Leita í fréttum mbl.is

Nýju framboðin taka hugsanlegt fylgi frá Vg, Frjálslyndum og Framsókn.

Merkileg frétt sem rétt er að halda til haga.  Samkvæmt þessu gætu Frjálslyndir og framsókn nær þurrkast út.

www.ruv.is

Nýju framboðin ná fylgi frá VG og Fr.

Fjórðungur stuðningsmanna Vinstri Græna segja líklegt að þeir kjósi nýtt framboð Íslandshreyfingarinnar samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup.

Ný framboð Eldri borgara og öryrkja og Íslandshreyfingarinnar, sækja helst fylgi sitt til Frjálslyndra og Vinstri Grænna. Fjórðungur kjósenda Vinstri Grænna segir líklegt að þeir kjósi Íslandshreyfinguna en hreyfingin var ekki búin að kynna nafn sitt og framboð þegar könnunin var gerð. Ungt fólk og konur eru líklegri til að kjósa framboðin tvö.

Könnunin var gerð dagana 14. til 20. mars. Íslandshreyfingin var þá ekki búin að kynna framboð sitt og nafn og er því kallað Íslandsflokkurinn í könnuninni.
Framboð eldri borgara og öryrkja ætlar að kynna heiti framboðsins og stefnuskrá eftir helgi.

Í úrtakinu voru 1230 manns og var svarhlutfallið 61.5%. Allt í allt sögðu tæp 15% það líklegt eða mjög líklegt að þau myndu kjósa framboð eldri borgara og öryrkja. 37.5% sögðu það mjög ólíklegt og tæp 30% sögðu það ekki koma til greina.

Rúm 15% sögðu það mjög líklegt eða frekar líklegt að þau myndu kjósa Íslandshreyfinguna. 35,7% sögðu það mjög ólíklegt og rúm 25% að það kæmi ekki til greina.

Ef fylgi við þessi tvö framboð eru skoðað út frá því hvað svarendur ætla að kjósa af núverandi Alþingisflokkum kemur í ljós að 25,2% fylgismanna Vinstri Græna segja það vera líklegt að þau myndu kjósa Íslandshreyfinguna ef flokkurinn byði fram til Alþingis í vor.

23,5% fylgismanna Frjálslyndra segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgara og öryrkja bjóði það fram en rúm 15% fylgismanna Vinstri Grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband