Leita í fréttum mbl.is

Ég held að það sé kominn tími til að Vesturlönd og fleiri fari að endurskoða aðferðafræði sína

Ég held að það sé að verða nokkuð ljóst að þessi aðferð að ráðast inn í lönd með óvígan her og steypa stjórnum er ekki að reynast vel. Ég held að menn verði að fara að átta sig á að þetta verður að gerast í mun meiri samvinnu við fólkið sem býr í löndunum. Það situr t.d. mjög í mér að við innrásina í Írak þá voru Bandaríkin tilbúin með einhverja brottflutta Íraka sem síðar kom í ljós að voru vafasamir pappírar og Íraskaþjóðin vildi ekki sjá.

Eins þá er þessi herseta í Afganistan og Írak merki um að þarna eru herveldi að reyna að skikka þjóð til að falla frá sínu skipulagi og gildum og taka upp vestrænt stjórnkerfi sem íbúar í viðkomandi löndum hafa ekki skilning eða þekkingu á.

Hersetuliðar verða auðveldlega blóraböglar fyrir allt sem miður fer og því auðvelt fyrir andspyrnunna/hryðjuverkamenn að fá fólk til liðs við sig.

Það getur náttúrulega alltaf komið til þess að að þjóð ögri öðurm svo að það þurfi að ráðast þar inn eftir að allt annað bregst en þá þurfa þjóðir sem það gera að vera mun meira inn i hugsunarhætti þar og hverfa strax á brau og það er mögulegt. Til þess að svo megi verða verða þjóðirnar að vera tilbúnar fyrirfram með mikið fjármagn sem nýtt er til að auka lífsgæði fólksins sem þar býr. Þetta þarfa að gerast strax ekki býða þar til að mest af andstöðunni hefur verið útrýmt. Þannig ætti með hverrri sendingu af nýjum hermönnum að fylgja en stærri pakki af nauðþurftum sem uppbyggingu á einhverju sem fólk í viðkomandi landi lítur á sem lífsgæði.

Og síðan eiga þessi herir að hverfa á baut og leyfa þjóðinni sem mest að leysa sín vandamál sjálf.
mbl.is NATO fundar um skort á mannafla og útbúnaði í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband