Leita í fréttum mbl.is

Við skulum nú ekki gera úlfalda úr mýflugu

Mér sýnist í fljótu bragði að fólk sé stórlega að oftúlka niðurstöður kosninganna í Hafnarfirði. Menn sem ekki búa í Hafnarfirði rjúka til og kalla Hafnfirðinga öllum nöfnum og Samfylkingunna fyrir að leyfa fólkinu sem þar býr að hafa eitthvað um sitt mál að segja. Ég fer nú velta fyrir mér hvað fólki í Reykjavík mundi segja ef að þetta álver hefði verið í Víðidal þar sem fákur er núna og hefði vilja stækka þrefallt.  Þetta var val Hafnfirðinga og það að Samfylkinginn kaus að fara þessa leið gerir það að verkum að meirihluti Hafnfirðinga kaus að Álverið fengi ekki að byggja viðbótina. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður sem fólk hefur og ber að virða þær.

Ég held að álver Alcan eigi eftir að blómstra þarna áfram um ókomin ár. Nema að ástæða stækkunarinnar hafi verið að þeir séu hræddir um að álverð lækki mjög á næstunni og það þurfi því að auka framleiðslunna til að arður af verksmiðjunni verði ásættanlegur.

Þá er þess að geta að það var ríksstjórn Sjálfstæðismanna og framsóknar sem færði ákvarðanatöku til sveitarfélaga og þar með verða svona framkvæmdir sem snerta okkur öll í höndum viðkomandi sveitafélags

Frétt af mbl.is

  Fjallað um kosningarnar í Hafnarfirði í fjölda erlendra fjölmiðla „Íbúarnir sendu okkur skýr skilaboð. Við fengum þau. Við þurfum að fara yfir málið og velta möguleikum okkar fyrir okkur áður en við gerum frekari áætlanir,“ segir talsmaður Alcan álfyrirtækisins, Anik Michaud, í samtali við kanadíska fréttavefinn Gazette í gær. Fjallað hefur verið um kosningarnar í Hafnarfirði um stækkun álvers Alcan í Straumsvík í fjölda erlendra fjölmiðla, meðal annars International Herald Tribune, Msnbc.com og Vancouver Sun.


mbl.is Fjallað um kosningarnar í Hafnarfirði í fjölda erlendra fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Merkilegt að lesa að andstaðan hafi aðallega verið vegna færslu Reykjanesbrautarinnar, ekki kannast ég við það! Þorði Rannvei Rist ekki að segja honum sannleikann eða er hann bara að bulla þetta sjálfur?

Opposition to the expansion centered on a plan to reroute a road rather than to the smelter per se, according to an Alcan spokeswoman in Montreal. This was part of a local urbanization plan, Anik Michaud told Dow Jones Newswires.

http://biz.yahoo.com/ap/070402/iceland_alcan.html?.v=4

Dísa (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já þessir hafa eitthvað tekið vitlaus eftir eða einhver misskilið málið hrottalega hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband