Leita í fréttum mbl.is

Íbúðalýðræði - Gott mál!

Ég get ekki skilið þessa gagnrýni sjálfstæðis/framsóknamanna á kosningarnar í Hafnarfirði. Mér finnst að talsmenn þessa flokka láti í það skína að fólk sé fífl. Þeir hamra á því að svona mál sé eitthvað sem eigi að láta í hendur kjörina fulltrúa og annað sé bara vitleysa.

Þó að ýmsilegt megi sjálfsagt finna að undirbúning þessara kosninga í Hafnarfirði þá finnst mér þessar kosningar bara hafa tekist vel.

Það sem mér finnst ég lesa út úr orðum þessara fulltrúa sem hafa tjáð sig gegn þessari aðferð við ákvörðunatöku er að þau sem eru í framboði fyrir flokkanna og komast í stjórn bæjarfélags séu svo miklu hæfari til að taka ákvarðanir og endurspegli vilja kjósenda. En þessu er ég bara alls ekki sammála.

  • Þegar flokki er greitt atkvæði í sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningum þá greiðir maður flokki atkvæði sitt. Maður hefur ósköp lítið um það að segja hvaða fulltrúa maður er að velja. Þannig getur verið að oddviti flokks sé einhver sem maður hefur trú á. En svo næstu sætum getur verið einhver sem fylgir með sem maður hefur enga trú á.
  • Eftir kosningar er yfirleitt ekki um meirihluta eins flokks að ræða heldur mynda 2 eða fleiri flokkar meirihluta um ákveðna málaskrá þar sem að geta komið fram ýmismál sem manni líkar ekki við varðandi stórmál.
  • Þegar rætt er um að kjósendur geti sagt sína skoðun í næstu kosningum með því að kjósa ekki þá sem hafa staðið fyrir einhverju sem fólk er ósammála þá er það bara allt of seint og skaðinn skeður.

Þó að kjörnir fulltrúar eigi jú að axla ábyrgð á stjórn sveitafélags og bera hag okkar fyrir brjósti þá finnst mér það frábær möguleiki að geta haft eitthvað um stærstu mál að segja.

Enda held ég að íbúakosningar og Þjóðaratkvæðagreiðslur sé eitthvað sem á eftir að aukast hér. Við erum jú fámenn, rík og tæknivædd þjóð sem ættum auðvelt að framkvæma slíkt. Og um leið og við yrðum virkar þátttakendur mundi áhugi og þekking almennra kjósenda aukast og við yrðum mun meira aðhald við stjórnmálamenn.

P.S.

Sigríður Andersen komst alveg svakalega illa frá Kastljósinu í kvöld. Frekar öfgafull hægri manneskja sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti að tefla meira fram þannig að aðrir flokkar njóti góðs af fylgi sem þar með mundi fara annað.


mbl.is Þörf á skýrum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband