Leita í fréttum mbl.is

Hér getið þið séð hvað verða áhersluatrið Sjálfstæðisflokks ef hann heldur völdum

Hér sjáið þið áherslu Sjálfstæðismann fyrir næsta kjörtímabil ef þeir halda völdum:

Á næstu misserum mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja megináherslu á eftirfarandi:
• Að lækka skatta einstaklinga enn frekar. Skattalegir hvatar ættu að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar.
• Að fella niður alla tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutning.
• Stefnt skal að niðurfellingu stimpilgjalda.
• Að endurskoða álögur á bifreiðaeigendur.
• Að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga enda ætti sveitarfélögum að vera í sjálfsvald sett að lækka útsvar eftir því sem aðstæður gefa tilefni til hverju sinni.
• Að lækka skatta fyrirtækja og aðlaga skattkerfið þannig að það verði jafngott eða betra en það sem gerist hjá samkeppnisþjóðum okkar.
• Að halda áfram að einfalda skattkerfið og leggja af skatta og gjöld sem skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja. Nauðsynlegt er að endurskoða lög um ýmsa smáskatta og gjöld sem hugsanlega áttu rétt á sér áður en eru nú tímaskekkja.
• Að tryggja góð rekstrarskilyrði atvinnufyrirtækja með því byggja enn frekar upp umgjörð atvinnulífsins með skilvirkum og almennum reglum, og lágmarka þannig óþörf opinber afskipti af atvinnulífinu.
• Að styrkja samkeppnisstöðu landsins um fjárfestingar til uppbyggingar í atvinnulífinu. Þannig má stuðla að auknum áhuga innlendra og erlendra aðila á því að fjárfesta hér á landi.
• Að auka valfrelsi einstaklinga um vörsluaðila lögbundins lífeyrissparnaðar.
• Að leggja áfram áherslu á að flytja verkefni úr höndum ríkis og sveitarfélaga til einkaaðila til að draga úr umsvifum hins opinbera og auka þar með samkeppni á markaðnum.
• Að starfs- og lagaumhverfi stofnana og fyrirtækja, einkum uppgjörsaðferðum þeirra, sem enn eru í opinberum rekstri verði breytt til samræmis við umhverfi einkageirans og þannig stuðlað að aukinni hagkvæmni í rekstri þeirra. Þá verði reglum um virðisaukaskatt breytt þannig að opinberir aðilar fái hann endurgreiddan af allri aðkeyptri þjónustu og eigi þar með auðveldara með að úthýsa verkefnum.
• Að skapa skilyrði til varanlegs hagvaxtar, draga úr ríkisútgjöldum og styrkja stöðu ríkissjóðs.
• Að tryggja skynsamlega og hagkvæma nýtingu á náttúruauðlindum landsins.
(úr drögum að ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins)

Þannig að ef þið hélduð að fólkið í landinu kæmist í efsta sæti hjá þeim þá voru þið á ekki að greina málin rétt. Það eru fyrirtækin fyrst. Síðan fjármagseigendurnir og síðan almenningur í landinu.

Og ef við víkjum að umhverfismálum þá sagði Geir  eftirfarandi í setningarræðu sinni sem mér finnst nú fyndið

Þá fjallaði Geir einnig um umhverfismál og sagði sjálfstæðismenn hafa þá trú að best færi á því að einstaklingurinn stjórnaði sér sem mest sjálfur. Því ætti að hvetja fólk til að velja umhverfisvæna kosti í lífi sínu frekar en að beita aðferðum vinstri manna og setja boð og bönn á þær lífsvenjur sem fólk hefur valið sér. Það væri meðal annar inntakið í hinum grænu skrefum í Reykjavík sem kynnt hafi verið í gær.
(www.visir.is )

Nú hvað hafa einstaklingar verið að gera hingað til og lítið sem ekkiert virkað. Þetta lýsir svo miklu kæruleysi að manni verður bumbult. Að þar tali forsætisráðherra Íslands er umhugsunarefni. Maðurinn hlýtur að vera illa upplýstur um stöðu mála í umhverfismálum. Bæði hér á landi og í heiminum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

ekki gleyma bláu tunnunum, hehe

Kolbrún Jónsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kolla svona miðað við að Sjálfstæðimenn vilja virkja einkaframtakið þá fylgjast þeir illa með. Mamma býr hér reyndar í Kópavogi hún er með endurvinnslutunnu sem Gámaþjonustan býður og hefur gert í 1 ár. Þar er allt sem hægt er að enduvinna sett í og þeir sækja 1 sinni í mánuði. Þetta kostar 1000 kr. á mánuði. Þannig að stundum þurfa menn að líta aðeins út fyrir ráðhúsið og skoða hvað er að gerast.

Keli þú hræddi mig og ég hélt að ég hefði náð í vitlaust skjal en skoðai það aftur og þetta er 2007 en svona til að sýna ykkur illa unnið skjal sem sett er á netið þá getið kíkt á það hér. Mér sýnist að þetta sé vinnu eintak eða prófarkalestrar útgáfa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband