Leita í fréttum mbl.is

Drottningaslagur í Framsókn?

Var að lesa eftirfarandi á www.mannlif.is

Valkyrjur hatast

10 apr. 2007

Ólgan innan Framsóknarflokksins minnkaði við það að Kristinn H. Gunnarsson tók allt sitt hafurtask og hélt yfir í Frjálslynda flokkinn. En Framsókn er þó fráleitt kærleiksheimili því undirliggjandi er að þar berast á banaspjótum valkyrjurnar Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmars umhverfisráðherra. Andúð þeirra stallsystra er sögð fullkomlega gagnkvæm og báðar eru mjög einbeittar í því að ná auknum áhrifum innan flokksins en bara ekki samhliða. Til eru þeir innan samstarfsflokksins sem segja að flokkurinn sé af þessarri ástæðu ekki ákjósanlegur til samstarfs og það geti hvenær sem er gosið upp úr í samskiptum framsóknarkvennanna áhrifamiklu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Það verður fróðlegt að sjá,hvort Framsókn tekst að kaupa sér enn einu sinni fylgi fyrir komandi kosningar.Það er með Framsóknarfylgið eins og ærnar í haganum,það rekst vel með góðum smalahundi.

Kristján Pétursson, 11.4.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Hvenær kemur þín skáldsaga út? Um næstu jól? Jú Kristján, hef ætíð borið mikla trú á smalahunda, sérstaklega þá
ÍSLENZKU!  Enga aðra!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.4.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta eru nú tilvitnun í Mannlíf og það kemur út mánaðarlega og ég kem bara ekkert að málum þar. En hef gaman að þessum pælinum þeirra. Það væri nú ekkert gaman Guðmundur ef ekki væri hægt að krydda aðeins umræðunna og setja út á netið svona eitthvað sem hristir við fólki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.4.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband