Leita í fréttum mbl.is

Frjáslyndir grípa í síðustu hálmstráin

Hef verið að lesa blogg nokkura fulltrúa Frjálslyndra hér á blog.is. Það sem vakti athygli mína er að þeir fullyrða að 62% þjóðarinnar sé sammála málfluttningi þeirra í innflytjendamálum. Mér brá! EN svo þegar þau skýra þetta frekar þá eru þau að vitna í netkosningu á vef Bylgjunar fyrir Reykjavík síðdegis. Þetta eru náttúrulega alveg hlægilegt. Þetta eru skoðun þeirra sem heimsækja síðunna hjá Reykjavík siðdegis og þeir voru sjálfsagt nokkrir Frjálslyndir þar sem að ræða átti við þá í þættinum. Það hafa fleiri reynt að nota þetta könnunarkerfi þeirra sér til framdráttar. t.d. framsókn í síðustu kosningum í borginni þar sem að framsókn fann út að skv því væru þeir með 15 eða 20% fylgi.

Þetta er eins og með öll rök frjálslyndra í þessu máli með innflytjendur. Er viss um að margir í flokknum er á því að þetta mál hefði þurft að hugsa betur. Ekki setja málið fram sem fullyrðingar sem svo ekki reynast réttar, ekki svona öfgakennt og kannski frekar að flokkurinn hefði af hófsemi reynt að leiða þessar umræður til að fá niðurstöðu sem gagnaðist öllum.

Svona kjaftæði eins og "Ísland fyrir Íslendinga" og útlendingar séu helsjúkir smitberar, sem stela vinnu frá okkur og valda kauplækknunm í stórum stíl, eru bara ekki að gera sig. T.d. það að tala um að þeir steli atvinnu af okkur á bara ekki við í landi þar sem er ekkert atvinnuleysi. Það er stéttarfélaga að semja um hærra lámarkskaup, þannig að það nálgist markaðslaun.

Bendi á tilvitnun Péturs Gunnars í ræðu Magnúsar Þórs af þingi 2004 þar sem honum fannst innflytjendalöggjöfin allt of ströng.

Og hér er fín færst eftir Hrannar Björn Arnarsson um þessa stefnu frjálslynda og það nýjast í málflutningi þeirra

En verði þeim að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona á blogg að vera. Sett fram af hógværð, rökvísi og sanngirni. Látum vera þó aðeins sé minnst á áróður okkar um helsjúka smitbera, þá sem eru að stela frá okkur vinnunni og annað smáræði sem bara hlýtur að vera satt- þið rétttrúaðir eruð búnir að segja það svo oft. En áfram með smjörið! Óttinn við málflutning okkar og viðbrögð ykkar sem þessi ótti hefur vakið er greinilega farinn að skila sér í athygli kjósenda.  Í hreinskilni sagt Magnús, mér finnst þú blátt áfram yndislegur.

Árni Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Árni hvernig á maður að skilja þetta sem kemur fram hjá einum frambjóðenda ykkar:

  • Berklar
    • Algengasta dánarorsök vegna sýkingar í heiminum (allt að 2 milljónir manna 2002).
    • 8.2 milljón ný tilfelli árið 2002.
    • Tíðni hækkandi frá 1985.
    • Lyfjaónæmir berklastofnar eru STÓRT og ört vaxandi vandamál nútímans.
    • Vaxandi notkun á lyfjameðferð undir eftirliti.
    • Mikið um lyfjaónæma stofna berkla í A-Evrópu.
    • Lítið sem ekkert heilbrigðiseftirlit með þeim tugþúsundum innflytjenda sem búsetjast nú á Íslandi.
  •  Og svo þessi kafli

  • Hingað til Íslands streyma nú þúsundir innflytjenda árlega.
  • Laun eru að lækka hratt.
  • Atvinnurekendur hafa nú ótakmarkaðan aðgang að vinnufólki A-Evrópu.
    • Í A-Evrópu búa milljónir atvinnulausra.
    • Í A-Evrópu ríkir mjög slæmt efnahagsástand sem leiðir til fólksflótta.
  •  Þetta er nú það sem maður heyrir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þetta er af síðu Jóns Magnússonar:

Nú þegar verður að bregðast við og efla lögregluna til mikilla muna svo að hún geti tryggt öryggi borgaranna og komið erlendu glæpafólki úr landi.

Og þetta

Það er ekki hægt að sætta sig við að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín á hverjum morgni óttaslegið yfir að það verði búið að brjótast inn þegar það kemur heim.  Í vaxandi mæli eru þeir sem fremja þessa glæpi  útlendingar. Hvað á að gera til að bregðast við þessu? 

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Viðar það er ekki spurningin um hvort að það sé talað um þessi mál. Það spurningin hverning maður talar um þessi mál. Og þá sérstaklega þetta fólk sem er að koma hingað og vinna.

Í stað þess að gefa í skyn að þetta séu hugsanlegir glæpamenn og smitberar sem draga niður laun íslendinga þá hefði ég lagt áherslu á að það þyrfti að tryggja að þeir hefðu aðgang að heilsugæslu, kjarasamningar gerðir til að koma í veg fyrir að þeir séu ráðnir inn á lægri töxtum en gengur og gerist. Og þannig væri komið í veg fyrir að þeir hugsanlega lækkuðu laun íslendinga. Sem minnir mig á það að þið auglýstuð að laun íslenskra iðnaðrmanna hefðu ekki hækkað eins og önnur laun í landinu 2006 Í fréttum núna í dag kom fram í viðtali við formann Samiðnar að þessi munur stafaði af því að laun útlendinganna draga þetta meðaltal niður. Íslendingar eru með meiri hækkanir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2007 kl. 12:56

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En þetta eru skrítnar staðreyndir og standast ekki

  • Laun hafa ekki hrapað hér á landi
  • Það hafa ekki aukist hér berklatilfelli og þau sem eru greind hér eiga sér upptök á síðustu öld hér á landi.
  • Á þá ekki að skoða alla íslendinga sem ferðast til útlanda og sérstaklega Austur Evrópu. Og beklar eru líka í Bandaríkjunum og í ýmsum vestrænum löndum. Á að rannsaka alla íslendingar sem þaðan koma.
  • Fjölmenningarsamfélög hafa gengið ágætlega. Vissulega koma upp vandamál eins og í samfélögum þar sem enginn útlendingur býr.
  • Það er mjög stór hópur af þessum sem setjast hér að sem gengur vel að laga sig að íslensku samfélagi en vissulega aðrir sem kjósa að vera meira útaf fyrir sig.
  • Flestir þeirra komið hafa hingað nú síðustu ár eru farandverkamenn. Þeir eiga sínar fjölskyldur erlendis og eru hér aðeins af því að hér hafa þeir góðar tekjur. Alveg eins og þegar hópur íslendinga fór hér um landið áður og unnu í fiski.
  • Hvernig heldur þú að ástandið væri á sjúkrahúsum, skólum, veslunum og annarsstaðar ef að hingað hefði ekki flutt fólk sem ekki flúlsar við störfum eins og ræstingum og þessháttar störf sem að íslendingar telja sig ofgóða til að vinna? Hingað hefur fólk flutt frá Austurlöndum sem kanna að fara með peninga og vinnur vel og hefur bjargað málum fyrir okkur í þessum störfum.
  • Hvernig heldu þú að ástandið væri hér ef að allar þær framkvæmdir sem eru í gangi núna hefði átt að framkvæma bara með íslenskum starfsmönnum
  • Spái því að starx á þessu ári fækki innfluttu vinnuafli þó nokkuð t.d. um 1800 fyrir austan.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband