Leita í fréttum mbl.is

Afhverju er auglýsingabann á tannlæknum og þjónustu þeirra?

Þetta var sláandi upplýsingar sem birtast í þessari frétt. Og dæmið hér af www.visir.is sýnir þetta vel:

Þessi munur sést ef dæmi er tekið af barni sem þarf skoðun, tvær röntgenmyndir og flúorlökkun. Gjaldskrá Tryggingaastofnunar metur þetta verk á rúmelga 7500 krónur, og borgar 75% af þeirri upphæð - tæplega 6300. En meðaltal tannlæknanna er hátt í ellefu þúsund krónur. - Mismuninn borga foreldrar. Munurinn á hæsta verði þessara flokka er gríðarlegur. Ef miðað er við hæstu reikninga fyrir þessi viðvik myndi reikningurinn hljóða uppá yfir 31 þúsund. Samantekt á lægsta verði fyrir þessi þrjú verk myndi enda í innan við 3000 króna reikningi.

Það getur því hugsanlega munað um 27 þúsundum á þessari þjónustu milli tannlækna.


Þetta vekur upp nokkrar spurningar.

  1. Afhverju hefur ekki verið samið við tannlækna um nýja gjaldskrá vegna endurgreiðslur?
  2. Afhverju er tannlæknum ekki heimilt að auglýsa gjaldskrár sínar. Það er auðsjáanlega hagur fólks að vita að það getur munað mörg hundruð prósent á því hvað þeir rukka fyrir þjónustu sína?
  3. Afhverju er hér takmarkanir á því hve margir fá að fara í tannlæknanám?

Frétt af mbl.is

  Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna
Innlent | mbl.is | 27.3.2007 | 15:47
 Munur á því verði sem tannlæknar innheimta að jafnaði fyrir þjónustu sína og þeirri gjaldskrá sem Tryggingastofnun ber að miða greiðsluþátttöku sína við hefur vaxið umtalsvert. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar, að gjaldskrá almennra tannlækna sé að meðaltali ríflega 34% yfir gjaldskrá ráðherra. Verðmunur á þjónustu tannlækna er hins vegar mikill eða frá 130% yfir gjaldskrá ráðherra til rúmlega 6% undir gjaldskránni.


mbl.is Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

1. Samningar fela í sér að aðilar koma sér saman um einhverja niðurstöðu sem báðir sætta sig við. Það sem er sérkennilegt í þessu er að hér er samið um greiðslu til sjúklinga tannlækna en ekki beinar greiðlur til tannlækna í sjálfu sér. Tannlæknar reka sínar stofur og þurfa að hafa innkomu til þess og eru því í raun óháðir samningum. Greiðslur Tr til tryggingaþega vegna tannlækninga er aðeins uþb 20% af heildarumfangi tannlæknakostnaðar á Íslandi.

2. Það eru í gildi lög um auglýsingar heilbrigðisstétta. Það er afar erfitt að segja til um hvert auglýsingar leiði heilbrigði og heilbrigðisstéttir. Upplýsingagildi auglýsinga er mikið en lækkun á verði tannlækninga þeirra vegna er fráleitt. Auglýsingakostnaður mun auðvitað fara út í verðlagningu og nú þegar eru tannlæknar í óheftu samkeppnisumhverfi eins og dæmin sanna. Oftrú á gildi auglýsinga hefur ekki heltekið þessar heilbrigðisstéttir, heldur aðra.

3. Það kemur tannlæknum og félagi þeirra ekki við hversu margir tannlæknar útskrifast frá tannlæknadeild HÍ en tannlæknanám er dýrasta nám sem hægt er að veita. Hverjum og einum sem hefur til þess undirstöðu er heimilt að fara í tannlæknanám út um allan heim. Hugarflug höfundar ber hann af leið í einhverri illkvittni sem rétt að lækna hann af. Tannlæknar hafa engin áhrif og enga skoðun á fjölda tannlækna sem hér starfa eða útskrifast . Markaðurinn sér um það án þinnar hjálpar eða tannlækna.

Sigurjón Benediktsson, 3.4.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta átti alls ekki að vera illkvittni. Ég var bara að velta þessu fyrir mér. En þegar að kemur fram að forleldrar þurfa fyrir ákveðin verk er á bilinu 3 til 31 þúsund eftir tannlæknum þá finnst mér eðlilegt að spurt sé spurninga. Sérstaklega þegar það kemur í ljós að það er fólk sem veigrar sér við að leita tannlæknis fyrir börnin sín. Því var ég að velta fyrir mér afhverju að tannlæknar fá t.d. ekki að láta gjaldskrá sína birtast í blöðum eða þá á netinu. Þetta með fjölda tannlæknanema var bara hugmynd mín að aukinni samkeppni.

Ég er dyggur greiðandi nú síðustu árin að tannlæknaþjónustu sérstaklega fyrir mig og á eftir að greða hundruð þúsunda í viðgerðir á þessu ár. Og það voru nokkur hundruð á síðasta ári. Það er bara minn réttur að velta þessu upp.

Nú er því ákvaft haldið að mér að fara erlendis og láta framkvæma þetta þar. Mér er sagt að ferðakosnaður og viðgerðirnar séu svona helmingur af verðinu hér. En þar sem ég er hjá góðum tannlækni og vill að það ábyrgð og eftirlit með þessum framkvæmdum þá vill ég það síður.

Ég veit alveg að það er gríðarlegur kosnaður við efni og tæki hjá tannlæknum en ég skil ekki þennan gríðarlega mun.

Ætlaði ekki að æsa neinn bara spurði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband