Leita í fréttum mbl.is

Forréttindi Hafnfirðinga

Menn hafa verið að deila um hvort rétt sé að halda svona almenna kosningu um mál eins og breytingu á deiliskipulagi. Það hefur verið rætt um að stjórnmálamenn og fulltrúar þeirra eigi að taka þessar ákvarðanir þar sem að fólk hafi kosið þá til þess. Síðan geti fólk lýst skoðunum sínum í næstu bæjarstjórnarkosningum. Eins verið rætt um að þetta getir skapað fordæmi og erfiðleika fyrir fyrirtæki í framtíðinni.

Ég segi að þetta finnst mér aum rök. Mér finnst þetta mál einstakt þar sem að verksmiðjan er nánast orðinn inn í nánasta byggingarlandi Hafnfirðinga og því er þetta stórmál fyrir íbúana. Ég minni á lætin sem urðu í Grafarvogi út af Áburðarverksmiðjunni. Og þar tók fólk sig saman og mótmælti og hefði ekki orðið sátt ef að Reykjavíkurborg hefði gefið leyfi fyrir stækkun í stað þess að vinna að því að hún yrði lögð niður eða flutt.

Mér finnst þetta forréttindi hjá hafnfirðingum að þurfa sjálf að taka ákvörðun í stað þess að láta embættis og stjórnmálamenn sjá um þessi mál fyrir sig. Þetta held ég að skili Hafnarfirði íbúum og kjósendum sem fylgjast betur með málefnum bæjarins og eru mun meira vakandi fyrir velferð bæjarins. Eðlilega er fólk ekki sammála en það hlýtur að jafna sig. Það veður jú meirihlutinn sem ræður. Alveg eins og ef meirihluti bæjarstjórnar hefði tekið ákvörðun.

Þetta held ég að sé til fyrirmyndar hjá Hafnfirðingum og sé framtíðin þ.e. að koma á virku íbúalýðræði. Og það er bara kostur að það skapist umræður og menn leggi á sig að koma sínum málstað á framfæri.

Með nýrri tækni verða svona atkvæðagreiðslur sífellt auðveldari og við sem búum í bæjarfélögunum eigum að verða virkari í ákvarðanatöku varðandi stærri mál bæjarins.


mbl.is Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband