Leita í fréttum mbl.is

Utanríksráðherra á nú ekki að tala svona.

Hvernig getur konan sagt aðra eins vitleysu eins og: „Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir." Ég veit það eru að koma kosningar en mér er alveg sama. Auðvita hefur slík bygging áhrif á náttúruna. Það eru allir sammála um en það er rætt um að að orkuver sem nota jarðvarma valdi minni náttúruspjöllum. Hún hlýtur að gera sér grein fyrir að þessu orkurverum fylgir ýmsar lagnir bæði rör og rafmagnslínur. Það er einmitt það sem fólk er að ræða nú í sambandi við Straumsvík og Hellisheiðavirkjarnir.

Og þegar við erum að tala um utanríkisráðherra þá finnst mér alveg makalaust að hún sé ekki í öllum þessum ferðum sínum erlendis farin að ræða við fyrirtæki sem kannski gætu nýtt þessa orku á vistvænni hátt. Forsetinn ræddi um að tölvufyrirtæki gætu vel séð sér hag í því að reka hér gagnageymslur sem nýta mikla orkur og þarfnast sérfræðinga í löngum bunum til starfa. Þau sjái sér hag í því ef þau geti nýtt umhverfisvænni orku en þau eru að nýta t.d. í Bandaríkjunum.

Eins finnst mér þetta ekki vera merki um ráðherra sem hugsar málin í samhengi. Þannig heyrði ég í dag að greiningardeidl Kaupþings gerir ráðfyrir að bara það að Hafnfirðingar samþykki álverið þar eigi eftir að auka þennslu og verðbólgu í landinu og það þó ekkert verði farið að framkvæma strax. Hvaða áhrif getur svona gaspur þá haft?

Frétt af mbl.is

  Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar
Innlent | mbl.is | 26.3.2007 | 17:19
Grafið í Bakka við Húsavík þar sem hugsanlega mun rísa... Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á málþingi á Húsavík í dag að vel hugsanlegt væri að álver rísi í Þingeyjarsýslu. Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir. Sagðist Valgerður vera þeirrar skoðunar, að um væri að ræða atvinnustarfsemi sem rúmist vel innan marka sjálfbærrar þróunar.


mbl.is Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

til hamingju, þú skrifar um Valgerði en ekki Steingrím J í sambandi við þessa frétt, það er hressandi   - og ég er sammála, utanríkisráðherrann okkar tjáir sig með aulalegum hætti

halkatla, 27.3.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband