Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin vakni og taki forystu að leysa kjaradeilurnar!

Væri ekki rétt núna að kalla alla aðila að borðinu svona eins og eina helgi og skoða:

  • Hvað getur ríkið boðið raunverulega til að koma á móts við kröfur um bæta sérstaklega hag þeirra sem eru lægst launaðir. T.d. skattleysismörk, húsnæðisbætur og fleira.  Þannig að það komi á móts við kröfur um 30 þúsund krónu hækkun lægstu launa
  • Skoða  hvað verkalýðsheyfingin er tilbúin að slá af við slíkt tilboð.
  • Gefa vinnuveitendum möguleika á að semja í sérstökum vinnustaðasamningum um frekari hækkanir hjá fyrirtækjum sem ganga vel t.d. í útfluttningi.

Finnst alveg hræðilegt ef að vinna síðustu 6 ára frá hruni yrði látin bara kafsigla okkur af því að menn geta ekki unnið saman. Og andvaraleysi ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn vilja sjá staðið við þau loforð ríkisstjórnar sem gefin voru við fyrri samninga áður en hlustað verður á ný loforð. Loforð ríkisstjórnar sem telur sig ekki þurfa að standa við þau eru einskis virði.

Lægstu launin eru eiginlega ekki stóra vandamálið heldur það að eftir miklar hækkanir lægstu launa eru stórir hópar háskólamanna, iðnaðarmanna og annarra sérhæfðra starfsmanna sem nú vilja leiðréttingu á sín laun og ekki eina ferðina enn minni hækkun en þeir lægst launuðu fá. Og vinnustaðasamningar leysa ekki þann vanda sem krafan um taxtahækkanir er. Ríkið, sveitarfélög og of mörg fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, borga bara eftir taxta og því þurfa þeir að hækka verulega.

Davíð12 (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 17:00

2 identicon

Þetta væri mjög einfalt, ef lífeyrissjóðir, ríkið og

verkalýðsfélögin, væru ekki að velta fyrir sér hvað

og hversu mikið kemur í kassann hjá þeim við einhverja

prósentuhækkun hjá launþegum.

Ef skattleysis mörkin yrðu hækkuð, þá fengi ekkert af

þessum aðilun hlutdeild í þeim ávinning, sem myndi

koma launþegum allra best til bóta.

En meðan allir aðilar, sem geta notið ávinnings af hækkun

launa , horfa viljandi fram hjá þessari

staðreynd, þá verður láglaunafólkið enn og aftur að

útundan, vegna græðgi þeirra að geta fengið sína

hlutdeild líka.

Hækkum skattleysis mörkikn og málið er leyst.

Afæturnar verða að bíða í þetta skiptið.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 17:22

3 identicon

Þessar deilur leysast ekki með þessari óvinveittu ríkisstjórn fjármagnseigenda í stjórnarráðinu. Burt með þessa ríkisstjórn, við viljum fá alvöru, sósíaldemókratiska ríkisstjórn með tengsl við almenning í landinu. Ekki handbendi auðkýfinga og útgerðarauðvalds.

Bensi (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 19:45

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Vinnuveitendur ættu að fara að deila arðinum, ekki hirða hann sjálfir og ætlast svo til að Ríkisstjórnin komi og bjargi þeim...

Það er líka spurning um að skella verðtryggingunni aftur á svo launþegar haldi í takt með laun sín við verðlag úr því að hún (verðtryggingin) virðist ekki vera á leiðinni í burt af lánum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.4.2015 kl. 22:30

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti kannski gera þetta og í leiðinni taka óunnu yfirvinnuna með inn í reikninginn hjá opinberum starfsmönnum í stað þess að ræða bara um grunnlaunin. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2015 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband