Leita í fréttum mbl.is

Hvernig ætlar Geir að tryggja öllum þennan lífeyri?

Ætlar Geir að tryggja öllum lífeyrissjóðum ávöxtun þannig að þeir geti mætt því. Hann gleymir að lífeyrissjóðirnir eru ekki undir stjórn stjórnvalda nema þá lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins en um hann gilda aðrar reglur.

Einnig er það nú merkilegt að koma með svona yfirlýsingu akkúrat nú þegar flestir lífeyrissjóðir þegar farnir að greiða lífeyrir upp á 25 þúsund.

Og ef hann er að tala um að draga úr skerðingum á greiðslum Tryggingarstofnunar vegna lífeyrisgreiðslna þá er það nú léttvægt. Sting frekar upp á að hann boði sambærileg kjör fyrir ellilífeyrisþega og alþingismenn fá við starfslok. Því var ekki búið að lofa að breyta eftirlaunafrumvarpi Alþingismanna og ráðherra?

Og svo er fleira skrítið

Velferðarkerfið var Geir H. Haarde, formanni flokksins, hugleikið í setningarræðunni og hann boðaði breytingar á högum aldraðra í samræmi við breytingar á högum öryrkja með því að viðhalda hvatningu til atvinnuþátttöku. Hann vill taka upp einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu, þjóðin þarfnist reynslu og þekkingar hinna eldri. (www.ruv.is  )

Hvað hafa þessir menn verið að gera í 12 ár. Þeir hafa viðhaldið tekjutengingu eins og þeir mögulega geta þannig að hver króna sem öryrkjar hafa fengið hefur horfið með því að bætur hafa lækkað strax á móti.

Lagðar eru til enn meiri lækkanir skatta á einstaklinga, að fella niður stimpilgjöld. Þá er lagt til að landsfundur leggist alfarið gegn framkomnum hugmyndum um að hækka fjármagnstekjuskatt því slíkt væri tilræði við sparnað í landinu sem myndi leiða til flótta fjármagns úr landi (www.ruv.is  )

Fjármagnið úr landi. Hvert er það að fara núna? Er það ekki að fara í fjárfestingar erlendis. Mér finnst þetta kjaftæði. Fjármagnsskattur er í dag 10% sem þýðir að fólk er að borga 10% af vöxtum sem það hefur fengið. Hjá flestum er þetta kannski nokkur þúsund sem það er að borga ef það er að borga nokkurn. Þannig að 14% eru kannski nokkrir hundraðkallar í viðbót. t.d. ef maður hefur fengið 100.000 í vexti er hann að borga 10.000 í vextir en það verður 14.000 ef að fjármagnsskattur hækkaði í 14% til að fá 100.000 í vexti þarf maður að eiga minnst rúmlega milljón og ég held að fyrir 4000 krónur fari menn ekki að stofna reikninga erlendis.

Nei Geir er að verja einkavini Sjálfstæðismanna sem hafa allar sínar tekjur sem fjármagnstekjur og borga bara 10% skatt og ekkert til sveitarfélagsins af þessum tekjum en njóta sömu þjónustu og þeir sem borga tekjuskatta. Sé ekki að hann ætli að gera þeim að reikna  á sig eðlilegar tekjur.


mbl.is Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ef þetta er svona EÐLILEGT hvers vegna í ósköpunum erum við þá með svona kerfi??????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Segi það með þér!

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband