Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson ekki á þing skv. Gallup

Var að lesa þessa frétt inn á www.ruv.is  um síðustu könnun Capacent Gallup
 Athyglisvert að skv. því verða 28 nýliðar á þingi næsta kjörtímabil. En Jón Sig kemst ekki á þing. Og Frjálslyndir, og framsókn  ekki manni að í Reykjavík.

Í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður mælist fylgi Framsóknarflokksins um 3,5%, Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins kemst ekki á þing, samkvæmt þessu. Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavík suður þar sem flokkurinn mælist með 41%. Í sama kjördæmi leiðir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lista Samfylkingarinnar. Flokkur hennar mælist þar með tæplega 18% fylgi. Samtals fengi Sjálfstæðisflokkurinn tíu þingmenn í Reykjavík, Vinstri grænir sjö og Samfylkingin fimm.

Suðvesturkjördæmi er sem fyrr sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, flokkurinn mælist með 46% fylgi og 6 menn. Framsóknarflokkurinn nær einum manni. Þetta er eina kjördæmið þar sem stjórnarflokkarnir mælast með meirihluta fylgis. Samfylkingin og Vinstri grænir mælast með tvo menn hvor flokkur og Frjálslyndir ná inn einum manni.

Sjálfstæðisflokkurinn og vinstri grænir mælast með nokkurn veginn jafnt fylgi í norðvesturkjördæmi, um 29%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi þar þrjá menn, Vinstri grænir tvo, Samfylkingin tvo og Frjálslyndir og Framsókn einn mann hvor.

Í Norðausturkjördæmi leiðir Steingrímur J Sigfússon lista Vinstri grænna og þar mælist fylgi flokksins 36%,- það er sterkasta vígi flokksins á landsvísu og eina kjördæmið þar sem vinstri flokkarnir tveir hafa meirihluta fylgi. VG fengi fjóra menn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Framsóknarflokkurinn 2 og Samfylkingin einn.

Suðurkjördæmi er sterkasta vígi Samfylkingarinnar, þar sem flokkurinn fengi fjórðung atkvæða og þrjá menn, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, VG fengi 2 menn og Framsókn og Frjálslyndir einn mann hvor.

Miðað við þessa útkomu setjast 28 nýliðar á þing að loknum kosningum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband