Leita í fréttum mbl.is

Rauhæf drög að ályktunum landsfundar Samfylkingarinnar

 Samfylkingin

Hef verið að lesa yfir drög að ályktunum Samfylkingarinnar sem lögð verða fyrir landsfundinn. Til að byrja með er ánægjulegt hversu vel þessar ályktanir eru settar upp. Það er ekki verið að reyna að fela neitt með orðskrúði og lagatæknilegu orðalagi. Þetta er að ég held mjög skynsamlegar tillögur og eiga eftir að verða viðmið fyrir aðra.

Drögin að ályktunum má finna hér

En svona helstu atriði má sjá t.d. hér í frétt á www.ruv.is

Sf: Velferðarkerfið verði stóreflt

Samfylkingin vill stórefla velferðarkerfið, skilgreina íslensku í stjórnarskrá sem opinbert tungumál, afnema pólitískar ráðningar í embætti seðlabankastjóra og gera landið að einu kjördæmi, samkvæmt drögum að landsfundarályktunum sem lögð hafa verið fram.

Í drögum að landsfundarályktunum Samfylkingarinnar kennir ýmissa grasa. Þar er rauði þráðurinn efling velferðarkerfisins. Eitt mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja hag eldri borgara, segir í drögunum. Ráðast á í stórátak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara og bæta lífeyri þeirra. Þá á að stofna embætti umboðsmanns eldri borgara. Samfylkingin vill hækka skattleysismörk, draga úr tekjutengingu barnabóta og lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslur. Afnema stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa, afnema vörugjöld og tolla af matvöru og lækka virðisaukaskatt af lyfjum. Loks vill flokkurinn lengja fæðingarorlof í tólf mánuði.

Flokkurinn vill tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og stórefla forvarnir. Sf vill einnig tryggja öllum landsmönnum sambærileg lífskjör óháð búsetu með því að greiðan aðgang allra að menntun, atvinnu og þjónustu. Þannig á t.d. að gera stórátak í samgöngumálum, byggja upp net háskólastofnana á landsbyggðinni og tryggja bændum aukið athafnafrelsi. Flokkurinn vill stuðla að gjaldfrjálsri menntun allra barna og ungmenna frá leikskóla að háskóla, ókeypis námsbækur í menntaskóla og að sveitarfélögin taki það skólastig yfir.

Samfylkingin vill afnema launaleynd og veita Jafnréttisstofu heimildir til að rannsaka og afla gagna, leiki grunur á um brot á jafnréttislögum. Einnig að jafnræði kynjanna sé tryggt í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana.

Samfylkingin vill að þjóðareign á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði bundin í stjórnarskrá og vill undirbúa upptöku auðlindagjalds. Þá vill flokkurinn að landið verði gert að einu kjördæmi og að íslenska verði skilgreind í stjórnarskrá sem opinbert tungumál ásamt íslensku táknmáli. Ráðherrar eiga ekki að gegna þingmennsku og hverfa á frá pólitískum ráðningum í embætti seðlabankastjóra, samkvæmt landsfundardrögunum.


mbl.is Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband