Leita í fréttum mbl.is

Svo eru Sjálfstæðismenn að hreykja sér af stöðu mála hér á landi.

Samkvæmt þessu er almennt hagvaxtarskeið í heiminum og gert er ráð fyrir að hann sé um 4,9% í heiminum í ár og næsta ár en ekki nema um 1,9% hér. Þetta er nú staðreynd sem margir hafa bent á. Þannig að kenningin um að hagvöxtur og staða mála hér sé eingöngu árangur ríkisstjórnarinnar er bara ekki rétt. Þetta er almenn þróun sem hefur verið ríkjandi í heiminum í dag.

Þannig að ég held að fólk ætti að horfa frekar til þess að við erum ein af fáum þjóðum á vesturlöndum sem höfum misst tökin á þennslunni og súpum seiðið af því í formi verðbólgu og vaxta. Og það eru hagstjórnar mistök hjá ríkissstjórninni. Var að heyra það í dag að ef að ekki koma til fleiri stórframkvæmdir á næsta ári verður ríkissjóður rekinn með töluverðum halla þar sem að vöxtur ríkisútgjalda hefur verið svo gífurlegur.

Frétt af mbl.is

  Mesta hagvaxtarskeiðið í rúma þrjá áratugi
Viðskipti | mbl.is | 11.4.2007 | 21:31
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir litlum hagvexti... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir, að staða efnahagsmála í heiminum sé sterk og útlit sé fyrir lengsta samfellda hagvaxtarskeið frá því í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Gerir IMF ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum verði að meðaltali 4,9% bæði á þessu og næsta ári, sem þýðir samfelldan hagvöxt í að minnsta kosti sex ár. IMF spáir 1,9% hagvexti á Íslandi á næsta ári.


mbl.is Mesta hagvaxtarskeiðið í rúma þrjá áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti ég nokkuð benda þér á að hagvöxtur í Kína var 9,4% á árunum 1994-2004 og 10,3% áratuginn þar á undan. Á Indlandi var hann svo 6.1% '94-'04. Þetta eru borderline þróunarlönd, sem keyra upp þetta meðaltal.

Á vesturhveli jarðar erum við vel ofan við meðaltal, 4,5% árlega frá 1996. 

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er veri að tala um þetta og næsta ár og þá er áætlaður hagvöxtur hér aðeins 1,9%

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.4.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk Hanna en mín lífsskoðun er aðeins meira til vinstri. Annars kunni ég ágætlega við hugmyndina um Kaffibandalagið þar sem ég er einn af þeim sem finnst að kvótakerfið sé alveg út úr korti og við í raun fært fáum mönnum alla auðlyndina eins og hún leggur sig. Og var að fatta um daginn að það eru þeir sem eru hræddir við að við göngum í ESB því þá gætu þeir misst yfirráð sín yfir henni. Eins þá hef ég kunnað ágætlega við Sigurjón og Guðjón og dáðst að dugnaði þeirra á þingi. En aftur á móti líkar mér illa þessi snögglegi og illa ígrundaði áhugi Magnúsar og Jóns á málefnum erlendar borgara sem hingað koma. Málið var illa ígrundað frá upphafi og hvernig það var sett fram hefur kveikt hér glóð sem getur orðið að hatri á fólki sem er af erlendu bergi brotið.  Það að hræða fólk með að það komi frá löndum þar sem grasseri sjúkdómar og eins að það komi til með að valda atvinnuleysi, voru ekki réttar að mínu mati. Ég veit ekki hvernig þetta er þarna út í eyjum, en mörg sjávarpláss annarsstaðar væru t.d. ekki byggileg ef þetta fólk hefði ekki komið og gengið í störf í frystihúsunum síðustu áratugi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband