Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn sem ræður ekki við ástandið í góðæri er ekki á garð setjandi

Ég held að reynsla okkar af ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar sýni vel að þar fara flokkar sem bæði eru búnir að vera of lengi í samstarfi. Þeir sýna gjörsamlega vangetur til að ná tökum á vaxandi þennslu hér á landi.

  • Hér hefur verið bullandi verðbólga nú í 3 til 4 ár og það eru engin teikn um að henni sé að linna. Meira að segja er undirliggjandi verðbólga vaxandi en henni er haldið leyndri með ýmsum brögðum eins og matarskattslækkanir nú í mars. Sem fela hana aðeins
  • Ríkisstjórn sem hækkar húsnæðislán og hvetur fólk til eyðslu í miðri þennslunni. Fer í samkeppni við bankanna í fasteignalánum og sprengir upp húsnæðisverðið.
  • Ríkisstjórn sem með aðgerðum sínum hefur stuðlað að því að gjaldmiðill okkar er komin af fótum fram og getur á einum degi gert margar fjölskyldur að öreigum.
  • Ríkisstjórn flokka sem hræðast að gera rótækar breytingar eins og að kanna möguleika okkar á inngöngu í ESB og það að taka upp evru.
  • Ríkisstjórn sérhagsmuna. Þar sem að einkavinum og flokksfélögum er hampað frekar en að huga að þeim sem lægst standa.
  • Ríkisstjórn sem í stað þess að miða skattalækkanir við hag þeirra sem lægst standa, lækkar frekar skatta á þá sem meira hafa og leiðir þar með til enn meiri þennslu

Það eru komin tími fyrir okkur að reyna eitthvað annað!


mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband