Leita í fréttum mbl.is

Nú byrjar að rigna loforðum yfir okkur.

Framsókn kynnti í dag loforðalista sinn. Þar var voru fullt af loforðum um afnám tekjutenging á bótum og svo framvegis. En síðan var því bætt við neðanmáls að þetta yrði gert í þrepum. Þetta á víst að kosta einhverja tugi milljarða. En í gær var ekkert aflögu til að hækka skattleysismörk þegar Jón ræddi um þessi mál í Kastljósi.

En þegar kemur að því að kaupa atkvæði þá fer framsókn fremst i flokki

Nú er hægt að lofa ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs en Framsókn hefur farið með þetta ráðuneyti síðustu 12 ár og ekki einu sinni getað samið við tannlækna um endurgreiðslur

Eins þá geta þeir lofað:

  • Skattleysismörk verði 100 þúsund krónur og stimpilgjöld verði afnumin.
  • Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
  • Frítekjumark á atvinnutekjur lífeyrisþega verði hækkað og frítekjumark verði sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum.
  • Víðtæk sátt verði um þjóðareign á auðlindum og stofnaður auðlindasjóður þjóðarinnar og það á skv. Jóni að byrja 2010 þegar búið verður að gefa leyfi fyrir helstu virkjunum
  • Námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf.
  • 12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélög. Bíddu hvernig á að veita gjaldfrjálsan leikskóla. Það eru sveitarfélög sem reka þá. Ætlar ríkið að greiða meira til leikskóla eða til foreldra. Þetta er kjaftæði.
  • Síðan er talað um uppbyggingu atvinnulífsins eins og það sé hér allt á kaldakolum. Ekki að hér séu um 20 þúsund erlendir ríkisborgarar vegna þess að við önnum ekki öllum þeim störfum sem eru í gangi.

Þeir hafa haft 12 ár nú með flest þessi mál eins og atvinnumál þar sem þeir sjá bara stóriðju á löngum köflum.


mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er munur á því að ætla að leggja 10 milljarða í hækkun á skattleysismörkum eða 100 milljarða. Er það ekki annars?

Ef framsóknar fær ekki notið áfram verður þess ekki langt að bíða að atvinnuleysi verði aftur notað sem hagstjórnartæki, eins og DO hefur boðað og VG boðar með stopp stopp stefnu sinni. Það er líklegast það sem þú vilt með því að gagnrýna áframhaldandi uppbyggingu efnahagslífsins. Stöðnun er afturför.

Gestur Guðjónsson, 10.4.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Sæll Magnús. Það er eins með okkur Framsóknarfólkið eins og Samfylkingarfólk að við setjum fram okkar stefnuskrá fyrir kosningar. Það sem við höfum hins vegar fram yfir ykkur er að við vitum hvernig við ætlum að borga fyrir þau mál sem við viljum standa að ólíkt þínum flokki sem býður þjóðinni að bíða með sér. Það veit bara enginn eftir hverju, eins og kom fram í máli foringja þíns í leiðtogaumræðum RÚV í gær.  Bestu kveðjur af miðjunni. /hs

Helga Sigrún Harðardóttir, 10.4.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef það kostar 50 til 60 milljarða að hækka skattleysismörk í 150 þúsundkrónur þá hlýtur bara það að hækka skattleysismörk og lækka tekjuskatt, sem og tekjutengingar að kosta meira en 10 milljarða. Þannig að ég set spurningamerki við þessa útreikninga. Ég get ekki skilið að flokkur sem er að skila af sér efnahagsbúskap með um 6% verðbólgu bendi ekki á neinar lausnir nema að viðhalda þennslu í þjóðfélaginu. Stöðu þar sem að íbúðaverð hefur hækkað um meir en helming síðustu ár. Flokkur sem hefur staðið í stöðugri baráttur við þá sem minna mega sín og miðað allar skattalækkanir við þá sem betur mega sín.

Það er engin að tala um stöðnun. Það er verið að tala um að þessar risaframkvæmdir í Stórvirkjunum og stóriðjum þær soga til sín fjármagn og mannafla sem þýðir að annar atvinnuvegur á undir högg að sækja. Þessi þennsla er að hrekja aðra starfsemi úr landi. Því þetta þýðir óhagstætt gengi fyrir aðrar útflutningsgreinar. Svo eftir allt þá eru innan við 2500 sem koma til með að vinna í þessum stóriðjum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2007 kl. 14:20

4 identicon

 

Athyglisverð og málefnalegt innlegg um stopp-stefnuna hér.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband