Leita í fréttum mbl.is

Þetta er kallað "nimbyismi"

Gaman að sjá raungeringu á því sem Egill Helgason var að tala um í pisli sínum í Silfrinu nú á sunnudaginn þá var hann að tala um nimbyisma. Reyndar í öðru sambandi.

það sem kallast nimbyismi. Það er útlegging á hugtakinu not in my back yard - sem þýðir "ég vil ekki hafa svona nálægt mér, það verður að vera annars staðar". Svona eins og maður sem á hús vill ekki láta byggja annað hús nálægt sér. Á íslensku mætti kannski útleggja þetta sem dalurinn minn - ég vil hafa dalinn minn í friði.

Hér fyrir neðan sést hvernig að hann Vilhjálmur sem beitti öllum kröftum sínum í að koma Háspennu út úr Mjóddinni hagar sér gagnvart sama vandamáli annarstaðar. En eins og fólk veit býr Vilhjálmur í Breiðholti.

Af www.ruv.is

Færa má rök fyrir því að svæðið við Hlemm væri fjölskyldusvæði með eina megin strætisvagnaskiptistöð borgarinnar í nokkurra skrefa fjarlægð. Vilhjálmur borgarstjóri er erlendis en sagði í samtali við fréttastofu Sjónvarpsins að hann gæti ekki elst við hvern einasta spilakassa. Vinnuhópur væri að störfum sem ætti að skoða öll mál tengd starfsemi af þessum toga. Nú þegar hafi spilakassar verið fjarlægðir úr húsnæði borgarinnar í Mjódd og á Hlemmi.

Á www.visir.is má lesa þetta:

Vísir, 26. mar. 2007 18:39


Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks styður ekki aðferð borgarstjóra

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er andvígur þeirri aðferð borgarstjóra að nota tugi ef ekki hundruð milljóna króna af skattfé almennings til að kaupa út spilasali úr íbúðahverfum borgarinnar. Kjartan telur skynsamlegra að vinna gegn slíkri starfsemi með því að setja inn ákvæði í lögreglusamþykkt eða deiliskipulag.

Og síðar í fréttinni segir:

Borgarstjóri hefur sagt samninginn kosta borgina 25 til 30 milljónir króna. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur hins vegar áætlað að samningurinn kosti borgina minnst 120 milljónir króna. Borgin kaupi húsnæðið í Mjódd fyrir 92 milljónir og leggi síðan Háspennu til lóð undir íbúðarhús við Starhaga sem meta megi á minnst 30 millljónir króna.

Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna því að tekist hafi að semja við Háspennu en átelja hins vegar þann hluta samningsins sem lýtur að lóðinni. Sú niðurstaða hafi yfir sér yfirbragð geðþóttaákvarðana. Kjartan hefur einnig efasemdir um þann þátt málsins og telur að eðlilegra hefði verið að selja lóðina hæstbjóðanda.

Eru svo ekki allir að tala um hvað Vilhjálmur sé klár stjórnandi.


mbl.is Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sést á þessum viðvaningslátum Vilhjáms hvílík afturhaldsinnuð sveitamennska mun einkenna hans stjórn á borginni. X-Villi tilbakakall, ekki í mínum bakgarði - en lifi einkaframtakið! ER enginn að sjá mótsögnina í þessu nema Háspennumennnirnir? Sem bæ þe vei koma samt út í plús!

sigfús örn (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 00:47

2 identicon

Hvað er þessi maður að gera í Sjálfstæðisflokknum? Hann og fleiri meðlimir ættu að taka sig til og lesa stefnuskrá flokksins sem meðal annars fjallar um aukningu á frelsi. Er valdafíkn búin að ýta Sjálfstæðisflokknum frá upprunalegu hugsjónunum? Sama hver er við völd þá virðast alltaf vera einhverjar óréttlætanlegar siðferðislegar stýringar. Nákvæmlega sama sagan og með súlustaðina. Svo lengi sem starfsmenn og viðskiptavinir eru þar af fúsum og frjálsum vilja þá er ekki hægt að réttlæta afskipti, óháð hvaða persónulegu skoðanir ýmsir aðilar hafa.

Nú er ég ekki heldur að hvetja til spilamennsku (virðist því miður oft vera túlkað þannig að ef maður vill ekki banna eitthvað að þá sé maður að hvetja til þess). Ég einfaldlega viðurkenni frelsi einstaklingsins auk ábyrgðar á eigin lífi. Sumir geta drukkið áfengi án vandræða, aðrir ekki. Sumir geta farið í spilakassa án vandræða, aðrir ekki. Þó að sumir höndli ekki frelsið þá er það ekki réttlæting fyrir innleiðingu fasisma.  Ég finn til með fíklum og óska þeim öllum bata, hinsvegar ekki á kostnað eigin frelsis til athafna. Svo verður maður að hafa í huga að raunverulegur bati er að geta staðist freistinguna þó hún sé í boði, að fjarlægja freistinguna er eingöngu skyndilausn og eykur líkur á falli seinna á lífsleiðinni.

Geiri (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband