Leita í fréttum mbl.is

Enn er Gunnar Birgisson að ráðast að náttúruperlum

En á ný stendur Kópavogur að aðför að umhverfi og náttúru Höfðuborgarsvæðissins. Nú hefur Bæjarstórnarmeirihluti Kópavogs samþykkt að skipuleggja 7500 manna byggð sem á að liggja allt að 15 metrum frá Elliðavatni og að mörkum Heiðmörkum. Þar á að fórna skógrækt og öllu sem fyrir verður. Það fer að verða ljóst að Gunnar Birgisson hættir ekki fyrr en hann er búinn að malbika, helluleggja eða byggja á hverjum þverþumlungi í landi Kópavogs. Ég geri nú fastlega ráð fyrir að fólk verði nú að sameinast í það að stoppa þennan mann áður en við búum við það að þurfa að fara austur fyrir Hellisheiði til að komast út úr steinsteypuraunveruleika Gunnars.

Við þessu var varað þegar að Kópavogur fór að skipuleggja byggð í námd Elliðavatns en Kópavogur fullyrti að ekki yrði skipulagt nær vatninu en 50 metra en eitt eins og vanalega er ekkert staðið við það sem sagt er þegar hægt er að skapa verktökum verk og vermæti. (Kannski litið að gera hjá Klæðningu næstu ár)

Nánar um þetta má finna á bloggi Guðríðar Arnardóttur en þar segir hún m.a.

En það alvarlegasta í málinu er það að nú á að skipuleggja lóðir allt niður í 15 metra frá Vatnsbakkanum.  En 50 metra lína meðfram vatninu er undir bæjarvernd samþykkt 2001..

 Þessi 15 m ræma sem á að skilja eftir kalla þeir svo útivistarsvæði!

Nú á enn á ný að herða fastar að lífríki Elliðavatns og ganga gróflega á þessa útivistarperlu okkar Kópavogsbúa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnari Birgis. er greinilega eitthvað í nöp við þessa fallegu náttúruperlu, Heiðmörk. Hann hagar sér þarna eins og moldvarpa.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:56

2 Smámynd: Guttormur

Sami yfirgangur í Kópavogi og í Reykjavík,  hér eru í raun einungis tekin græn hænuskref.

Andrea 

Guttormur, 12.4.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband