Leita í fréttum mbl.is

Smá ráðlegging til Sigmundar Davíðs! Ekki vera svona takktlaus!

Svona fyrir það fyrsta! Þú með alla þína ráðgjafa reynið nú að hugsa aðeins áður en þið talið. Ekki bara sambandi við Sjúkrahúsið heldur allt hitt. Á einum degi tókst þér Sigmundur að forklúðra fullt af málum. Kíkjum á nokkur:

  • Á meðan að fólk hér emjar undan t.d. hárri húsaleigu, lágum launum og háum sköttum þá er varla við hæfi að tilkynna ályktun um framkvæmdir á næstu árum upp á 10 til 20 milljarða í hluti eins og Valhöll, Skrifstofubyggingu fyrir Alþingi og svo að halda áfram með Hús Íslenskra fræða. Vissulega fullþörf á öllum þessum byggingum en á meðan að Ísland skuldar gríðarlega og peningar finnast ekki í húnæðisbætur og hækkun bóta þá er út í hött að setja fram tillögur um allar þessa byggingar í einu. Af hverju ekki t.d. að klára Hús íslenskra fræða því að búið er jú að grafa þar grunn að húsinu og það er m.a. undir handritin okkar sem og að Háskólinn á einhverja peninga í sjóðum til að leggja á móti ríkinu. Enda var byggingunni hætt með látum þegar að núverandi stjórn og hagræðingarhópur tóku við. Hinar byggingarnar má setja í hönnunarkeppni og byggja svo við tækifæri.
  • Ef að þú Sigmundur heldur að þessi hugmyndi þín um allar þessa byggingar fyrir árið 2018 eiga að vera minnisvarði um stjórnartíð þína þá er það ekki skynsamlegt því að fólk tengir þa þá frekar við að þú hafi spreðað milljörðum í hugarefni þín á meðan að fólk hér barðist margt í bökkum.
  • Forsætisráðherra kemur ekki með svona hugmynd í fjölmiðla um að huga að nýjum stað fyrir sjúkrahúsið eftir öll þessi ár nema að vera með fullmótaða tillögu sem sýnir fram á að framkvæmdum við það mundi þá ekki seinka um ár eða áratugi. Hraðaðu byggingu sjúkrahús og þá mun fólk tengja það við þig og þína ríkisstjórn.
  • P.s. ef ráðgjafar þínir lögðu til þessar hugmyndir og hvernig þú ætti að kynna þær - Rektu þá. Að kynna svona efni svona vitlaust og það 1. apríl er bara í besta falli fyndið

mbl.is Bregst við gagnrýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

eg helt þetta væri aprílgabb ???sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.4.2015 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband