Sunnudagur, 18. janúar 2015
Kristnir söfnuðir og tvöfeldni þeirra!
Nú er menn að tjá sig mikið um hversu óánægðir múslimar eru með að menn séu að teikna grínmyndir af Múhameð! Er að velta fyrir mér hvort að kristnir menn hafi ekki lesið Biblíuna eða hvað? Í hverrir kirkju eru myndir af einhverjum manni hangandi á kross! Mismunandi eftir kirkjum hvernig hann lítur út (þ.e. hver fyrirmundin er) Eins myndir af lærisveinum, Maríu og Guði allt eftir hugmyndum listamannsins. En fer þetta ekki freklega gegn öðru boðorðinu sem Guð á skv. Biblíunni að hafa fært okkur meitlað í stein:
Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.
Skv. þessu eru bæði þeir sem setja upp þessar myndir, mála þær eða gera sem og fólk sem sættir sig við þær að kalla yfir ætt sína sérstaklega barnabarnabörn og næstu ættliði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Fólk
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
Nýjustu færslurnar
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Einkennilegur siður að kalla til ofsatrúar. Ef þú ert ekki kristinn, ættirðu nú samt að sýna hegðun umburðarlynds manns og láta kristna menn í friði. Meira að segja Gyðingdómur byggir bara að örlitlu leyti á Gamla testamentinu, Kristindómur, að því leyti sem hann byggir á bók, byggir alfarið á því Nýja. Hindúismi tengist sýnum bókum, Veda bókunm, Gítu og hinum bara mjög lauslega, enda yfir 5000 ára gamall. Því eldra, vitrara og merkilegra sem trúarbragð er, því lengra er það frá einhverjum trúarbókum og dogma. Bókstafstrú er barnaskapur sem fylgir mjög ungum trúarbrögðum mest og dó að stærstu leyti út á miðöldum í Kristni, blessunarlega, og slæmt að reyna að endurvekja með svona pistlum, heldur á að leyfa henni að liggja í friði. Að vísu er til örlítið brot vanþroskaðst fólks af eldri trúarbröðgunum líka sem lifir bara fyrir dauðan bókstaf, en sem betur fer fáir. Islömsk bókstafstrú mun deyja út á endanum og það er gott. Á blómatíma Islam í Andalúsíu og Persíu og víðar, þá voru gerðar þúsundir mynda af Muhammad, afþví öll gullaldarskeið Islam voru um leið þau þar sem minnst var verið að hugsa um svona einskisverðar reglur eða túlka þær bókstaflega og einfeldnigslega að heimsks manns sið. Hnignun Islam kom með svona orðhengilshætti eins og þú boðar og hnignuninni og loks hryðjuverkunum sem honum fyglja. Hjá kristnum var þetta blessunarlega mest horfið á miðöldum, en þú villt greinilega vekja upp gamlan vondan draug. Trúarbrögð eru lifandi og fólkið sem aðhyllist þau eiga sjálf að fá að skilgreina þau svo þau séu mennskt og mannvæn. Ekki dauðar bækur.
Heiðinn (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 21:46
Upphaf Islams í Persíu með stórmerkri ljóð og myndlist sinni , einmitt oft með myndum af spámanninum og slamska Andalúsía þar sem kristnir og gyðingar og múslimar lifðu í friði, sátt og samlyndi, án svona bókstafstrúar, múslimarnir teiknuðu myndir af Muhammad og stunduðu frið við fjölda stórmerkra gyðinglegra vísindamanna og hugsuða sem gátu blómstrar lausir við ofsóknir kristinna sem áður höfðu einkennt þennan stað, þetta voru tímarnir sem enginn var að spá í myndum af spámanninum. Og á undan endurreisninni og upplýsingunni komu fagrar og merkar kirkjumyndir með boðskap æðri og annars konar en dogma úr páfagarði af Kristi og teljast þær til helstu fjársjóða vestrænnar menningar. Ef þú skammast þín fyrir þann arf bara afþví þú hefur aðra trú eða enga, þá ættir þú að fara eitthvert sem þér myndi líða betur. Það er víst allt á uppleið í Kína. Kannski þú gætir virt þeirra menningararf og trúarbrögð og leyft þeim að hafa í friði fyrir þér og túlka án þinnar aðstoðar, byggt á yfirborðslegri bókstafstúlkun þeirri sem þú metur svo mjög að þú reynir að endurvekja hana.
Heiðinn (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 21:51
Bara eitt enn: Þú mátt þakka fyrir að búa ekki í Saudi Arabíu því þá sætir þú nú í fangelsi og myndir dúsa þar æfina á enda. Þú tekur nefnilega vers sem vitnar um Guð og myndir af honum og berð saman við myndir af Muhammad. Muhammad var 100% mannlegur og af engum álitinn Guðssonur, guðlegur eða yfirnáttúruleg vera og dýrkun hans er bönnuð í Islam. Að líkja honum við guð með þeim hætti sem þú gerir telst falið guðlast samkvæmt Islam og fyrir það ber að sæta fangavist í þessum löndum. Þú hefur því gerst í fáfræði sekur um enn alvarlegri glæp en "Charlie Hedbo" samkvæmt hugmyndafræði þeirra sem frömdu hann og óvirt Islam margfallt meira og alvarlegar en þá sem þú ætlaðir að kasta skít í. Svona er fáfræðin nú hættuleg, en þökkum fyrir frelsi, tjáningarfrelsi, trúfrelsi og vernd yfirvalda sem ekki öllum er gefið.
Heiðinn (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 21:56
ÞETTA ER ALVEG RETT HJA PER MAGNUS.ALLT PETTA BLA BLA WORD WITHOUT A face has nothing to do with what you said, and you was right.
Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 23:48
Jú, það er rétt. Bannað. Harðbannað.
En málið er að á því svæði eðasvæðum vestur eftir Evrópu þar sem kristni vann sér svo fylgi er aldir liðu - að þar var mikil hefð fyrir myndgeringu bæði varðandi tru og öðru. Kristni tók því mið af því. Samt voru margvíslegar deilur um þetta efni í gegnum tímanna því þetta var auðvitað vandræðalegt. Vandræðamál.
En í dag náttúrulega í vestrænum heimi, þá túlka menn biblíuna út og suður og td. á Íslandi eru sennilega fáir kristnir sem reyna að túlka biblíu bókstaflega - varla einu sinni prestar.
Auðvitað er það svo rétt að vissulega er allt túlkanlegt eða háð túlkun mannsinns - en þessar gömlu trúarbækur, biblía og kóran, - þær voru auðvitað skrifaðar inní sinn samtíma og sitt andrúmslogt - að það er alveg himinn og haf milli okkar og þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2015 kl. 00:57
Islam bannar alla samlíkingu milli Guðs og Muhammads, og að heimfæra vers um Guð upp á vers um Muhammad er alveg sérstök synd. Það að bera saman teikningar af spámanninum og teikningar af Guði er því eitthvað sem menn lenda í steininum fyrir víða í Arabaheiminum og þar forðast menn allan svona samanburð. Guð samkvæmt Islam er ekki í mannsmynd og að segja Guð hafa hendur eða fætur, fingur eða tær er líflátssök samkvæmt hörðustu gerð Islam. Að tilbiðja menn er líka líflátssök. Menn fóru fyrst að veigra sér við að teikna Muhammad afþví að þeir voru hræddir um að þá myndu menn breyta honum í Guð í fáfræði sinni, sem er akkurat það sem hefur eiginlega gerst núna. Harðlínu bókstafstrúar múslimar fara ekki einu sinni á klósettið án ráðlegginga Muhammads og herma eftir honum í einu og öllu eins og hann væri Guð. Þess konar hugsunarhátt stunduðu menn ekki á gullöld Islam og þá voru menn heldur ekki hræddir við að teikna hann. Um leið og fólk fór að láta eftir hræðslunni og banna myndirnar af honum (, Islam bannaði áður bara myndir af Guði), þá urðu þessir Muhammadsdýrkendur til í stað múslima. Hryðjuverkamenn fara ekki bara eftir Kóraninum heldur alls konar hadíthum og hlutum úr æfisögu Muhammads og apa gagnrýnislaust allt eftir honum og telja hann ósskeikulan og fullkominn sem Guð, en það hefðu hinir gömlu vitringar alvöru Islams litið á sem mikið guðlast.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:21
Islam lítur ekki á Jesús sem guðlegan heldur og hefur aldrei gert og því eru til fjölda mynda af Jesú frá öllum gullaldarskeiðum Islam og sögur um hann og slíkt. Talibanar, Wahabi múslimar og aðrir ofstækismenn banna teikningar af honum líka, vegna þröngsinni sinnar. Þar sem ímyndunarafl mannsins er troðið í svaðið og fólk fær ekki að tjá sig og teikna menn í friði, þar deyr siðmenningin líka.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:23
Bókstafstrú, eða bara kröfur á um að aðrir stundi bókstafstrú eða telja það fremra eða æðra en trú sem lagast að ólíkri menningu, ólíkum tímum, ólíkum hefðum og ólíku fólki á mannúðlegan hátt sem eykur fjölbreytni og fjölmenningu og auðgar þannig heiminn, er fyrst og fremst merki um heimsku og síðan er það merki um skort á fágun og menntun. Allir mannvinir hata bókstafstrú og það ofbeldi sem af henni hlýst, jafnmikið og þeir hata pólítískt ofstæki eða hvers konar aðra tegund af ofstæki.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:28
Orð sín ber að aðlaga að því sem er viðeigandi á hverjum tíma. IS er nú að fremja fjöldamorð á kristnum í Sýrlandi og Írak. Afhverju gera þeir það? Afþví þó Islam leyfi Kristni þá túlkar Islamic State það sem svo að Islam leyþþofi ekki þess konar kristna menn sem gera myndir af Jesús og Maríu eins og kristna fólkið í Írak og Sýrlandi og annað sem Islamic State líkar ekki. Þess vegna er nú búið að drepa þarna mörg þúsund manns og heimurinn lítur undan. Með þessum greinar skrifum er verið að leggja blessun sína yfir slíkt, eða þannig mætti túlka það, sem á einhverjum mestu tímum fjöldamorða í mannkynssögunni er mjög óviðeigandi og rangt og siðlaust. Það eru til menn á Íslandi sem leyfa ekki myndir af Jesús, þeir heita Snorri í Betel, Gunnar Þorsteinnsson og mennirnir sem reka Omega Tv eru flestir svona innrættir líka. Ef ykkur líkar betur við það, gangið bara í þeirra kirkjur, en látið fólk sem trúir öðruvísi á Kristni í friði. Það ríkir fjölmenning í þessu landi, og þeim sem líkar það ekki geta bara komið sér til Írak.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:32
Þjóðkirkjan, Kristna Orthodox Kirkjan, Kaþólska Kirkjan og þúsundir annarra söfnuða sem leyfa myndir og kristnu gömlu kirkjunnar í Írak, Sýrlandi og Egyptalandi sem gera það líka og þurfa að horfa upp á morð og blóðsúthellingar út af árásum á eigin menningu, eiga sama tilverurétt og Snorri í Betel eða harðlínu múslimar. Ef þið eruð ekki sammála, mæli ég með harðasta kjarna Biblíubeltisins (þar sem þúsundir kirkna banna Jesúsmyndir), Saudi Arabíu eða Íran. Enginn sem virðir ekki fjölmenningu á heima á Vesturlöndum.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:34
Boðorðið bannar að búa til líkneski og tilbiðja það. Að teikna myndir og hengja upp á vegg er ekki hið sama. Kaþólska kirkjan aftur á móti breytti þessu boðorði og þess vegna eru líkneski í þeirra kirkjum sem fólk biður til.
Mofi, 19.1.2015 kl. 10:00
Það er eins með þetta og fleira að, - þetta er túlkanlegt. Kristnir hafa oftast leitast við að túlka þetta eitthvað útí buskann.
Að öðru leiti eð muslima og myndir af spámanni, að ef muslimum er stríðni í slíkum myndum, þá á fólk að hætta að teikna slikar myndir.
Eða hvað á að segja við börn sem leggja annað barn í einelti? Á að segja: Haldið bara áfram að leggja barnið í einelti! Já já, haldið því bara afram.
Margir eru alveg að fara fram úr sér í þessu myndamáli.
Þar fyrir utan er það ekki mynd per se sem sumum muslimum er stríðni í eða þykir óþægilegt. Það er miklu mikilvægara að spámaðurinn er hæddur og niðurlægður, að þeirra áliti.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2015 kl. 10:09
Ómar, það er allt túlkanlegt, þín orð hérna eru túlkanleg. Í þessu samhengi samt þá er Biblían það skýr að Kaþólska kirkjan einfaldlega breytir þessum boðorðum til að geta haft líkneski í sínum kirkjum sem fólk biður til. Mótmælendur almennt sjá þetta boðorð banna að búa til líkneski og tilbiðja það. Það einfaldlega er ekki hið sama og að teikna mynd og hengja upp á vegg. Að láta sem svo að það er einhver útúr snúningur á versinu segir mér bara að viðkomandi er ekki heiðarlegur og er bara að reyna að vera með leiðindi en slíkt er alltaf hægt sama hvað er í gangi. Ótrúlega mikið af vandamálum í þessum heimi er vegna þannig hegðunnar :)
Mofi, 19.1.2015 kl. 10:31
Sumir kunna bara ekki íslensku. En þetta eru tvær setningar. Í þeirri fyrri er bannað að búa til líkneskjur og í hinni síðari er bannað að tilbiðja þær.
Þannig að það er tvennt sem er bannað.
Já síðan er fyndið hvernig á að refsa þessum börnum þarna í næstu ættliðum. Já þetta er allt svo satt og sanngjarnt. (NOT) :-)
Odie, 19.1.2015 kl. 13:11
Það er nú málið. Það er allt túlkanlegt í þessum fornu bókum. Samt eru sumir alltaf að reyna að lesa einhvern ,,sannleik" útúr orðunum sem slíkum. Það er óvinnandi verk! Halló. Og reyndar efasamt að margir þessir fornu textar hafi nokkurntíman verið hugsaðir sem að skilja ætti bókstaflega í nútímaskilningi á lestri texta.
Það er aðallega það sem er soldið skondið við suma muslima, að þeir eru alltaf að lesa ,,stóra-sannleik" inní Koraninn.
Að öðru leiti, þá þverbraut auðvitað kristnin í upphafi öll bönnin sem lögð eru við myndgeringu. Þeir gerðu ekki aðeins mynd af guði, - heldur líka allskyns dýrlingum og tilbáðu síðan þau.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2015 kl. 17:05
Aðeins ef að mynd eða stytta er tilbeðin er hún orðin að líkneski. Samhengi skiptir máli, well, skiptir máli fyrir mig en sumir eru ekki hrifnir.
Ég skil og túlka :) þegar Biblían talar um refsingar næstu ættliðum að þá er verið að tala um eðli veruleikans. Hið ranga sem foreldrar gera lendir á börnum og barnabörnum þeirra; að það þarf eitthvað að koma þarna inn í til að stöðva þessar afleiðingar og það er einmitt næsta vers sem fjallar um það:
2. Mósebók 20:6
en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.
Ómar, bók Darwins og Dawkins eru líka túlkanlegar. Stjórnarskráin er túlkanleg ásamt öllum lögum landsins. Eini munurinn á þér og mér er að þú lest stóran sannleik úr öðrum bókum eða youtube myndböndum.
Mofi, 19.1.2015 kl. 18:54
Það er með öllu ófyrirgefanlega að á tímum þegar heimsbyggðin lítur undan þegar þúsundir kristinna sýrlenskra og íraskra barna eru myrt með köldu blóði, allt niður í unga börn, ófrískar konur myrtar með köldu blóði og þúsundum nauðgað og haldið sem kynlífsþrælum þar sem áður var vagga mannkynsins og borgarmenningarinnar og siðmenningarinnar, Súmería hin forna, Babýlon og Assíría, af aðkomumönnum að austan sem valltra yfir frumbyggja þessara landa (, kristnir og annarar trúar en Islam íbúar þessara landa tilheyra entískum minnihlutahópi frumbyggja og halda í marga forna siði sem múslimarnir virða einskis), að á slíkum tímum þegar verið er að myrða þetta fólk afþví Islamic State hefur endurskilgreint "villutrúarmann" til að innifela kristinn mann sem gerir myndir af spámönnum (, þó það sé Jesús) og þó það sé bara barn villutrúarmanna.....en heimurinn syrgir og tárfellir (réttilega, en þó í nokkurri hræsni, ef þetta eru Frakkar), að einmitt á slíkum tíma skuli óþverra skrif sem hæðast að öllu nema ekki-bókstafstrú og hveta til samúðar með nýðingu og glæpamönnum og rétti þeirra að "móðgast" útí annarra siði, þó hinir sömu séu óskilgetnir bastarðrar hinna fornu hámenningar-Islam, sem reis hæst og skilaði mannkyninu mestu einmitt í Persíu og Andalúsíu á ákveðnum gullaldarskeiðum þegar mest var um myndir af spámanninum og þá skiptu þær þúsundum og voru á alls kyns vefnaði, veggflísum og málverkum. Oft voru þessar myndir jafnvel gæddar húmor og lífi og óþarfa "virðingu" fyrir spámanninum var haldið í lágmarki, afþví þá var minning fyrir lífinu meiri og hreyfingunni sem þarf að vera á því fjarri óþarfa reglugerð sem getur breytt jafnvel Paradís í helvíti. Þessir óvinir mannkyns og nýðingar og tortýmendur og óvinir hinnar fornu Islönsku menningar sem hafa eyðilagt þessa eitt sinn fögru trú og valltrað yfir þúsundir með þjóðarmorðum í mörg hundruð ár hvar sem slíkur hugsunarhátt hefur náð yfirhöndinni eiga sér ENGAR MÁLSBÆTUR og aðeins hinir fáfróðustu eða hinir verstu reyna að verja þá, sem er jafn siðlaust og rangt og að reyna að verja nazista og efla samúð með þeim. Ef heimurinn lætur eftir kröfum þeirra og hættir að teikna, hættir að lifa og hættir að tjá sig, þá styrkjast þeir sífellt í sessi. Þetta er lögmál í atferlisfræði sem allir þekkja og gildir um alla menn og þarf litla sálfræðiþekkingu eða bara almenna skynsemi til að skilja. Sú hegðun sem er verðlaunuð með að ná tilsettum árangri (eins og að allir hætti að þora að teikna spámanninnn eða lögum sé jafnvel breytt, afþví ofbeldisverk var framið), verður til þess að glæpamennirnir og nýðingarnir, óvinir mannkynsins, ákveða að þetta sé leiðin til að ná fram öðrum breytingum sem þeir óska eftir líka, og því mun hver þjónkun og hver tillitssemi við svona glæpamenn sem vilja kæfa mannsandann og deyða frjálsa tjáningu og frelsi mannkyns leiða til sífellt meira ofbeldis þar til allur heimurinn löðrar í blóði. Charlie Hedbo eru því sannar hetjur að halda sínu striki til að sína ofbeldið er ekki leiðin til að ná breytingum eða auka virðingu fyrir málstað sínum, Islam-nýðingum og öðrum viðbjóðum sem nota ofbeldi við að ná fram málstað sínum til varúðar. Allir sem mótmæla því eru heybrækur og raggeitur og um þá mun rætast það sem forseti Bandaríkjanna forðum sagði, nái heimskan og heigulshátturinn yfirhöndinni í heiminum, sem er:
"Þeir sem eru tilbúnir til að skipta á frelsi sínu fyrir meira öryggi, eiga hvorugt skilið og munu missa bæði tvennt."
Leyfum heybrókunum og Islam-nýðingunum að eiga sig og berjumst áfram fyrir frjálsum heimi, öllu mannkyni til heilla.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 18:58
Mofi, nei sjáðu til, þú ert í raun með stóra-sannleik í þínum bakpoka. Þú segist vita hvernig eigi að lesa fornu textana, hvernig eigi að skilja og, og það er það mikilvægasta, - hvernig eigi að túlka! Þú segist vita þetta allt - alveg eins og sumir muslimar með kóraninn svo dæmi sé tekið.
Eg segi hinsvegar: Þegar af þeim sökum að menn fallast á að hinir fornu textar eru háðir mannlegri túlkun - þá er ógerningur að segja hvaða túlkun er ,,rétt" eða ,,réttust". Ergo: Við getum ekki byggt svörin varðandi eilífaðrmálin og tilgang lífsins á því sem einhverjum og einhverjum kann að detta í hug að túlka uppúr guðspjöllunum, bréfunum eða sútrunum. Það er ógerningur.
Indverjar eða Hindúar fóru í raun sniðugari leið að þessu. Þeir eru miklu meira tímalausir og þó textar þeirra séu vissulega túlkanlegir - þá hafa þeir miklu meira af tímalausum spekúleringum eða heimspekivangaveltum um barasta eðli guðdómsins.
Þeir voru lengra komnir á andlega sviðunu þarna austur í Asíu en þeir voru í M-Austurlöndum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2015 kl. 21:56
Að dæma um hvaða aðrir menningarheimar en manns eigin séu æðri eða óæðsi á einu eða öðru sviði er dæmigerður rasískur hugsunarháttur. Nákvæmlega þannig hafði hvíti maðurinn þetta í Rúanda, dæmdi einn ættflokkinn betri en hinn, og því byrjuðu þeir að myrða hvern annan. Ómar Bjarki er nákvæmlega eins innrættur og þannig menn. Islam hefur sinn Súfisma, Gyðingdómur hefur dulhyggju sem er eldri en hann sjálfur og hefur ekki byggt á Biblíunni síðan löngu fyrir Krist, Kristindómur hefur verið til í þúsundum afbrigða frá upphafi. Samkvæmt áliti ótal færustu sagn- og guðfræðinga Jesús var líklega undir sterkum áhrifum Essena, gamals hebresks gyðinglegs dulhyggjuflokks sem byggði í nær engu á Biblíunni. En Ómar gasprar um að einn sé betri en annar byggt á sinni eigin fáfræði. Nazistarnir höfðu gaman af slíku þvaðri og fjölda einkabréfa og samtala sína þá tala sín á milli um yfirburði Kínverja, Japana og Kóreubúa fram yfir Slava og Afríkana. Ómar Barki er nákvæmlega að því sama. Hann fellur líka í þá gryfju að setja þjóðir "austur í Asíu" undir einn og sama hattinn, sem aðeins sveitamenn gera, því samgangur milli Kína og Indlands var þúsundum ára saman ekkert meiri en samgangurinn milli Indlands og Evrópu. Íslendingum gæfist betur að rækta sína eigin menningu í friði og sátt við aðra menn en setjast í dómarasæti og vega og meta einn æðri og meiri en annan. Mannfræðin og félagsfræðin hafa fyrir löngu dæmt allt slíkt hjal sem marklausa fáfræði í illa gefnu fólki, þar sem slíkar hugmyndir um æðra og lægra, þróaða og vanþróaða, eru á skjön við allar vísindalegar athuganir á mannlegri menningu. Hver menning á sín gullaldarskeið og sína hningunartíma. Og maður þekkir enga menningu nógu vel til að tjá sig um hana með því að lesa gamlar bækur sem hafa löngu misst sitt gildi fyrir þessu fólki að stærstu leyti, nema í höfðinu á manni sjálfum eða lesa eitthvað á internetinu. Ómar Bjarki ber með sér að hafa hvorki mikið hugsað né ferðast um æfina og líklega talar hann bara ensku og dönsku.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 22:50
Breska heimsveldið gerði einmitt margt til að egna saman Hindúum og múslimum með því að vera sífellt að vega og meta hvor menningarhópurinn væri æskilegri. Almennt unnu Hindúar, sem hafa líka unnið hryðjuverk gegn múslimum, jafnvel kveikt í heilu þorpunum, það var aldrei bara á hinn bóginn. Ástæðan var að Hindúar tala Indó-Evrópskt mál og eru frændmenn Evrópumanna síðan í fyrndinni, eða "hvítari" en aðrir. Nazistar dæmdu af sömu ástæðu margir Hindúisma og Búddhisma sem æðri öðrum trúarbrögðum, þar sem Búddhismi kemur úr Hindúisma og Hindúar áttu að hafa verið hvítir í upphafi (og Brahminar Indlands í dag líta oft frekar út eins og Spánverjar en innfæddir). Svona hugsa ennþá heimóttarlegir, fáfróðir og úreltir einstaklingar, en ef þú lærir þó ekki sé nema smá mannfræði eða félagsfræði eða önnur mannvísindi færðu strax að vita að hugtökin "æðri" og "óæðri" eiga ekki við um menningu, og hugmyndir um "þróunn" og "vanþróunn" eru byggðar á svipuðum úreltum misskilningi og jarðmiðjukenningin. Menntaður maður lítur ekki á Frumbyggja Amazon frumskógarins sem "óæðri menn" eða hafandi "óæðri menningu" eða "trúarbrögð" og er hvorki þjakaður af þess konar gyðingahatri eða islamófóbíu sem hvetur menn til slíks fáráðlinga gaspurs að hætti afdala rasista frá 18. öldinni.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 22:54
Sorglegt í raun og veru hvað margur hálfmenntaður og illa gefinn maðurinn hefur eitt áratugum í að þykjast hugsa og allan tímann ekkert annað en hrokast með sinn yfirburðakomplex yfir náungann og svamplað í eigin sjálfhverfu, sjálfsupphafningu og öðrum vitsmunalegum skít í stað þess að tileinka sér það hlutleysi og þá auðmýkt sem maður þarf að hafa til að bera til að læra. Hann heldur að það að dæma og vega og meta og fá útrás fyrir fordóma sína beri vott um menntun hans, en kemur bara upp um sig sem sjálfhverfan einstakling haldinn sjúklegri og hættulegri drottnunargirni gagnvart öðrum, sem birtist í stanslausum afskiptum af trú og hugsunum annarra manna, í stað þess að láta þá í friði og mynda sér eigin lífsskoðun án þess að drulla yfir aðra í leiðinni. Mofi tilheyrir trúfélagi sem telur örfáa hundruð einstaklinga hér á landi og er þar á meðal enginn ríkur eða áhrifamikill. Þetta trúfélag er stundum dæmt ofsatrúar af Lútherstrúarmönnum en um leið vilja margir aðrir sem Lútherstrúarmenn kalla "ofsatrúar" ekkert við þá kannast og sumir veigra sér við að kalla þá kristna. Einstaklingur af þessu trúfélagi búsettur í Biblíubeltinu verður oftar en ekki fyrir stanslausum ofsóknum nágranna sinna eða er jafnvel flæmdur á burt fyrir að vera ekki nógu "kristinn." Maðurinn tilheyrir því mikið minni minnihlutahóp en múslimar og það ætti bara að láta hann vera og taka frekar til hjá sjálfum sér. Hann er ekki að drepa neinn fyrir að móðga sig eða hóta neinum og það hefur hans söfnuður, sem er einstaklega friðsamur, aldrei gert.
Heiðinn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 23:04
Ómar, hver er munurinn á mínum sannleik og þínum? Ég hef ákveðna trú varðandi heiminn og þú hefur ákveðna trú um heiminn. Ég sé aðeins mismunandi afstöður þar sem þú byggir þína afstöðu á bara öðrum bókum en ég.
Mofi, 20.1.2015 kl. 08:35
Það er afar stór munur á þessu. Þú telur þig geta fundið ,,sannleikann" með þinni bókstafstúlkun á fornum ritum. Eg segi: Það er ekki hægt að finna ,,stóra sannleika" á þann hátt. Í framhaldi segi eg að það sé ekki hægt að finna endanlegan og óhagganlegan sannleika með því að rýna í texta fornra rita sem enginn veit hvernig á að túlka og ekkert samkomulag er um.
Það er risastór munur á þessari afstöðu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2015 kl. 10:29
Ómar, þú hefur sannfæringu, ég hef sannfæringu. Við höfum mismunandi aðferðir til að komast að afstöðunni en ég sé ekki meira. Varðandi að leita að einhverjum sannleika í ritum, málið er einfaldlega að ákveðin rit segja ákveðna hluti og ég hef sannfærst um að þau eru að segja satt af því að það passar við mína upplifun og mínar rannsóknir.
Þú hefur afstöðu ekki satt? Þú hefur afstöðu varðandi upphaf lífs, hvernig mannkynið varð til og hvað verður um okkur þegar við deyjum?
Mofi, 20.1.2015 kl. 10:36
„Heiðinn“ brynnir músum yfir því að heimsbyggðin líti undan þegar kristinir í Sýrlandi og Írak eru myrtir, en ekki hrökk tár af auga hans þegar kristnir öfgamenn myrtu þúsundir múslíma í Mið-Afríkulýðveldinu á síðasta ári. Það skýrist væntanlega af því að hann er hálfmenntaður og illa gefinn hrokagikkur.
Heiðnari (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 17:04
Íslendingar upp til hópa, eða alla vega lattlepjandi 101 liðið sem er 95% af öllum sem ég umgengst og hitti nokkurn tíman, þjást af ýmis konar hatri og fordómum en Islamófóbía er ekki meðal minna kunningja. Ég bryndi síðast músum yfir því í dag að múslimar deyi, afþví persónulegur vinur minn dó í dag, að vísu ekki af völdum ofsatrúarmanna, en múslimar eru bæði blóðvenslaðir mér og í mínum allra nánasta hring.
Heiðinn (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:33
Með öðrum orðum, ég sé enga ástæðu til að berjast við vindmyllur eins og Don Kíkóti. Ég sé islamófóbía í sjónvarpi og útvarpi, en hef sjaldan hitt slíkan mann, enda mest búið hér og enn lengur í einni af stærstu borgum heims, þar sem greinarskrif eins og "Ég þekki ágætis múslima. Það var þessi fína moska rétt hjá húsinu mínu einu sinni og þetta voru svo góð samskipti" eða "Múslimar eru líka fólk!" þættu ekkert nema rasismi. Það vita þetta allir nema hálfvitar og þýðir ekkert að tala við hálfvita. Þegar hálfvitar velja sér lið og líta framhjá morðum fólks af rangri trú afþví hún er ekki nógu kúl (, þ.e. kristni), þá flökrar jafnvel heiðnum manni sem er betur gerður en svo og hefur dvalið langdvölum innan um sama fólk og verið er að murka lífið úr og enginn vill veita hæli, skrifa grein um eða koma til varnar, heldur er þeim hrósað og þeir varðir sem hvetja til ofbeldis út af teikningu í París, á sama tíma og þúsundir kristinna falla í valinn fyrir austan í algjörri þögn, fyrir samskonar haram "glæpi". Islamic State samtökin eiga það sameiginlegt með Moggabloggurum að vita betur en aðrir hverju aðrir en þeir eiga að trúa að þeirra mati. Þeir hafa því skáldað upp hinn "sannkristna" mann, þó sjálfir séu þeir ókristnir, og má hann ekki hafa myndskreytingar eða flestar aðrar menningarhefðir arabískra kristinna manna. Hann má heldur ekki gera grín að spámanninum. Trúleysingjarnir og aðrir ókristnir hér á Moggablogginu telja í sama anda og af sömu hvötum sig hafa rétt á að ákveða hvaða kristinn maður trúir "rétt" og vilja ákveða þetta allt fyrir þá, eins og líklega sá sem skrifaðui þessa grein. Þessi afskiptasemi af öðrum og ofbeldið sem leynist í kjarna hennar er sjálf uppspretta alls haturs, morða og þjóðarmorð sem nú er verið að fremja af Islamic State, Talibönum og öðrum svoleiðis mönnum. Þeir ganga bara lengra en þið. Þeir hætta aldrei að vera til fyrr en þið takið til hjá ykkur sjálfum og látið aðra bara í friði með sitt. Þetta er grundvallarregla fjölmenningar. Íslendingar kunna ekki að lifa í slíku, enda gömul niðurbarin nýlenda þar sem einsleitnin og torfbúahátturinn er alráður og eina "umbuðarlyndið" sem þar má finna er falskt gerfiumburðarlyndi eins og sjá má af hundruðum alveg eins greina um að svartir, múslimar, hommar, fatlaðir o.s.frv séu líka fólk, (eins og einhver heilvita maður efist um það), greinar sem eru án nokkurs innihalds frá einstaklingum sem skrifar hana, heldur hjáróma rödd páfagauks og þættu bara rasismi sumsstaðar þar sem ég hef búið, ef ekki vitfirring svipuð: "Bláeygðir eru líka menn", "Það eru ekki allir karlmenn viðbjóðir", "Börn hafa líka tilverurétt"
Heiðinn (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.