þessu að þessari kæru Náttúruverndasamtaka Íslands er vísað frá m.a. þar sem Ísland hefur ekki fullgilt alþjóðlegasamninga sem við höfum skrifað undir, þá fer maður að velta fyrir sér hversu skilvirkt Alþing er.

  • Hér hefur verið til siðs að setja hin ýmsu lög í algjörum sprengi fyrir jólafrí og sumarleyfi eða þegar þingi er slitið við lok kjörtímabils.
  • Nú eru alltaf að koma í ljós að lög sem sett eru stangast á við önnur og eins þá valda þau ýmsri óvissu.
    • Þetta má sjá í þessu máli
    • Máli Olíuforstjóranna
    • Ýmsum holum í skattamálum.
    • Ég man eftir þannig málum í lífeyriskerfinu
    • Og þannig mætti lengi telja
  • Þetta vekur hjá manni spurningar hvort að það sé ekki kominn tími til að endurskoða hvernig Alþingi vinnur. Hætta með þessu löngu hlé og setja markvissara ferli lagafrumvarpa í gang. Þannig að þingið vinni skipulegara og mál fái betri yfirferð. Þannig að líkur á að lög stangist á séu minni .
  • Eins er spurning um að það sé farið yfir gildandi lög og þau lagfærð þannig að vilji Alþingis varðandi hvert mál nái fram að ganga en ekki sífellt hægt að finna holur í þeim til að komast undan.
  • Eins þá finnst mér alveg ótækt að við séum að skrifa undir alþjóðasamninga en sleppum því svo að fullgilda þá hér. Þá er betur sleppt en af stað farið.

Frétt af mbl.is

  Kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna Heiðmerkurmálsins vísað frá
Innlent | mbl.is | 23.3.2007 | 10:45
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vísaði í gær frá kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur um að veita framkvæmdaleyfi til lagningar vatnsveitu frá Vatnsendakrikum um Heiðmörk innan lögsögu Reykjavíkurborgar.


mbl.is Kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna Heiðmerkurmálsins vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband