Leita í fréttum mbl.is

Geir og Steingrímur í tilhugalífi?

Athyglisverðar pælinga hjá Agli Helgasyni í kvöld. Þar er hann að velta fyrir sér upplifun af fyrstu umræðum stjórnmálaforingjanna í sjónvarpinu í fyrradag.

Egill segir m.a.

Eftir því sem ég hef heyrt af foringjaumræðunum í Sjónvarpinu í gær virðist líklegast nú um stundir að Vinstri grænir fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - og er VG þó sá stjórnmálaflokkur sem mest hefur gagnrýnt aðra flokka fyrir að vera hækjur fyrir íhaldið. Það fer varla framhjá neinum að Geir Haarde og Steingrímur J. Sigfússon eiga í einhvers konar tilhugalífi. Allt í einu er Steingrímur tilbúinn að slá af kröfum um að hækka fjármagnstekjuskattinn, hann er kominn niður í fjórtán prósent og ekkert óhugsandi að hann geti farið neðar. Á móti er Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp stjóriðjustefnu sem er eins og kópíeruð frá Samfylkingunni og felur í sér að bíða eigi með frekari stóriðju þangað til búið er að gera rammaáætlun um orkunýtingu.

Hann telur reyndar að raunin gæti orðið að þessi stjórn yrði viðkvæm því að margir innan Vg sé hugsjónafólk sem eigi erfitt með að kúvenda skoðunum sínum til lengdar.

Síðar segir hann:

Fyrir fréttaskýrendur er þetta raunar mjög spennandi stjórnarkostur, svona hreint faglega séð. Það verður nóg að gera. Þarna þyrfti að sætta helstu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum - eða eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn það ekki? Miðjan yrði einfaldlega skilin eftir sem væri mjög sérstakt eftir allt talið undanfarin ár um miðjusækni stjórnmálanna.

En einna athyglisverðast fanns mér þessi möguleiki að Framsókn gangi til liðs við Vg og Samfylkingu. Egill segir um þetta m.a.

Annar valkostur sem er ekki ólíklegur er stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Ég held að í Samfylkingunni séu menn ekkert afhuga þessu - það er einu sinni svo með Framsóknarmaddömuna að hún er þaulvön því að sitja í ríkisstjórn. Hún kann það

Hann finnur samt veika punkta á þessum möguleikum öllum en endilega lesið það bara hjá honum

 

 


mbl.is VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Samfylking, Vinstri grænir og Framsókn? En hvað með karlinn í
Túnglinu?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.4.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hann er svo oft hálf fullur eða bara alveg fullur þannig að ég efast um að hann sé góður valkostur

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.4.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband