Leita í fréttum mbl.is

Ef við værum í ESB núna!

  • Þá væri ljóst að verðbólguáhrif sæmilegra leiðréttinga á lægstu launin mundu ekki hafa nein áhrif á gengi Evrunar.
  • Kjarasamningur myndu ekki hafa verðbólguáhrif á lán heimila þó þeir væru ríflegir. Reynda gæti verið  aukið atvinnuleysi tímabundið.
  • Það væru ekki tollar á útflutning t.d. á kjöti og mjólkurvörum
  • Það væri almennt ekki tollur á innflutning á vörum frá ESB löndum þ.e. matvörum og því lægra verð.
  • Það væru fleiri fyrirtæki að koma hingað og fjáfesta.
  • Það væri hér aukin samkeppni
  • Það væri ekki þessi sífelda ógn af gengisfalli krónunar.
  • Það væri hér meiri agi í peningamálum þar sem frá
  • Það vær ekki þannig að megnið af fataverslun væri á leið út úr landinu!

Það væri ljóst að með smá aga sem mönnum er alltaf að dreyma um þá væri hér stöðugleiki engin verðtrygging og lágir vextir.

En þetta vill þjóðinn ekki sjá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ójafnvægi verður á grundvallarþáttum hagkerfisins leitar hakerfið að jafnvægi.  Ef t.d. að fólk ætlar að taka út meiri lífsgæði heldur en hagkerfið stendur undir með framleiðslu sinni þá munu afleiðingar þess sjást með einum eða öðrum hætti. Sjálfstæður gjaldmiðill er vakur leiðréttingarmiðill ef hann er ekki til staðar leitar ójafnvægið útrásar annarstaðar.  Í því dæmi sem þú rekur hér að ofan mun afleiðingin birtast í stórauknu atvinnuleysi ef það nær ekki að leiðrétta sig í gegnum gengið.  Það er hinsvegar athyglisvert að þið vinstri menn hafið aldrei verið með miklar ahyggjur af atvinnuleysi eða uppteknir af því markmiði að halda uppi fullri atvinnu. Lausnin er bara fjölga þeim sem eru á framfærslu þess opinbera og hækka skatta til að fjármgna dæmið sem um leið dregur í verðmætasköpuninni. Það er hagfræði vinstri manna. En kannski fengist styrkur frá ESB.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 10:54

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef við værum í ESB núna værum við samt sem áður ekki með Evru. Það þarf að sækja um aðild að myntbandalaginu og það þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að komast þar inn. Nokkuð sem ekki er mögulegt fyrir Ísland vegna skuldastöðunnar. Það eru einungis helmingur aðildarríkja ESB sem eru með Evru sem gjaldmiðil.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.4.2015 kl. 16:13

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Allt af þessu sem þú tínir til er hægt að lagfæra án þess að kasta eigin forsjá.

Meira að segja liðir 3 og 4. Þar vantar einungis pólitíkusa með bein í nefinu sem vita hvert þeir ætla.

Það er annað en sumir, þeir vita þó samt hvert þeir ætla en er skítsama um landslýðinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.4.2015 kl. 18:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  En hið skynsamlega var tekið burt af hægri-öflunum sem höguði málflutningi á óábyrgan hátt og gerðust ómerkilegir lýðskumarar og beittu ofsa- og ofbeldispropaganda.

Hér væri allt í betra fari ef hin skynsamleg leið hefði verið farin, klára Aðildarsamning, þjóðin samþykkir í atkvæðagreiðslu og í framhaldi hefði Ísland orðið aðili að ESB land og ýð til hagsbóta.

Hægri-öflin gátu ekki unnt almenningi að fá þá kjarabót sem aðilda að Sambandinu er.

Það er nú bara staðreyndin.  ægri-öflin eru á móti því að almenningur hljóti öll þau réttindi sem fylgiraðild að ESB.

Hægri-öflin hafa alltaf verið á móti því að almúginn hafi réttindi.  Þau hafa barist gegn hverju einasta skrefi í átt til réttinda almennings.  Almenningur átti bara að vera réttlaus, hafa hægri-öflin alltaf sagt.

Sem dæmi má nefna vökulögin.  Hægri-öflin voru á móti því að sjómenn fengju lágmarks hvíldartima á sólarhring. Sjómenn gætu nú bara alveg vakað, sögðu öflin, og í framhaldi hófu þau fabúleringar um að tilkoma þeirrar réttinda væri yfirgangur erlends valds. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2015 kl. 19:06

5 identicon

Við værum að greiða Icesave

Rafmagns sæstengur væri komin til ESB með tilheyrandi verðhækkun á rafmagni til almennings

Allur fiskur veiddur við Íslandsstrendur væri veiddur af Spánverjum og uninn utan Íslands

Landsvirkjun væri í eigu hrægammasjóða

Grímur (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 19:10

6 identicon

Ef við værum með evru núna, væri ástandið eins og á Írlandi, með 15% atvinnuleysi og lægri laun. Við værum ekki að ræða launahækkanir, heldur launalækkanir og niðurskurð.

Við værum í djúpum skít með ónýta evru.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 19:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Atvinnuleysi er nánast ekkert í Írlandi.

Um þetta þarf eigi að þrefa.  Allt væri nú með öðrum brag hér á landi ef skynsemi og raunsæji ásamt það að bera hagsmuni lands lýðs fyrir brjósti hefði verið valinn.  En sjallar og óbermin drógu hið illa yfir landið.  Mögnuðu vísvitandi upp ósætti, rægðu og níduu sína eigin þjóð.  Og skömm þeirra mun uppi meðan land byggist.

En þetta með atvinnuleysi í Evrópu, að þá er það yfirhæpað uppúr öllu valdi og mestanpart einhver þvæla bara úr andsinnum.  Jú jú, vissulega er atvinnuvandamál í einstaka ríkjum.  Bara rétt eins og gengur í lífinu.  En við erum ekkert að tala um eitthvað krúsíalt.

Það er aðallega eftirtektarvert atvinnuleysi ungs fólks.  Það er stundum mikið, td. í suður-ríkjunum.

Þar ber að mörgu að hyggja.  Það er ekkert ein skýring á því.  Það á sér margar hliðar og margar ólíkar orsakir.

Að hluta til getur atvinnuleysi ungs fólks alveg verið tilkomið vegna þess að það vill einfaldlega gera eitthvað annað en að vinna.  Það hefur stöðu til þess o.s.frv.  Slíkt er mjög framandi hugsun eða menning fyrir íslendinga, sennilega.  En íslendingi tókst þó að fanga þá stemmingu og sló í gegn í Evrópu.  Þessi listamaður er svaka vinsæll íEvrópu.  Gleymist oft þegar talað er um merka listamenn íslenska þessi ákveðni aðili.  Stórmerkilegur listamaður:

https://www.youtube.com/watch?v=aZPh_YqaO_Y

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2015 kl. 20:05

8 identicon

Skritid. A Irlandi maelist 10% atvinnuleysi. Hvad tharf nanast ekkert ad vera mikid ad mati OBK...?

http://www.tradingeconomics.com/ireland/unemployment-rate

Sigutrdur Hjaltested (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 21:21

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

10% er ekkert svo mikið.  Miðað við það sem andstæðingar ESB spáðu og töluðu um í fjöldamörg ár, - þá er þetta nánast ekkert atvinnuleysi.

Er nefnilega virkilega umhugsunarvert hve Írlandi farnast vel.  Það blússandi gangur á öllu í Írlandi.

Til lengri tíma litið er Írland miklu miklu betur statt að öllu leiti heldur en Ísland.  

Það er ekki síst að þakka aðild þeirra að Sambandinu og Evrunni.  Staðreynd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2015 kl. 21:50

10 identicon

Ég á góða vinkonu á Írlandi. 

Hún er ekki að taka undir þessi orð þín Ómar Bjarki. 

Hún hefur búið hér á landi og býr núna á Írlandi. 

Hún er að spá í að flytja til Íslands, úr írsku sælunni. 

Hún veit að Íslandi er og hefur verið stjórnað af vitleysingum í gegnum árin en þrátt fyrir það þá lítur hún svo á að Ísland sé skárri kostur en ESB sæluríkið Írland. 

Afhverju flytur þú, Ómar Bjarki, ekki bara út í þetta ESB sæluríki og leyfir okkur hinum að njóta friðar og frelsis án afskipta ESB? 

Sumarliði (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 23:36

11 identicon

Atvinnuleysi a Spani 23.70% (11.milljonir)

http://www.tradingeconomics.com/spain/unemployment-rate

Atvinnuleysi i Frakklandi 10.40% (6.5 milljonir)

http://www.tradingeconomics.com/france/unemployment-rate

Atvinnuleysi i Grikklandi 25.70% (2.8 milljonir)

http://www.tradingeconomics.com/greece/unemployment-rate

Atvinnuleysi a Italiu 12.70 (7.8 milljonir)

http://www.tradingeconomics.com/italy/unemployment-rate

Atvinnuleysi i Portugal 13.50% (1.4 milljonir)

http://www.tradingeconomics.com/portugal/unemployment-rate

og svo atvinnulausir i Irlandi 0.5 milljonir.

En thetta er ad sjalfsogdu ekkert mikid fyrir ESB sinna ad hatt i 30 milljonir manns seu an atvinnu.

Og thetta eru ekki oll londin i alsaelinu ESB.

Sigutrdur Hjaltested (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 00:59

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigutrdur Hjaltedsted, Atvinnuleysi í þessum ríkjum hefur alltaf verið mjög hátt. Það kemur ekkert á óvart og hefur ekkert með ESB að gera. Enda var þetta vandamál til staðar löngu áður en þessi ríki gengu í ESB. Eina undantekningin þarna er Ítalía sem er eitt af stofnríkjum ESB.

Það búa yfir 500 milljónir í Evrópusambandinu, þannig að 30 milljónir manns í 28 ríkjum telst ekki vera gífurlega mikið atvinnuleysi. Þó svo að tölunar hljómi örugglega háar einar og sér, þá eru þær ekkert voðalega háar þegar heildarfjöldi íbúa er talinn. Enda telst atvinnuleysi innan ESB vera í kringum 10 eða 11%.

Efnahagur þeirra ríkja sem fóru hvað verst útúr kreppunni (vegna þess hvað þessi ríki voru að gera fyrir kreppu) eru núna að jafna sig mun hraðar en Ísland. Enda er litið svo á að sú leið sem íslendingar fóru sé víti til varnaðar fyrir aðra. Enda var íslenska leiðin einstaklega heimskuleg og illa hugsuð og það sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu.

Jón Frímann Jónsson, 19.4.2015 kl. 18:13

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt.  Er ekkert merkilegt.

Alltaf soldið sérstætt að reyna að ræða við andsinna.

Atvinnuleysið eða tölurnar sem nefndar eru, - þær væru nokkurnvegin þær sömu þó ekkert ESB væri.  Eða sennilegast væru þær enn hærri án aðildar að Sambandinu.

Atvinnuleysi hefur beisiklí ekkert með ESB að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2015 kl. 22:31

14 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Atvinnuleysi hefur beisiklí ekkert með ESB að gera."

Segir sá sem segir að 10% sé "nánast ekkert". Er eitthvað mark takandi á svona málflutningi? Nánast ekkert.

Hörður Þórðarson, 20.4.2015 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband