Leita í fréttum mbl.is

38 milljarða reikningur á heimili landsins vegna efnahagsstjórnar eða skorts á efnahagsstjórn

Það sem situr í mér eftir viðræðuþáttinn á ruv í kvöld er eftirfarandi:

  • Geir og Jón töluðu um gífurlega kaupmáttaraukningu. En ef við tökum verðbólguna inn í þetta lækkar þetta nú nokkuð. 38 milljarða borga heimilinn aukalega fyrir lánin sín vegna verðbólgunnar. Má segja að þessi hækkun hafi að minnstakosti hjá þessum heimilum étið upp allar skattalækkanir.
  • Ábending Ómars um að fyrst að við höfðum fyrir 12 árum efni á að hafa skattleysismörk sem uppreiknuð til dagsins í dag væru 120 - 130 þúsund þá hlytum við að þola það núna.
  • Jón Sigurðsson segir enn að stóriðja og virkjanir séu bara einkamál viðkomandi sveitarfélaga, orkufyrirtækjana og alþjóðlegu fyrirtækjanna sem vilja byggja stóriðju. Hann gleymir að ríkið á í eða að ölluleyti öll orkufyrirtæki landsins nema orkuveituna. Og er að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Ríkið á lika Keilisnes.
  • Fýlu- og "ég veit betur" svipirnir á Geir og Jóni þegar aðrir töluðu í þættinum.
  • Mér fannst foringi míns flokks komast vel frá þættinum og það fannst fleirum því Ólína Þorvarðardóttir segir á sínu bloggi:

„Það leyndi sér ekki hver hafði sterkustu málefnastöðuna í þessum þætti. Það var óefað Ingibjörg Sólrún. Hún talaði af yfirvegun, umhyggju fyrir málefnum og síðast en ekki síst: Af þekkingu og reynslu stjórnmálamanns sem hefur staðið við stjórnvölinn og þekkir ábyrgð sína. "

Síðar segir Ólína:

„Já, þetta var einkennilegur þáttur. Umræðurnar um skattkerfið og tekjuskiptinguna í samfélaginu afhjúpaði bága málefnastöðu stjórnarflokkanna. Skoðanaskiptin leiddu í ljós hvar velferðaráherslan liggur ekki - hún liggur ekki hjá ríkisstjórninni. Í þeim hluta umræðnanna bar Ingibjörg Sólrún af sem gull af eiri.

Trúlega hefur verið dregið um uppröðun frambjóðenda í þessum þætti, en það vildi svo undarlega til að ríkisstjórnarmegin voru menn svartklæddir - svo lýstist fatalitur manna eftir því sem lengra dró í hina áttina. Ég vona bara að það verði ljósi armurinn sem myndar næstu ríkisstjórn."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

það er ekki meira en 10- 12 ár síðan að fólk gekk um atvinnulaust og engin kaupmáttaraukning hafði verið í mörg ár en viti menn að við fyrstu skóflustunguna sem gerð var á Grundartangverksmiðunni fór allt af stað Skrítið!  Allt í einu fóru erlendir fjárfestar ausa í okkur peningum. Skrýtið! 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skv. www.hagstofa.is er þetta nú ekki mikil breyting

1990        2268
1991       1906
1992        4017
1993        6049
1994        6435
1995  6898
1996 6245
1997 5775
1998 4349
1999 2969
2000 2167
2001 2262
2002 4006
2003 5.400
2004 4.900
2005 4.300
2006 5.000

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry þetta kom eitthvað illa út en svona hefur  atvinnuleysi verið skv. www.hagstofa.is

1990     2268
1991    1906
1992    4017
1993    6049
1994    6435
1995    6898
1996    6245
1997    5775
1998    4349
1999    2969
2000    2167
2001    2262
2002    4006
2003    5.400
2004    4.900
2005    4.300
2006    5.000

Þannig að þetta eru nú ekkert svakalega breytingar

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei enda var ég ekkert að kenna henni um. En ég var aðallega að svar athugasemd sem birtist hér að ofan sem gaf að mér fannst í skin að atvinnuleysi hefði bara gufað upp í tíð þessarar stjórnar. Ég veit að það er hópur fólks sem telst atvinnulaust og er það til langframa sem telur alltaf inn í atvinnuleysinu. En það er nú frekar dómur á samfélgaið sem við lifum í. Ég vinni málaflokki sem sinnir málum fólks með fötlun og þar er sú stefna að koma sem flestum út á hinn almenna vinnumarkað. Og við göngum út frá því að allir hversu fatlaðir sem þeir eru geti gert sitt gagn. Til þess þarf að finna því rétta vinnuumhverfið og styðja það eins og það þarf til að þau ráði við störfin. Það er sagt að þó þú getir bara hreyft einn putta þá sé hægt að finna þér starf við hæfi ef að samfélagið væri opið fyrir fjölbreytni einstaklinganna. Með einum putta má t.d. ýta á takka á einhverri vél.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og kannski eitt í viðbót að ríkið með sínum sköttum og tekjutengingum er ekki að hvetja fólk á örorku til að leyta sér að störfum því að þau mega helst ekki fá laun því þá drögum við strax úr bótum. Þessar 25 þúsund sem þau nú mega hafa á mánuði segja nú ansi lítð sem laun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Gott hjá Þrymi að minnast á þann hóp fólks sem þrífst illa á almennum vinnumarkaði. Þá má spyrja hvers vegna ekki hafi verið lögð meiri áhersla á endurhæfingu og stuðning við fólk til þess að koma sér í gang aftur eftir veikindi og/eða atvinnuleysi. Það eru oft óljós skil á milli þeirra sem hafa verið lengi atvinnuleysir, þeirra sem eru á félagslegum bótum frá sveitarfélaginu og þeirra sem eru metnir til örorku. Hér á landi hefur vantað stuðning og endurhæfingu fyrir þennan hóp. Stuðning sem hefur það að markmiði að koma fólki út í lífið aftur - að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Það er öllum fyrir bestu, ekki bara þeim sem hjálpað er af stað heldur líka samfélaginu enda er það mun ódýrara að borga eitthvað í endurhæfingu í smá tíma heldur en að borga örorku eða aðrar bætur heila mannsævi.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:25

7 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hvernig hefur kaupmátturinn þróast á þessum árum ?

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég skal fletta þvi upp í kvöld. EN þú verður að taka það með í reikningin að hér er um 6% verðbólga og tæplega 15% stýrivextir þannig að fjármagn er orðið mun dýrara. Og svo hefur fasteignaverð rokið upp þannig að þó kaupmáttur hafi aukist þá á það ekki við í sambandi við fasteignakaup a.m.k. Þjónustugjöld í heilbrigðiskerfi hefur aukist.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2007 kl. 12:27

9 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Fyrir 15 árum var ríkið skuldugt uppfyrir haus þær skuldir hafa lækkað eins var þjóðarframleiðslan með því lægsta í evrópu.  því er ekki að neita að það eru vaxtarverkir fylgjandi þessari uppbygingu en ég mundi flokka þau vandamál undir lúxusvandamál.  það er búið mikil uppgangur sem fór af stað með stóriðju uppbyggingu og margfeldisáhrifin meiri en nokkurn óraði og ekki bætti úr skák innkoma bankana á húsnæðismarkaðin á sama tíma en bíðum við, beljurnar eru ekki farnar að mjólka ennþá.  Eftir að álverið verður komið í fulla framleiðslu fyrir austan verður mikið auðveldara fyrir þjóðarbúið að taka næst áfanga í þeim í þeim efnum.  ein afleiðingin af þessu öllu er það er búið  byggja undir ríkið sem náð hefur að lækka skuldir sínar og getur farið sinna almannaþjónustu af meiri krafti á næstu árum.  Núna koma margir og segja: Nú get ég enda enda auðvelt þegar búið era treysta undirstöðurnar

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 16:56

10 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

P.S

Langveigamesta ástæðan fyrir  húsnæðisverðinu er það skortsástand sem R listin skapað á lóðum í Reykjavík. Hverjum dytti í hug kaupa hús fyrir 60 miljónir ef gæti byggt það það fyrir 30 miljónir

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 17:09

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

Gunnar,

með framsókn í ríkisstjórn 27 af síðustu 30 árum og tvö stutt tímabil stjórna án sjálfstæðisflokksins, heldurðu virkilega að það sé skynsamlegt að minnast á hvernig staðan var fyrir 15 árum síðan?

Svo ekki sé minnst á að grundvöllurinn að stærstum hluta breytinganna sem orðið hafa á þessum árum er EES samningurinn, sem gengið var frá að allmestu leyti í tíð stjórnar Steingríms Hermannssonar á árunum 1989-1991.

Hvað varðar meint skortsástand á lóðum í Reykjavík, þá var á sama tíma nægt framboð af lóðum annars staðar sem afhentar voru gegn vægu verði. Það hefði þá enginn átt að kaupa hús fyrir 60 milljónir því það var hægt að byggja það annars staðar.

Langveigamesta hækkunin á húsnæðisverðinu var nefnilega lánsframboðið, ekki lóðaframboðið. 

Elfur Logadóttir, 10.4.2007 kl. 17:31

12 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Endlega láttu mig vita hvar ég get fengið lóð á vægu. Ég er bún að reyna í sex ár.  Sjálfstæðismenn eru búnir lofa nægu framboði lóða.  Ég vona bara þeir standi við það

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 17:45

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar ég starfa nú í Grafarholti og kom þangað fyrst um 2003. Þá voru tiltölulega fá hús byggð þar en spruttu síðan upp 2004 og 2005Ég tel að staðan hafi verið  sú að bankar og verktakar sátu með lóðir og hálfkláruð hús en settu ekki markað þar sem að bankarnir vildu bíða þar til að markaðurinn færi af stað. Þannig voru það bankarnir sem bjuggu til þessa eftirspurn með því að setja ekki eignir og lóðir í sölu.

 Þarna hefur nú á fáum árum byggst þvílíkt upp að þar eru nú komnir 2 grunnskólar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2007 kl. 23:16

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og í Kópavogi og Hafnarfirði hafa verið til nóg af lóðum en samt hefur lóðaverð rokið upp. Þannig að það er engin fylgni milli framboðs og eftirspurnar. Það sást að þrátt fyrir þetta voru verktakar tilbúnnir að bjóða í lóðir við Úlfarsfell upphæðir sem voru út úr öllu korti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2007 kl. 23:28

15 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Innkoma bankana hafði auðvitað mikið að segja og jók uppsafnaða eftirspurn gríðarlega en það er engin spurning að ef framboðið hefði verið nóg hefði verðið ekki rokið svona upp úr öllu valdi. Systir mín fékk lóð í Kópavogi en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig og sennilega stærsti lóttóvinningurin í hennar lífi.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband