Leita í fréttum mbl.is

Helvítis spákaupmennska

Svona hlutir fara alveg svakalega í taugarnar á mér. Verð á olíu ríkur upp vegna kjaftasögu. Verð ríkur upp vegan orðróms um slæma birgðastöðu. Verð ríkur upp vegna hugsanlegs þetta og hugsanlegs hins. Síðan reynist aldrei fótur fyrir þessu sögum eða orðrómi. Fer að halda að þetta sé tæki sem spákaupmenn nota til að leika sér með verðið. Eða þá að þeir sem stunda þessi viðskipti eru taugveiklaðir aumingjar.

www.mbl.is

Viðskipti | mbl.is | 28.3.2007 | 08:03

Olíuverð hækkaði um allt að 5 dali vegna orðróms um stríð

Verð á hráolíu hækkaði num allt að 5 dali í gærkvöldi þegar orðrómur barst um að Íranar hefðu skotið eldflaugum á bandarísk herskip. Um klukkan 22 í gærkvöldi hækkaði verðið á Brent Norðursjávarolíu úr 64,60 dölum fatið í 69 dali á nokkrum mínútum í rafrænum viðskiptum.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið bar fréttirnar strax til baka og olíuverðið á eftirmarkaði lækkaði fljótt í kjölfarið.

„En þetta sýnir að markaðurinn er á nálum vegna ástandsins í Persaflóa," hefur fréttavefur CNN eftir olíumiðlara í New York.

Í morgun hækkaði olíuverð bæði í Lundúnum og New York um rúmlega dal. Er þetta sjötti dagurinn í röð sem olíuverðið hækkar og er verðhækkunin rakin til þess að Íranar handtóku breska hermenn á Persaflóa um helgina. Verð á Brent Norðursjávarolíu er nú um 65,77 dalir og á markaði í New York er verðið 63,95 dalir.


mbl.is Olíuverð hækkaði um allt að 5 dali vegna orðróms um stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband