Leita í fréttum mbl.is

Þetta er skrýtin könnun!

Á ég að trúa því að eitthvað hafi gerst á síðustu viku sem veldur þvi að fólk sé að flykkjast til Sjálfstæðisflokksins. Það hafa verið að birtast viðvarandir úr öllum hornum um að við stefnum í harða lendingu í efnahagsmálum ef ekki er hægt á stóriðjuframkvæmdum en ráðherrar núverandi stjórnar harma að niðurstöður í Hafnarfirði og ýta áframa þá álverum í Helguvík og Húsavík.

Fólk verður að gera sér grein fyrir þvi að með þvi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er fólk að kjósa áfram sömu ríkisstjórn yfir okkur. Því að framsókn verður fyrsta val Sjálfstæðismanna ef að framsókn kemur mönnum á þing.

Fólk gæti með því verið að kjósa yfir okkur að:

  • Landsvirkjun verði einkavinavædd
  • Ruv ohf. veriði selt
  • Aukin þjónstugjöld þar sem að útgjöld ríkissins skv. loforðum sem gefin hafa verið er svo mikil að ríkið verður að fara auka tekjur sína
  • Hugsanlega skattahækkun á almenning til að frekari lækkun á sköttum fyrirtækja. M.a. til að koma hér upp eftirsóknarverður umhverfi fyrir fjármálafyrirtæki
  • Aukinni stéttskiptingu. Þar sem að fólk í krafti peninga fær forgang í þjónustu (sérstaklega heilbrigðisþjónustu)
  • Óheftri og óskipulagðri spillingu á náttúru Íslands. Þar sem að þeir sem vilja fá að spilla náttúrunni ef að það skilar hagnaði.

Ég bara trúi því ekki! Það vantar líka upplýsingar um hversu margir voru óákveðnir.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er sennilega að átta sig á því að það eru ekkert til aðrir nógu traustvekjandi valkostir í stöðunni.  Vissulega mega Sjálfstæðismenn gera betur í sumum málum en þegar allt er á botninum hvolft þá held ég að fólk muni ranka við sér og sjá að þessi svokallaða vinstri umhverfisstefna er sýndarmennska og ekki til hagsældar til frambúðar. 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 08:56

2 identicon

Ég er sammála Svavari og ég held að þessir óákveðnu séu að vakna upp núna og átta sig á þessu. Mig hryllir við því að loksins þegar fólk eins og ég sem var að leigja íbúð á okurverði gat skyndilega verslað mér þak yfir höfuðið með 100% láni og eignarmyndur er komin úr því að vera 12.2mill í 20mill á aðeins 4 árum, þetta mun hverfa ef verðbólgudraugurinn fer af stað og hann fer af stað ef þjóðarbúið dregur úr því að framleiða t.d. ál því þá verður ennþá stærri viðskiptahalli við útlönd + að minni tekur koma í formi skatta á álið. Ég er enginn talsmaður þess að setja upp álver út um allt en með nýrri tækni er hægt að minnka mengun til muna. Svo er ein hugmynd í gangi núna sem er æðislega spennandi og mengar ekkert, en það eru hugmyndir hjá Microsoft og Cisco að reisa hér netþjónabú útaf því að við erum með vistvæna orku og þessi netþjónabú þurfa mikla orku og þá þarf að virkja og ég sé bara ekkert athugavert við að þjóðnýta okkar auðlindir sé þess kostur. 

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:18

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það hefur almenn verið verið jákvæð viðbrögð við hugmyndum um gaganageymslur hér. EN hvar eiga þær að fá orkunna þegar allir næstu virkjanakostir eru þegar bundnir einhverjum álbræðslum. Og ríkisstjórnin skiptist á að segja að þeim komi þetta ekki við, þetta sé milli sveitarfélaga, orkufyritækjana og álverana. En svo næstu stundina skammast þau út í Hafnfirðinga að vera á móti stækkun.

Ef að einhver ætlar að kaupa fyrstu íbuð í dag segjum 3 herbergja á svona 21 milljón þarf kannski 100% lán er að borga af því um 120 þúsund á mánuði. Miðað við matarreikning 4 manna fjölskyldu er matarreikningu í hring um 100.000 á mánuði. Auk þess eru fasteignargjöld og rekstur á bíl og annað. Þannig að fjölskylda þarf að hafa góðar tekjur bara til að standa undir þessum hlutum í dag. Það þýðir ekki að miða við þá sem keyptu íbúðir eða húsnæði fyrir sprenginunna á fasteignamarkaðinum þau eignuðust jú töluvert en geta líkað tapað þessu ef að fasteignamarkðurinn dregst saman í og verðbólga eyskt og jú fyrir þá sem eru með erlendlán þá er talið að gengið muni líka falla í slíku ástandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2007 kl. 11:05

4 identicon

Mér dettur ekki í hug að selja í dag, ég á fína íbúð með bílskúr og á góðum stað, en ég vill ekki missa hana í óðaverðbólgu. Nýsköpun er alltaf áhættusöm, laxeldið floppaði, minnkurinn minnkaði og var að engu, en svo er annað sem hefur gengið upp og eru stórfyrirtæki í dag. 

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona til að vera viss. Þá gera menn sér grein fyrir að verðbólga er yfirleitt ekki knúin af viðskiptahall. Enda væri hún þá gríðarleg hér. Verðbólga er er eins og orðið segir verðlag miðað við ákveðið gildi. Og í dag er verðbólga hér um 6%. Verðbólga er oftast knúin með víxlverkun verðlags og launa og það eru fasteignaverð sem hefur keyrt verðbólgunna upp hér hjá okkur síðustu ár. Aukin sala á áli kemur þessu bara alls ekkert við. Menn verða að átta sig á þvi. Hér áður fyrr jókst verðbólgan af því að gengi var fellt til auka krónur sem við fengum fyrir fisksölu erlendis og við það hækkaði verð á vöru fyrir okkur. Sem olli því að við heimtuðum hærri laun sem olli því að fiskiðnaðurinn heimtaði gengisfall sem olli hækkun á vörum og svo koll af kolli.

Þannig að viðskiptahalli veldur ekki verðbólgu sem slíkur. Þannig að ál bjargar ekki verðbólgunni Sævar. Það er einmitt þennslan við að byggja þessar virkjanir og stóriðju sem veldur kauphækkunum, sem valda hækkun á vöruverði, sem veldur því að í næstu kjarasamningum verður krafa um verulegar kauphækkanir sem veldur hækkun á vöruverði þannig verður verðbólga til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já Arnþór Kópavogslækurin er náttúrulega vannýttur síðan fyrir löngu þegar ég veiddi þar silung og reyndi fyrir mér í fiskeldi í fötu. Það má kannsk ná úr honum einhverjm kílóvöttu sem gætu dugað fyrir lófatölvu sem við gætum boðið Microsoft að nota sem gagnageymslu

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband