Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ragnar talar tungum tveimur. Fréttir af ræðu í Litháen!

Vek athygli á þessar frásögn af ræðu Ólafs Ragnar í Litháen:

Skemmst er frá því að segja, að inntakið í ræðu forsetans var að bera lof á leiðtoga Litháa fyrir þá framsýni þeirra og raunsæi að hafa fest nýfengið sjálfstæði í sessi með inngöngu í Evrópusambandið og NATO. Við hliðina á forsetanum sat utanríkisráðherra Íslands, hljóðlátur, þá nýbúinn að senda Evrópusambandinu uppsagnarbréfið, þótt það hefði ekki enn ratað í fréttirnar.

Sjá nánar hér og hér

En hér heima talar um að við eigum að snúa okkur til Rússlands og Kína frekar en ESB því það sé hræðilegt


mbl.is Viljinn ekki til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú leggur semsagt Ísland og Litháen að jöfnu gagnvart ESB. bil í fyrsta lagi bara benda á mun á landfraæðilegri afstöðu þessar ríkja. Ég ég væri frá Lithái þá trúlega myndi ég vilja vera í ESB........en ég er bara Íslendingur.

G.Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 20:12

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Áhugavert innlegg hjá þér. Ég var einmitt að velta fyrir mér hvað Ólafur Ragnar hefði verið lítið í umræðunni hér undanfarið. Pútín dró sig í hlé. Það var bara lognið á undan storminum. Og svo fór ég að pæla í: hvað með Ólaf Ragnar? Hann hefur verið lítið í umræðunni undanfarið!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 18.3.2015 kl. 00:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þjóðhöfðingjar þiggja ekki boð til landa hvers annars,án þess ýmist að bera á þá lof eða sýna viðurkenningu. Forsetinn veit að Íslandi og Litháen verður ekki jafnað saman,það sem er þeim fyrir bestu,er skemmandi fyrir okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2015 kl. 01:15

4 identicon

Það er þröngsýni og heimska að halda að sami hluturinn reynist eins einum manni og öðrum, einu samfélagi og öðru, einum þjóðfélagshóp og öðrum, einu landi og öðru. Þú verður afskaplega glaður og ánægður þegar ólöglegur innflytjandi eða flóttamaður sem talar hvorki ensku né íslensku fær loksins ríkisborgararétt og vinnu við skúringar eftir mikið basl, ef þér er ekki sama um hana. Þér líður ekkert eins gagnvart dóttur ráðherrans og dómarans sem er í sömu vinnu á fertugsaldri og ályktar að hún hafi lent í eiturlyfjum eða einhverju öðru fyrst hún með sinn bakgrunn er ekki að gera neitt annað á þessum aldri. Eins eru ólíkar þjóðir með ólíka sögu ekki sambærilegar. Ef fólk skildi það þá hefðu Vesturlönd ekki verið að styðja stríðið gegn Assad og þá væri enginn uppgangur Islamic State núna og verið að fremja þjóðarmorð á Yezídum, Assýríska Kristna minnihlutanum, Alawite múslimum, Kúrdum o.s.frv. í Sýrlandi. Það er allt okkur að kenna fyrir að ætla að frelsa Sýrland og færa þeim "lýðræði" og styðja stríðið gegn forsetanum. Fólk hefði heldur ekki verið að ráðast inn í Miðausturlönd með hernaði, heldur látið þau eiga sig og við værum ekki ennþá að borga fyrir Írak og Afghanistan. Það er drottnunargirni og ofbeldi sem vanvirðir mismun á einstaklingum og hópum fólgið í því að heimta eina lausn fyrir alla. Forsetinn er að sýna víðsýni með að hrósa einni þjóð fyrir að gera eitthvað sem hann óskar þó ekki sinni þjóð, þjóð sem er í dag frægust fyrir stórfelldan útflutning á vændi og glæpastarfsemi, mesta uppgang hægri öfga í heiminum, blómstrandi nýnazisma, met í Evrópsku mansali og kynlífsiðnaði, þar sem margir ungir menn vinna við að selja eigin landa í kynferðislega ánauð til annarra landa og lokka þær með fölskum tilboðum. Forsetinn sýnir að hann er hliðhollur og vinveittur Evrópubandalaginu sem slíku, þó hann telji það ekki æskilegt fyrir eigin þjóð. Það kallast víðsýni og virðing fyrir ákvörðunum annarra, ólíkum aðstæðum og annarri menningu.

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 10:10

5 identicon

Litháar eiga reyndar líka heimsmet í sjálfsmorðum um þessar mundir, fyrir utan að vera eitt aðal-mansalslandið, þar sem skipulögð glæpastarfsemi og vændi blómstrar og ekki síður hægri öfgar og nýnazismi. Atvinnuleysi er þar ótrúlega mikið og andlegt ástand þjóðarinnar hræðilegt. Að gleðjast yfir því að þjóð sem svoleiðis hefur verið ástatt um í ótrúlega langan tíma skuli reyna að bjarga sér á einhvern hátt og þiggja aðstoð, þó hún kosti kannski eitthvað um leið, er bara eins og að óska manninum sem fékk hálfgerða þrælavinnu í verksmiðjunni hjartanlega hamiingju með að búa ekki lengur á götunni.

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 10:14

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ekki veit ég hvað býr í þér Þorri, en sú hugsun sem þú setur niður hér, er þér til skammar. Litháar voru búnir að vera frá amk seinna stríði undirsátar Sovétríkjana allt til þess tíma sem Jón Baldvin Hannibalson viðurkenndi fyrir hönd Íslands sjálfstæði þeirra, sennilega í kring um 1993-1994, fyrstur af öllum heimsins ríkjum fyrir Íslands hönd. Síðan hefur Litháenar litið til Íslands með mikilli velþóknun. Hefur þú hugsað um hver heimsmet Íslendinga eru??? 

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 16:45

7 identicon

Ég hef ekkert á móti Litháum, nema síður sé. Ef þú lítur á tölur um sjálfsmorðstíðni, alþjóðlegt mansal og vændi og mikil félagsleg vandamál sem eitthvað sem geri aðrar þjóðir ómerkilegri eða verri en þína þá segir það allt um þig sjálfan, að þú sérst snobb, sem hrífst mjög af peningum, hafir fordóma fyrir geðsjúkdómum sem láta menn fremja sjálfsmorð og þeim félagslegu aðstæðum sem auka líkurnar á að menn myndi með sér slíka. Það segir ekkert um hvorki mig eða Litháa. Þú ert ekki betri vinur neins með að fegra eða ljúga eða forðast að segja sannleikann. Skipulögð glæpastarfsemi er líka alþjóðlegt vandamál sem gerir aðra ekki verri en þig, heldur þvælast menn út í slíkt af ýmsum ástæðum og lítill minnihluti glæpamanna getur lagt undir sig heilar þjóðir eins og í Sýrlandi og Írak. Það hefur sem betur fer ekki gerst í Litháen og mun vonandi ekki gerast, en ítökin eru alltof mikil og víða og sama á við um mörg lönd í Austur Evrópu og reyndar líka um Ítalíu. Íslendingar ættu að reyna að skilja það að forréttindi okkar á ýmsum sviðum eru það; forréttindi, en ekki hugsa eins og fólk eins og þú sem heldur að það að aðrir búi ekki við sömu forréttindi geri þá verri eða ómerkilegri eða minni menn. Það að þú gerir þessa tengingu sýnir þinn innri mann og hann virðist mér í fljótu bragði heimóttarlegur rasisti eins og gildir um of marga landa þína.

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 17:17

8 identicon

Ef það var vændið sem fór fyrir brjóstið á þér og varð til þess þér fannst ég vera að rægja Litháa þá ráðlegg ég þér að láta skoða á þér höfuðið. Vændi skapast af fátækt, félagslegum vandamálum, sálfræðilegum erfiðleikum og veikindum oftar en öðru og margar konur frá þessu landi stunda slíkt líka nauðugar viljugar, plataðar til annarra landa með fölskum gylliboðum. Þessar fáu "viljugu" vændiskonur eru yfirleitt innfæddar konur sem búa í forréttindalöndum. Þú býrð á steinöld ef þú heldur að það að einhver stundi vændi geri hann að siðferðilega lélegri veru en þér sjálfum. Hann eða hún ólst bara ekki við sömu forréttindi og þú og glímdi við ýmsa erfiðleika sem þú slappst við. Að selja sjálfstæði Litháens til að forðast að dæturnar þurfi að selja sig er sjálfsagt mál. En við erum ekki komin í svona hræðilega stöðu og lendum vonandi ekki í henni og þurfum ekki á slíku að halda. Hvaða met ætli við Íslendingar eigum, Jónas? Fyrir utan þessi augljósu eins og offituna, sem er hvað mest hér í Evrópu, þá held ég það sé fljótfærni, dómharka og ólæsi eins og einkennir þig. Gott ef er ekki líka heimska.

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 17:21

9 identicon

Hvers vegna þarftu að kvabba um að Jón Baldin hafi veitt Litháum sjálfstæði, Jónas. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða litli kerfiskall skrifar fyrstur undir slíkt plagg, heldur bara hvort stóru kallarnir gefa græna ljósið. Það er engin hetjudáð að gera eitt skrift undirskrift og það að Íslendingar séu að hampa þessu og stæra sig af enn þann dag í dag sýnir bara hvað þjóðin hefur í raun lítið afrekað og hversu lítil og ómerkileg athæfi þarf til að kveikja upp þjóðrembu hjá landanu, þó það sé eitt pennastrik. Aðrar þjóðir sem hafa afrekað fleiri og raunverulegri hluti vitna aldrei í slíkar "hetjudáðir" kerfiskalla.

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 17:24

10 identicon

Að lokum, Jónas, þá skalltu vita að ég lít til allra landa með mikilli velþóknun. Velþóknun þessi er algjörlega ótengd því hvernig þau líta á mína þjóð eða hvort þau vita yfirhöfuð af tilvist hennar eða hvar þau eru á landakortinu. Afþví þessi velþóknun er raunveruleg, en ekki byggð á einhverjum ranghugmyndum í þessar þjóðir ásamt miklum vilja til að upphefja sjálfan mig og eigin þjóð, þá breytir það heldur engu fyrir mig hvernig andlegt eða fjárhagslegt ástand þjóðarinnar er, nema auðvitað á þann hátt að því verri sem staðan er, því meira rennur manni blóðið til skyldunnar að reyna að aðstoða gegnum góðgerðarsamtök til dæmis. Ég trúi ekki á þær hugmyndir að ríkir séu betri en fátækir eða lönd sem einkennast af hárri dánartíðni af sorglegum ástæðum verri en þau sem hafa góða almenna heilsugæslu eða að menn sem hafi háskólapróf séu verri en vændiskonur og ég fyrirlít menn með andstæðan hugsunarhátt. Þar af leiðandi tengist velvild mín til Litháa á engan hátt einhverjum skriffinn frá Íslandi og því næsta sem hann komst því að gera neitt af viti í lífinu, af því einfaldlega að vera réttur maður á réttum stað og stund og hafa gripið sama tækifæri og meirihluti mannkyns í hans stöðu hefði líka gert.

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 17:33

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ok nú er komið nóg Þorri, markmið mitt var alls ekki að móðga þig á neinn hátt né gera lítið úr þér og þínar skoðanir, og biðst velvirðingar hafi þú tekið því þannig. Kær kveðja.

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 21:01

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Helga Kristjánsdóttir, mér þætti vænt um ef þú vildir, þó væri ekki nema gefa eitt dæmi um það hvers vegna eithvert tilvik væri Litháum í vil að gerast aðilar að ESB, en íslendingum ekki!!!

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 21:06

13 identicon

Allt í góðu og sömuleiðis :)

Þorri (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband