Leita í fréttum mbl.is

Það er með ólíkindum hvað gerist þarna í Írak

Ef þetta eru peningar frá örðum löndum eins og Bandaríkjunum þá er þetta með ólíkindum að þeir séu bara afhentir embættismönum án eftirlits. Eitthvað er svo skrýtið við þennan hluta fréttarinnar.

Eitt það mál sem mesta umfjöllun hefur fengið er mál þar sem um 2 milljarðar Bandaríkjadala hurfu úr sjóðum sem ætlaðir voru til enduruppbyggingar á stofnkerfi rafmagnsflutninga í landinu. Ayham al-Samaraie, fyrrum rafmálaráðherra landsins var sakfelldur í því máli, en hann flýði fangelsið á græna svæðinu svokallaða í Bagdad í desember sl. en kom svo til Chicago um miðjan janúar.

Al-Samaraie, sem hefur bæði íraskan og bandarískan ríkisborgararétt, segir Bandaríkjamenn hafa aðstoðað sig við flóttann.

Þetta vekur hjá manni hugrenningartengsl við það að mörg Bandrísk fyrirtæki eru sögð græða óheyrilega á störfum við enduruppbyggingu í Írak og gætu hafa náð hluta af þessu fé og hjálpað honum að flýja í staðinn.

Frétt af mbl.is

  Átta milljarðar Bandaríkjadala horfnir úr íröskum sjóðum
Erlent | AP | 4.4.2007 | 17:39
Bandarískar herþyrlur yfir Bagdad Radi al-Radhi, íraskur embættismaður sem fer fyrir nefnd sem rannsakar spillingu í íraska stjórnkerfinu, segir að 8 milljörðum Bandaríkjadala hafi verið sólundað eða stolið undanfarin þrjú ár. Ennfremur segist hann hafa fengið morðhótanir eftir að hann hóf rannsókn á tugum starfsmanna olíumálaráðuneytisins í landinu.


mbl.is Átta milljarðar Bandaríkjadala horfnir úr íröskum sjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta kallast lýðræði í orðabók Bush forseta.  Svo má ekki gleyma talsmanni Talibana sem fékk dvalarleyfi í USA og er nú í skóla að læra sögu.

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband